10 fæðutegundir sem líkjast líffærum

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Allir hafa einhvern tímann heyrt að „við erum það sem við borðum“, en það geta verið meiri tengsl milli þess sem er gott fyrir okkur og líffærin en þig grunar. Samkvæmt grein á Woman’s Day, sem ég fann á netinu, eru að minnsta kosti 10 fæðutegundir sem líkjast þeim líffærum sem þær veita mesta næringu  en kannski er það bara ein af þessum tilviljun?

Mér fannst þetta áhugaverður og skemmtilegur listi og vel þess virði að skoða hann. Flestar þessar fæðutegundir eru góðar fyrir allan líkamann, en með hliðsjón af listanum getum við séð hvaða fæðu má neyta til að styrkja ákveðin svæði hans,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

1-GULRÆTUR: AUGU
Ef þú skerð gulrót í sneiðar er auðvelt að sjá hversu lík hún er auga manns – og ef þú skoðar sárið vel, sérðu jafnvel línur sem líkjast sjáaldrinu (ljósopinu) og lithimnunni. Gömlu munnmælin um að gulrætur séu góðar fyrir augun eru í fullu gildi, því í gulrótum er að finna mikið af vítamínum og andoxunarefnum eins og beta-karótíni, sem dregur úr líkum á hrörnun í augnbotnum, sem gjarnan leiðir til sjónleysis hjá eldra fólki.

2-VALHNETUR: HEILI
Fellingar og skorur á valhnetukjarna leiða hugann að öðru líffæri, nefnilega heilanum. Lögun hnetunnar er á vissan hátt eins og hægra og vinstra heilahvel. Því kemur ekki á óvart að stundum sé talað um valhnetur sem „heilafóður“, því í þeim er mikið af omega-3 fitusýrum, sem styrkja starfsemi heilans.

3-SELLERÍ: BEIN
Langir, grannir sellerístilkar líkjast beinum og eru líka góðir fyrir þau. Best er að borða lífrænt ræktað sellerí, en í selleríi er mikið af sílikóni, sem eru hluti af þeirri sameindagerð sem veitir beinum styrk. En það er ekki bara útlitið sem gerir sellerí líkt beinum líkamans, því 23% beina er natríum og það sama á við um sellerí.

4-AVÓKADÓ: LEG
Perulaga form avókadós líkist leginu en avókadó er einmitt talið styrkjandi fyrir æxlunarfærin. Avókadó er ríkt af fólínsýru en hún dregur úr hættu á misvexti í leghálsi, sem getur verið forstig leghálskrabbameins.

5-SKELFISKUR: EISTU
Ýmsar rannsóknir benda til þess að skelfiskur (clams), sem líkist eistum í laginu, sé góður fyrir kynfæri karla. Rannsóknir í Hollandi gefa til kynna að bætiefnin fólínsýra og sink – sem mikið er af í skelfiski – geti verulega bætti gæði sæðis hjá körlum.

6-GREIPALDIN: BRJÓST
Líkindin milli kringlóttra sítrusávaxta – eins og sítrónu og greipaldins – og brjóstanna eru næstum of mikil til að teljast tilviljun. Í greipaldin er efni sem kallast “limonoids”, en rannsóknir hafa sýnt að það hindrar framþróun krabbameinsfrumna í tilraunadýrum og brjóstafrumum úr konum.

7-TÓMATAR: HJARTA
Þegar þú skerð tómast í sundur sérðu að þetta rauða grænmeti er með fjölda hólfa sem líkjast uppbyggingu hjartans. Rannsóknir hafa leitt í ljós að lýkópen í tómötum, getur dregið úr hjartasjúkdómum, bæði hjá konum og körlum sem neyta þeirra, að ekki sé nú talað um ef bætti er við fitu eins og ólífuolíu eða avókadói, en olían og avókadóið leiða til þess að upptaka líkamans á lýkópeni allt að tífaldast.

8-RAUÐVÍN: BLÓÐ
Rauðvín, sem er ríkt af andoxunarefnum og pólýfenóli, þar á meðal hinu öfluga resveratroli, lítur út eins og blóð. Það hefur blóðþynnandi áhrif og dregur því úr líkum á blóðtöppum, sem tengjast heilablóðfalli og hjartasjúkdómum, auk þess sem það lækkar LDL-kólesterólið.

9-ENGIFERRÓT: MAGI
Allir sem hafa einhvern tímann teygt sig eftir engiferöli, þegar þeir hafa verið slæmir í maga, vita að engifer dregur úr ógleði. Því passar svo vel að engiferrótin skuli líkjast maganum. Efnið sem gefur engiferrót þessa sterku lykt og bragð kallast “gingerol” og rannsóknir sýna að það dregur úr ógleði og uppköstum.

10-SÆTAR KARTÖFLUR: BRISIÐ
Ílangar sætar kartöflur eru mjög líkar briskirtlinum og stuðla jafnframt að heilbrigðri starfsemi hans. Í sætum kartöflum er mikið af beta-karótíni, sem er öflugt andoxunarefni sem verndar alla vefi líkamans, þar á meðal briskirtilinn, frá eyðileggingu sem tengist krabbameinum og öldrun.

Kíktu endilega inn á síðu Women’s Day til að sjá myndir af öllum þessum fæðutegundum og hversu mikil líkindi eru milli þeirra og líffæra líkamans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál