Matröðin rættist, hún var ólétt

Fóstureyðingin var henni mikil vitundarvakning.
Fóstureyðingin var henni mikil vitundarvakning. mbl.is/Thinkstock Photos

Ung kona að nafni Kassi Underwood skrifar pistill um reynslu sína að fara í fóstureyðingu þegar hún var aðeins 19 ára gömul. Hún ólst upp í Suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem fólk er mjög trúað og er yfirleitt á móti því að fara í fóstureyðingar. Hún lýsir því hvernig hún komst í gegnum þessa reynslu og hvetur annað fólk til þess að tala opinskátt um fóstureyðingar sínar.

Kassi Underwood.
Kassi Underwood. Skjáskot/womenshealth

Haustið 2004, þegar ég var í heimavist í háskóla, sat ég ein fyrir framan lækni þar sem að hann hreyfði varir sínar og sagði mér að mín helsta martröð væri að rætast: Ég var ólétt.

Ég ímyndaði mér alltaf að ég yrði hamingjusöm fyrst þegar ég varð ólétt. Ég myndi hringja hæstánægð í mömmu og segja henni gleðifréttirnar. Ég ætlaði að vera gift og með háskólagráðu og góðan ferill. En ég var bara 19 ára og var að vinna 15 tíma á viku í fatabúð þar sem að ég var þekkt fyrir að mæta full í vinnuna og ég var í sambandi með dópista sem ég hafði þekkt í tvo mánuði.

Kærastinn minn hringdi í mig þegar ég var enn hjá lækninum og ég sagði honum fréttirnar. Hann sagði mér strax að hann væri ekki tilbúinn í það að vera faðir.

Ég taldi mig alltaf vera á móti fóstureyðingum og það væri eitthvað sem að ég myndi aldrei gera. Samt var aðeins ein manneskja sem ég vildi tala við eftir að ég frétti þetta, yfirmanninn minn sem er eina kona sem hefur farið í fóstureyðingu sem ég þekki. 

„Þú veist hvað þú þarft að gera,“ sagði hún við mig strax.

Ég vissi það. En ég vissi ekki hvort að ég gæti höndlað fóstureyðingu. Ég ólst upp í mjög íhaldssömu umhverfi í Kentucky-fylki þar sem allir voru eru trúaðir og á móti fóstureyðingum. Það var engin kynfræðsla í skólanum mínum og foreldrar mínir töluðu aldrei við mig um getnaðarvarnir. Þau voru þessir týpísku suðurríkjabúar sem að héldu að ef þau töluðu um kynlíf við mig myndi ég fara að stunda það á fullu.

Semsagt, ég vissi ekkert hvert ég átti að fara til þess að fá fóstureyðingu. Yfirmaðurinn minn sagði mér hvert ég ætti að hringja en það var ekki til tími fyrr en eftir þrjár vikur sem átti að kosta mig rúmlega 40 þúsund krónur. Ég átti í mesta lagi 5.000 krónur og kærasti minn, dópistinn, átti minna.

Að hringja heim

Seinna um kvöldið, með hnútinn gjörsamlega í maganum, hringdi ég í mömmu mína.

„Hvað er að elskan?“ spurði hún mig hinum megin á línunni.

Ég reyndi að segja henni að það væri ekkert að en það kom ekkert upp úr mér. Í bakgrunninum heyrði ég pappa æpa „hún er ólétt er það ekki?“ og mamma spurði mig hvort sú væri raunin. Ég svaraði ekki. „Oh Kassi,“ hvíslaði hún og ég baðst afsökunar mörgum sinnum. Hún sagði mér að hvað sem ég ákvæði að gera væri útkoman ömurleg fyrir mig. Hún sagði að ef ég ákveði að halda barninu þá yrði ég að koma heim og þau ætluðu að hjálpa mér að ala það upp. Það var þá sem ég vissi að ég varð að fara í fóstureyðingu.

Að fara í fóstureyðingu

Nokkrum dögum fyrir tímann bilaði bíllinn minn. Þá átti ég aðeins 1.500 krónur eftir til þess að borga fyrir fóstureyðinguna. Nokkrum dögum seinna fékk ég ávísun upp á 40 þúsund krónur frá mömmu sem stóð á „Bílaviðgerð“.

Á spítalanum, rétt áður en ég fór í aðgerðina, skoðaði ég myndir frá mótmælum í Washington þar sem að barist var fyrir réttindum kvenna að fara í fóstureyðingu. Rúmlega milljón manns höfðu farið í mótmælagöngu fyrir rétt minn til þess að gera þetta og nú lá ég ein upp á spítala að gera það sem ég hélt ég myndi aldrei gera.

Eftirköstin

Mig dreymdi börn á hverju kvöldi næstu sex árin. Í drauminum eignaðist ég börn og drap þau, týndi þeim eða elskaði þau ótakmarkað. Ég vildi óska þess að það hefði verið léttara að yfirstíga sorgina en það var það erfiðasta sem ég hef gert.

Fyrir utan yfirmanninn minn, hef ég ekki fundið eina einustu konu til þess að tala við mig um fóstureyðingu sína. Ég leitaði í bókasöfnum en fann aðeins tvær bækur sem innihéldu ritgerðir frá konum sem höfðu farið í fóstureyðingu. Í einni bókinni sáu þær allar eftir ákvörðun sinni en í hinni sá engin eftir því. Ég áttaði mig fljótt á því að þessi umræða væri allt of pólitískt til þess að fá nein raunveruleg svör.

Næstu þrjú árin talaði ég mjög opinskátt um fóstureyðinguna mína og reyndi að trúa því að allt væri í lagi. Ég bældi niður allar óþægilegar tilfinningar sem ég fann en stuttu síðar braust þetta allt út í kvíðaköstum og þunglyndi.

Það var þá sem ég byrjaði að íhuga hugleiðslu og ákvað að fara að hitta kvenkyns heilara til þess að hjálpa mér að vinna úr sársaukanum.

Að lifa með sársaukanum

Ég vildi óska þess að ég hefði verið undirbúin fyrir allan þennan andlega sársauka sem að ég þurfti að lifa með fyrstu árin eftir fóstureyðinguna, ekki svo að ég gæti sleppt aðgerðinni, því þetta var mér mikil vitundarvakning. Ég styð nú fullkomlega réttindi kvenna til þess að fara í fóstureyðingar.

Nú er komin tími til að allar konur sem hafa gengið í gegnum fóstureyðingar komi saman og segi allan sannleikann, líka það sem við höfum verið hræddar um að segja frá. Ég trúi því ekki að svona margar af þeim konum sem að fara í gegnum þetta gera það einar og án þess að segja frá reynslu sinni.

Ef að þú hefur farið í fóstureyðingu talaðu um það, jafnvel ef þú ert hrædd. Gerðu það af því þú ert hrædd. Ef þér finnst of hræðilegt að segja frá sannleikanum fyrir þig sjálfa, gerðu það fyrir alla hina og við verðum öll frjáls. Ef þú ert ekki tilbúin haltu áfram að fikra þig áfram í myrkrinu. Við hin erum þar öll að leita með þér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál