Missti 13 kíló eftir svakalegt áfall

Sammi Goldsmith breytti lífi sínu eftir að faðir hennar fékk ...
Sammi Goldsmith breytti lífi sínu eftir að faðir hennar fékk hjartaáfall. skjáskot/instagram

Sammi Goldsmith er 23 ára mastersnemi frá Norður-Karólínu sem hefur verið að hlaupa mikið síðustu þrjú árin en fyrir þrem árum fékk pabbi hennar alvarlegt hjartaáfall.

Tímaritið Women's Health fékk Sammi í viðtal og spurði hana út í áfallið sem lét hana gjörbreyta lífsstíl sínum og þar af leiðandi missa 13 kíló.

Hvað lét þig vilja byrja að hlaupa?

Pabbi minn fékk fyrsta af tveimur hjartaáföllum fyrir næstum þremur árum þegar ég var á þriðja ári í háskóla. Það að pabbi minn hafi næstum dáið hafði mikil áhrif á mig og ég byrjaði að lesa mig til um hjartaheilsu og ákvað að snúa lífi mínu á réttan veg. Ég lagði mesta áherslu á breytt og bætt mataræði og útihlaup.

Hversu oft hleypur þú?

Ég hleyp þrisvar eða fjórum sinnum í viku.

Hver er rútínan þín?

Ég hleyp léttilega fjóra til átta kílómetra. Í ræktinni tek ég spretti á hlaupabretti en úti hleyp ég annaðhvort mjög hratt 12 kílómetra eða skokka lengra en 12 kílómetra.

Keppir þú einhvern tímann?

Ég hef klárað tvö hálf maraþon og stefni á að hlaupa heilt maraþon á næsta ári. Ég ætla að hlaupa þriðja hálf maraþonið mitt í september. Ég elska að keppa í maraþonum.

Tekur þú þátt í öðrum íþróttum?

Ég var í körfuboltaliði þegar ég var í háskóla og núna er ég aðstoðarmaður fyrir körfuboltaliðið í Virginia Tech. Mig langar að verða körfuboltaþjálfari í framtíðinni. Ég lyfti líka mikið, fer í spinning og elda mikið.

Hvað færðu út úr því að hlaupa?

Það eru tveir hlutir sem að ég elska mest við það að hlaupa. Fyrsta er að finna fyrir stoltinu sem ég fæ þegar ég hleyp lengra en ég hef hlaupið nokkurn tímann áður. Það er svo frábært þegar maður uppgötvar það að líkaminn getur hluti sem þú helst að hann gæti aldrei gert. Seinna sem ég elska við það að hlaupa er samfélagið sem myndast í kringum þessa íþrótt. Ég á núna marga hlaupafélaga og ég elska að hlaupa með þeim langar vegalengdir þar sem að við tölum saman um okkar dýpstu leyndarmál og verðum enn nánari.

Getur þú lýst ferlinu þegar þú byrjaðir að léttast?

Þetta byrjaði allt saman þegar ég steig á vigtina hjá lækninum mínum og skammaðist mín ótrúlega. Vigtin sagði að ég væri 84 kíló en það var ekki fyrr en pabbi minn fékk hjartaáfall að ég breytti lifnaðarháttum mínum. Ég byrjaði að elda meira og drekka minna af gosi. Ég hætti alveg að borða morgunmatinn minn á McDonald's og ég fór að hreyfa mig meir. Eftir fjóra mánuði steig ég á vigtina og var orðin 74 kíló. Nú þremur árum seinna er ég 69 kíló.

Hver er leyndarmál þyngdartaps þíns?

Ég myndi segja að gera litlar lífstílsbreytingar og vera samkvæmur sjálfum sér. Til dæmis hætti ég að drekka gos og hef ekki gert það síðan. Það að drekka ekki mikið af kaloríum hjálpaði mér að léttast. Ég fer líka bara einu sinni eða tvisvar í viku úr að borða og borða miklu minna af kjöti. Að minnka sykur og fitu í matnum sem ég borðaði var líka mikilvægur partur.

Hvernig heldur þú þessu gangandi?

Ég byrjaði að blogga um heilsu og hreyfingu til þess að sýna allt sem ég elda og borða. Vinir sem ókunnugir biðja mig oft um ráð því þeim finnst mín saga vera hvetjandi. Það, ásamt sambandi mínu við pabba minn,  hvetur mig til þess að halda þessum heilbrigða lífsstíl áfram.

Er eitthvað sem þú vilt bæta við?

Ég í alvöru elska að hlaupa. Í gegnum hlaupið hef ég eignast vini, fundið hamingju, og nýtt áhugamál. Ég verð því ævinlega þakklát fyrir þessa íþrótt.

Hægt er að fylgjast með Sammi á Instagram-síðu hennar hér.

Sammi hleypur núna þrisvar til fjórum sinnum í viku.
Sammi hleypur núna þrisvar til fjórum sinnum í viku.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Skallar Harrys og Vilhjálms stækka

20:00 Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry eru ekki nema 35 ára og 33 ára. Hár þeirra er þó farið að þynnast töluvert og stefnir ekki í að þeir verði hárprúð gamalmenni. Meira »

Himnasending fyrir fólk með sokkablæti

16:00 Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson hafa ekki gengið í einlitum sokkum í mörg ár og ákváðu að taka sokkblæti sitt skrefinu lengra. Fyrr á þessu ári stofnuðu þeir fyrirtækið Smartsock sem gengur út á að selja litríka sokka í áskrift. Meira að segja forsetinn kaupir sokka af þeim. Meira »

Hið fullkomna dagskipulag

13:00 Er aldrei tími til að fara í ræktina eftir vinnu? Ertu að háma í þig vont kremkex rétt áður en vinnutíminn er búinn? Það má læra ýmislegt af vísindamönnum sem rannsakað hafa hvernig best er að haga lífinu og þar með dagskipulaginu. Meira »

Heimilislíf: „Hér slær hjartað“

10:00 Brynhildur Guðjónsdóttir er gestur í þættinum Heimilislífi. Hún býr í sögufrægri íbúð í vesturbæ Reykjavíkur. Listaverk eftir íslenska samtímamenn eru áberandi í íbúðinni og hugsað er út í hvert smáatriði. Meira »

Frá Tiffany og Co. yfir á Skólavörðustíginn

06:00 Orri Finnbogason byrjaði feril sinn í New York sem demantahlaupari og fékk síðar starf við demantaísetningar hjá Rolex og Tiffany & Co. Nú hafa hann og eiginkona hans hannað viðhafnarlínu sem frumsýnd verður á fimmtudaginn. Meira »

Hætt að fækka fötum fyrir hvað sem er

Í gær, 23:00 Ofurfyrirsætan Adriana Lima er loksins búin að átta sig á því, eftir 20 ár í bransanum, að sú ímynd sem hún stendur fyrir hefur skaðleg áhrif á margar konur. Meira »

Stal hárstílnum frá Leonardo DiCaprio

í gær Kate Hudson er glæsileg með stuttklippt hárið og fer ótroðnar leiðir í leit að innblæstri. Það er ekki svo slæm hugmynd að leita eftir drengjakollsinnblæstri frá drengslegum Leonardo DiCaprio. Meira »

Dregur Birgitta fram Írafárs-fötin?

í gær Beðið er eftir því með eftirvæntingu hvort Birgitta Haukdal dragi fram netagrifflurnar, hattana, loðstígvéin og skelli sér í ljós og strípur fyrir afmælistónleika Írafárs næsta sumar. Eins sjá má á myndum Morgunblaðsins var Birgitta með einstakan fatastíl. Meira »

Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

í gær Camilla Rut er ekki bara hress á Snapchat heldur líka hæfileikarík söngkona. Camilla, sem er mikið jólabarn og finnst ómissandi að eiga góð náttföt á jólunum, ætlar að halda jólatónleika með eiginmanni sínum. Meira »

Skúli mætti með Grímu

í gær Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Thorarensen. Meira »

Silfrað í lok ársins

í gær Stjörnurnar mættu í silfruðu á frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Silfraði liturinn hæfir bæði efnistökum myndarinnar sem og árstímanum. Meira »

Elskar kærustuna en langar í trekant

í fyrradag „Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki.“ Meira »

64 ára með tískublogg ársins

12.12. Lyn Slater er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún er á hátindi fyrirsætuferils síns. Slater sem er háskólaprófessor sló í gegn á árinu 2017 fyrir flottan og töffaralegan stíl. Meira »

Tveggja hæða penthouse í 101

12.12. Hvern dreymir ekki um tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað í 101 Reykjavík með útsýni út á sjó? Ef þú ert einn af þeim þá er þessi 121 fm íbúð við Klapparstíg 7 tilvalin fyrir þig. Meira »

Þegar lífið var „fullkomið“

12.12. „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Þráir að komast á hundasleða

11.12. Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Hárskrautið toppar jólahárið

12.12. Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. Meira »

Hlýlegt og nýmóðins í Kópavogi

12.12. Við Ásaþing í Kópavogi stendur ákaflega huggulegt 257 fm raðhús á tveimur hæðum. Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og stendur á fallegum útsýnisstað. Björgvin Sæbjörnsson, arkitekt á arkitektastofunni Apparat, hannaði húsið að utan og innan. Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

11.12. Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »

Pólitísk plott og átök

11.12. Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »