„Appelsínuhúð er skraut líkamans“

Skjáskot/instagram

Einkaþjálfarinn Jessi Kneeland hefur unnið hörðum höndum upp á síðkastið að hjálpa konum að sætta sig við og fagna líkömum sínum.

Í vikunni deildi hún tveimur myndum af sér á Instagram þar sem hún var í ræktinni og vildi vekja athygli á appelsínuhúð eða „sparifitunni“ eins og hún kallar hana.

„Hæ, hefur þú hitt sparifituna mína? Hún eru þessir sætu spékoppar sem ná yfir læri og bakið mitt,“ skrifar hún undir myndina. „Sumt fólk telur sparifitu vera slæma, og munu reyna að sannfæra þig um að losa þig við hana, en við vitum betur. Sparifita er náttúrulegt, heilbrigt og innbyggt skraut fyrir líkamann (eða þannig sé ég það alla vega).“

Einn karlkyns fylgjandi Kneeland birti athugasemd undir mynd hennar þar sem hann segir appelsínuhúð ónáttúrulega og óheilbrigða. „Hættu að borða ruslfæði og farðu að brenna kaloríurnar sem þú setur í líkama þinn og þá fer þetta í burtu,“ skrifaði hann meðal annars.

Kneeland vakti athygli á þessari athugasemd með því að birta hana á Instagram-síðu sína með mynd af sjálfri sér meðfylgjandi.

„Sorry maður, ég vissi ekki að ég væri með appelsínuhúð því ég er allt of feit,“ skrifaði hún undir myndina sem sýnir hana í mjög góðu formi. „Ekki hafa neinar áhyggjur samt, ég og óheilbrigða líkamsfita mín ætlum bara að halda áfram að hjálpa konum að skilja að það er ekkert að appelsínuhúð (eða neinu öðru á líkömum þeirra) og tröll eins og þú eru heimsk og óupplýst.“

Skjáskot/instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál