Lyftingar ekki bara fyrir fitness-stjörnur

Michelle Franklin vill sýna að aldur er engin fyrirstaða.
Michelle Franklin vill sýna að aldur er engin fyrirstaða. samsett skjáskot/ Daily Mail

Michelle Franklin missti 50 kíló með því að stunda lyftingar og breyta matarræðinu. Franklin sem er 51 árs gömul amma vill sýna fólki að lyftingar eru ekki aðeins fyrir fitness-stjörnur á Instagram. 

Franklin byrjaði að taka til í sínu líf eftir að hún sá mynd af sér þar sem hún faldi sig á bakvið dóttur sína á útskriftardaginn hennar. Þegar hún leitaði ráða í líkamsræktarstöð var henni ráðlagt að stunda lyftingar með þessum líka árangri. 

Matarræðið hafði auðvitað sitt að segja en hún passaði hversu mikið af kolvetnum, prótíni og fitu hún borðaði þannig að það passaði við æfingarnar.  

Franklin sem keppir núna í kraftlyftingum vill hvetja konur sem eru komnar yfir fimmtugt til þess að stunda lyftingar. „Við búum í því samfélagi í dag þar sem að miðaldra konur vilja hugsa vel um sig og vilja setja líkama sinn og heilsu í fyrsta sæti. Ég er glöð yfir því að líkaminn minn er sterkur, útlitið er í raun í öðru sæti,“ sagði Franklin. 

Franklin segist vera lifandi sönnun þess að aldur skipti ekki máli og vill hún hvetja fólk til þess að byrja að stunda líkamsrækt í seinni hálfleik til þess að bæta heilsu sína.  

Fólk getur byrjað að hreyfa sig á hvaða aldursskeiði sem …
Fólk getur byrjað að hreyfa sig á hvaða aldursskeiði sem er. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál