Gerir stólpagrín að líkamsræktarbloggurum

Edward Lane gerir grín af fólki með heilsutengt Instagram.
Edward Lane gerir grín af fólki með heilsutengt Instagram. skjáskot/Instagram

Edward Lane var kominn með nóg af því að aðstoða kærustu sína, Amy Hopkinsson, með heilsu-Instagramið hennar. Eftir 18 mánuði bak við myndavélina ákvað hann að stofna instagramsíðuna Wellness Ted. Á síðunni lýsir hann sér sem óhæfum einkaþjálfara og næringarfræðingi án þekkingar. 

Hugmyndin kveiknaði hjá Lane eftir að hann var búin að …
Hugmyndin kveiknaði hjá Lane eftir að hann var búin að vera aðstoða kærustuna sína við að taka Instagram-myndir. skjáskot/Instagram

Hann gerir stólpagrín að fólki eins og kærustu sinni sem birtir myndir af líkamsræktaræfingum og borðar hollan mat. Lane sést iðulega hálfber að ofan með teiknaða magavöðva að gera æfingar auk þess sem hann stillir sér upp í íþróttafötunum með óhollan mat. 

„Allt í einu stóð ég á sófanum fyrir aftan hana til þess að ná góðu sjónarhorni á einhvern óhollan hafragraut nálægt fótum hennar eða læddist vandræðalega framhjá henni til þess að forðast að lenda í morgunsögunni hennar. Mér fannst þetta allt saman brjálæði,“ sagði Lane í samtali við Mashable

Lane þótti nóg um fylgjendur áhrifavalda á Instagram og áhuga þeirra á leggings, prótíni og lárperum og sá tækifæri til þess að gera grín að þessu öllu saman. Honum finnst heilsusenan taka sig of alvarlega og er grínið ákveðið svar við því. 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál