Klósettpappír nýtist ekki bara á klósettinu

Hægt er að nota klósettpappír til þess að framkvæma ákveðnar …
Hægt er að nota klósettpappír til þess að framkvæma ákveðnar æfingar. skjáskot/Instagram

Kaisa Keranen er dugleg að birta líkamsræktarmyndbönd af sér á Instagram. Hún æfir ekki bara í ræktinni og utandyra heldur einnig á stofugólfinu heima hjá sér og þar er skortur á ræktartækjum engin fyrirstaða. 

Eins og sést á myndböndunum notar hún það sem til er á heimilinu til þess að framkvæma æfingarnar. Hún hefur til dæmis notað klósettrúllur og taukörfu auk þess að nota ferðatösku á hótelherbergi.

Miðað við þessi myndbönd ættu líkamsræktarkort eða skortur á lóðum ekki að vera afsökun fyrir æfingaleysi þar sem flestir eiga þessa hluti sem Keranen notar og ekkert mál er að ýta stofuborðinu til hliðar og svitna aðeins. 

Toilet Paper Workout 😁

A post shared by Kaisa Keranen (@kaisafit) on Feb 11, 2017 at 7:19am PST

Any Where | Any Time #JustMove

A post shared by Kaisa Keranen (@kaisafit) on Jul 22, 2017 at 7:32am PDT




Það þarf ekki dýr tæki og mikið pláss til þess …
Það þarf ekki dýr tæki og mikið pláss til þess að stunda líkamsrækt. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál