Afsannar mýtur um hollan mat

Lucy Mountain er heilsubloggari.
Lucy Mountain er heilsubloggari. Skjáskot/Instagram

Breskur heilsubloggari að nafni Lucy Mountain vill breyta því hvernig fólk hugsar um hollustu með því að afsanna nokkrar algengar mýtur sem segja fólki hvað sé „hollt“ eða „óhollt“. 

Mountain stillir saman tveim tegundum af mat þar sem á einni hlið er matur sem er talinn óhollur og á hinni matur sem er talinn hollur. Með myndunum sínir hún að „óholli“ maturinn er oft kaloríuminni en sá „holli“.

Vekur hún þá athygli á því að það sé allt í góðu að borða mat sem talinn er óhollur svo lengi sem það er í hófi. Hún minnir einnig á það að það sé ekkert alltaf endilega betra að borða eitthvað hollt og hvetur fólk til þess að borða það sem þeim finnst gott, svo lengi sem það er innan vissra marka. 

Handfylli af möndlum og handfylli af hlaupi

„Margir myndu kjósa að borða frekar möndluna fyrir bragðið eða næringuna, sem er auðvitað bara flott. Hins vegar eru margir sem myndu kjósa að borða möndluna, þó svo að þá langi frekar í hlaupið, því þeim liði eins og þeir væru að borða hollara. Hollusta fyrir mér er það sem lætur mér líða vel og þess vegna finnst mér mikilvægt að borða hluti sem bragðast vel. Mér finnst hlaup gott á bragðið og hlaup gerir mig hamingjusama.“

Kartöfluflögur og grænmetissnakk

„Þó svo að mismunurinn sé lítill myndi maður áætla að grænmetissnakkið væri mun kaloríuminna. Þetta er bara enn ein áminningin að það er oftast ekki mikill munur á vörunni sem er merkt sem „holl“ og því raunverulega. Svo borðaðu bara það sem þú vilt borða.“

Mjólkursúkkulaði og dökkt súkkulaði

„Þeir sem elska dökkt súkkulaði í raun, haldið því áfram. Hins vegar ef þér finnst mjólkursúkkulaði betra en neyðir sjálfa þig í að borða dökkt því þú hefur lesið að það sé „hollara“ fáðu þér bara mjólkursúkkulaði og njóttu þess. Fyrir þyngdartap er mjólkursúkkulaði í raun betra.“ 

Ávextir og þurrkaðir ávextir

„Ekki misskilja mig, þurrkaðir ávextir eru mun auðveldari að borða þegar þú ert á hlaupum. Svo þurrkaðir ávextir er góð hugmynd þegar þægindi eru í fyrirrúmi. Hins vegar ef þú ert að reyna að léttast er miklu betra að fá sér ferska ávexti.“

Fitandi matur og matur sem léttir þig

„Engin ein tegund af mat mun láta þig fitna. Ef þú borðar fleiri kaloríur en vanalega yfir langan tíma muntu gera það. En á sama hátt er engin ein tegund af mat sem lætur þig léttast. Hins vegar mun það að borða færri kaloríur en vanalega í langan tíma gera það.“

Hægt er að fylgjast með henni betur á blogginu hennar eða Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál