Átti að deyja en sneri við blaðinu

Elena Goodall hefur heldur betur breytt um lífstíl.
Elena Goodall hefur heldur betur breytt um lífstíl. skjáskot/Instagrm

Hin 29 ára gamla Elena Goodall ákvað að snúa blaðinu við fyrir tveimur árum eftir að hún fékk þær fregnir hjá lækninum sínum að hún dæi fyrir fertugt ef hún héldi áfram að lifa eins og hún gerði. Nú er Goodall búin að missa 115 kíló og tók nýlega þátt járnkarlinum. 

Independent greinir frá því að Goodall hafi nær einungis borðað McDonalds og KFC. „Ég gat bara ekki hætt. Þetta var fíkn,“ sagði Goodall. En hún borðaði ekki bara eina stóra máltíð þegar hún settist niður heldur þrjár auk þess sem hún fékk sér auka franskar. 

„Ég gat ekki reimað skóna, hlutir sem fólk tekur sem sjálfsögðum gat ég ekki gert,“ sagði Goodall sem hefur heldur betur snúið við blaðinu.

Eftir að hún fékk dánarspádóminn hjá lækninum ákvað Goodall að gera eitthvað í sínum málum og byrjaði á að fara í magaminnkun, við það missti hún 69 kíló. Hún léttist síðan meira með því að taka mataræðið í gegn, hætti að borða skyndibita, og fór að hreyfa sig. Goodall er þó ekki of upptekin af tölunni á vigtinni, heilsan og líkamsformið skiptir meira máli.  

„Ég vil bara sanna það fyrir fólki að ef þú kemst á þetta stig, það er eitthvað sem þú getur gert og þú getur bjargað lífi þínu,“ sagði Goodall. 

Nú keppir Goodall í járnkarli.
Nú keppir Goodall í járnkarli. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál