Missti 13 kíló eftir svakalegt áfall

Sammi Goldsmith breytti lífi sínu eftir að faðir hennar fékk ...
Sammi Goldsmith breytti lífi sínu eftir að faðir hennar fékk hjartaáfall. skjáskot/instagram

Sammi Goldsmith er 23 ára mastersnemi frá Norður-Karólínu sem hefur verið að hlaupa mikið síðustu þrjú árin en fyrir þrem árum fékk pabbi hennar alvarlegt hjartaáfall.

Tímaritið Women's Health fékk Sammi í viðtal og spurði hana út í áfallið sem lét hana gjörbreyta lífsstíl sínum og þar af leiðandi missa 13 kíló.

Hvað lét þig vilja byrja að hlaupa?

Pabbi minn fékk fyrsta af tveimur hjartaáföllum fyrir næstum þremur árum þegar ég var á þriðja ári í háskóla. Það að pabbi minn hafi næstum dáið hafði mikil áhrif á mig og ég byrjaði að lesa mig til um hjartaheilsu og ákvað að snúa lífi mínu á réttan veg. Ég lagði mesta áherslu á breytt og bætt mataræði og útihlaup.

Hversu oft hleypur þú?

Ég hleyp þrisvar eða fjórum sinnum í viku.

Hver er rútínan þín?

Ég hleyp léttilega fjóra til átta kílómetra. Í ræktinni tek ég spretti á hlaupabretti en úti hleyp ég annaðhvort mjög hratt 12 kílómetra eða skokka lengra en 12 kílómetra.

Keppir þú einhvern tímann?

Ég hef klárað tvö hálf maraþon og stefni á að hlaupa heilt maraþon á næsta ári. Ég ætla að hlaupa þriðja hálf maraþonið mitt í september. Ég elska að keppa í maraþonum.

Tekur þú þátt í öðrum íþróttum?

Ég var í körfuboltaliði þegar ég var í háskóla og núna er ég aðstoðarmaður fyrir körfuboltaliðið í Virginia Tech. Mig langar að verða körfuboltaþjálfari í framtíðinni. Ég lyfti líka mikið, fer í spinning og elda mikið.

Hvað færðu út úr því að hlaupa?

Það eru tveir hlutir sem að ég elska mest við það að hlaupa. Fyrsta er að finna fyrir stoltinu sem ég fæ þegar ég hleyp lengra en ég hef hlaupið nokkurn tímann áður. Það er svo frábært þegar maður uppgötvar það að líkaminn getur hluti sem þú helst að hann gæti aldrei gert. Seinna sem ég elska við það að hlaupa er samfélagið sem myndast í kringum þessa íþrótt. Ég á núna marga hlaupafélaga og ég elska að hlaupa með þeim langar vegalengdir þar sem að við tölum saman um okkar dýpstu leyndarmál og verðum enn nánari.

Getur þú lýst ferlinu þegar þú byrjaðir að léttast?

Þetta byrjaði allt saman þegar ég steig á vigtina hjá lækninum mínum og skammaðist mín ótrúlega. Vigtin sagði að ég væri 84 kíló en það var ekki fyrr en pabbi minn fékk hjartaáfall að ég breytti lifnaðarháttum mínum. Ég byrjaði að elda meira og drekka minna af gosi. Ég hætti alveg að borða morgunmatinn minn á McDonald's og ég fór að hreyfa mig meir. Eftir fjóra mánuði steig ég á vigtina og var orðin 74 kíló. Nú þremur árum seinna er ég 69 kíló.

Hver er leyndarmál þyngdartaps þíns?

Ég myndi segja að gera litlar lífstílsbreytingar og vera samkvæmur sjálfum sér. Til dæmis hætti ég að drekka gos og hef ekki gert það síðan. Það að drekka ekki mikið af kaloríum hjálpaði mér að léttast. Ég fer líka bara einu sinni eða tvisvar í viku úr að borða og borða miklu minna af kjöti. Að minnka sykur og fitu í matnum sem ég borðaði var líka mikilvægur partur.

Hvernig heldur þú þessu gangandi?

Ég byrjaði að blogga um heilsu og hreyfingu til þess að sýna allt sem ég elda og borða. Vinir sem ókunnugir biðja mig oft um ráð því þeim finnst mín saga vera hvetjandi. Það, ásamt sambandi mínu við pabba minn,  hvetur mig til þess að halda þessum heilbrigða lífsstíl áfram.

Er eitthvað sem þú vilt bæta við?

Ég í alvöru elska að hlaupa. Í gegnum hlaupið hef ég eignast vini, fundið hamingju, og nýtt áhugamál. Ég verð því ævinlega þakklát fyrir þessa íþrótt.

Hægt er að fylgjast með Sammi á Instagram-síðu hennar hér.

Sammi hleypur núna þrisvar til fjórum sinnum í viku.
Sammi hleypur núna þrisvar til fjórum sinnum í viku.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

Í gær, 23:59 „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »

Ætlaði að verða dýralæknir

Í gær, 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að líf hennar myndi aldrei ganga upp nema af því hún er svo vel gift. Þegar hún er ekki að vinna finnst henni best að vera með fjölskyldunni. Meira »

Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

Í gær, 18:26 Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi og þurfti að flytja inn á son sinn. Meira »

Nýtt útlit hertogaynjunnar vekur lukku

Í gær, 18:00 Katrín hertogaynja er aftur komin á stjá eftir mikla inniveru. Það geislaði af henni á Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum í bleikum kjól með nýja hágreiðslu. Meira »

Vel heppnað heimili við Ægisíðu

Í gær, 15:00 Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín.   Meira »

Flutti til Danmerkur og lærði að vefa

Í gær, 12:00 Ida María Brynjarsdóttir stundar nám við Skals højskolen for design og håndarbejde í Danmörku. Hún elskar handavinnu og hefur unum af því að gera fallegt í kringum sig. Sjálf er Ida 20 ára stúlka sem er alin upp í Borgarfirðinum. Meira »

Hugguleg heimaskrifstofa í Holtunum

Í gær, 06:00 Júlía Runólfsdóttir, grafískur hönnuður og annar stofnandi Studio Holt, hefur komið sér vel fyrir í huggulegri íbúð í Reykjavík. Meira »

Svöl 74 fm íbúð í Kópavogi

Í gær, 09:00 Við Þinghólsbraut í Kópavogi er falleg 74 fm íbúð þar sem hver fermertri er nýttur til fulls. Gráir og hvítir tónar mætast á sjarmerandi hátt. Meira »

Förðunarmistök sem skal varast

í fyrradag Það vill enginn fá bólur af vegna förðunarburstanir eru ekki þrifnir eða líta út eins og trúður af því að kinnaliturinn er settur á á rangan hátt. Meira »

Ástæður fyrir því að konur blotna ekki

í fyrradag Hormónar, sápur, stress og lélegur bólfélagi geta allt átt sinn þátt í því að konur blotna ekki í kynlífi.   Meira »

Kvöldrútína farsælla kvenna

í fyrradag Á meðan Ellen DeGeneres og Jennifer Aniston hugleiða fyrir svefninn þá fer Gwyenth Paltrow í heitt bað. Kvöldrútínan skiptir ekki síður máli en morgunrútínan. Meira »

Vandað og fallegt heimili

í fyrradag Litapallettan er heillandi á þessu fallega heimili sem staðsett er í Suður-Afríku. Fyrirtækið ARRCC sá um innanhússhönnun heimilisins og er djarft litaval og fjölbreyttur efniviður áberandi á heimilinu. Húsið sjálft var hannað af Zuckerman Sachs-arkitektastofunni. Meira »

„Bara ég og strákarnir“

í fyrradag Melania Trump hefði getað sungið þessi orð Emmsjé Gauta er hún klæddist jakkafötum rétt eins og eiginmaður sinn og forsætisráðherra Kanada gerðu þegar Trudeau-hjónin heimsóttu Hvíta húsið. Meira »

Er síminn ómissandi á klósettinu?

í fyrradag Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það fer að skrolla í gegnum Facebook á klósettinu. Síminn er sérstaklega góð sýklaferja. Meira »

Ert þú með skilnaðargenið?

14.10. Ný rannsókn gefur í skyn að skilnaðir gangi í erfðir. Það eru ekki endilega umhverfisþættir sem hafa áhrif.   Meira »

Heillandi hönnun Bryant Alsop

14.10. Eldhúsið er nokkuð stórt og vel skipulagt. Svartir og hvítir litir eru ríkjandi í eldhúsinu og má sjá svört blöndunartæki og svartan vask sem fellur vel inn í innréttinguna þar sem borðplatan er einnig svört. Meira »

„Guðbjörg Edda er mín fyrirmynd“

í fyrradag Kolbrún Hrafnkelsdóttir forstjóri Florealis er farin að hlakka til jólanna. Í samtali við Smartland segir hún frá ferlinum, vinnuumhverfinu, vonum og væntingum. Kolbrún fór úr því að þróa bóluefni gegn kókaíni svo dæmi sé tekið yfir í að þróa og framleiða jurtalyf. Meira »

8 ástæður fyrir því að taka sér persónulegan dag

14.10. Fólk tekur sér veikindadaga þegar það er með háan hita eða gubbubest. Stundum getur verið nauðsynlegt að taka veikindadag vegna andlegrar líðanar. Meira »

Við elskum þetta úr ERDEMxHM

14.10. ERDEMxHM línan mun mæta til Ísland 2. nóvember. Hér er hægt að sjá hvaða hlutir úr línunni heilla okkur mest!   Meira »

Myndi taka Rögnu með sem leynigest

14.10. Helga Vala Helgadóttir lögmaður játar að hún myndi bjóða Rögnu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, sem leynigesti í matarboð. Hún segir að stærsta áskorun haustsins sé að taka þátt í pólitíkinni í stað þess að vera að ybba sig uppi í sófa. Meira »