Miranda Kerr stundar einfaldar æfingar

Miranda Kerr segir að líkamsrækt eigi ekki að vera kvöð.
Miranda Kerr segir að líkamsrækt eigi ekki að vera kvöð. mbl.is/AFP

Ein eftirsóttasta fyrirsæta heims eyðir ekki mörgum klukkutímum á dag, hún reynir þó að hreyfa sig eins mikið og hún getur til þess að halda uppi orkunni og æfir fjórum til fimm sinnum í viku. 

„Æfingarútínan mín er mismunandi á milli daga það fer eftir því hversu mikinn tíma ég hef, en ég reyni að æfa að minnsta kosti 20 til 30 mínútur af því það hámarkar orkuna mína,“ sagði Kerr við Popsugar. 

Kerr mætir ekki í rándýra og flókna tíma heldur stundar hún rólegri líkamsrækt þar sem hún getur slakað á huganum. „Ég hef gaman af jóga og pilates, sundi og mótstöðuæfingum og ef það er myndataka á næstunni þá æfi ég sérstaka líkamsparta,“ segir Kerr. En hún bætir því einnig við að hún elski að fara út að ganga með hundinn sinn, Teddy, og að sippa sé skemmtileg æfing. 

Kerr er sammála því sem margir segja að að líkamsrækt eigi ekki að vera kvöð. Fólk ætti því að finna sér líkamsrækt sem það hefur gaman af. 

Wednesday workout 💪🏼💪🏼💪🏼

A post shared by Miranda (@mirandakerr) on Mar 15, 2017 at 2:54pm PDT

Miranda Kerr á tískusýningu Victoria's Secret.
Miranda Kerr á tískusýningu Victoria's Secret. Ljósmynd/Victoria's Secret
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál