Sagði bless við megrunarkúra og grenntist

Margt breyttist hjá Katie Dunlop eftir að hún fór að …
Margt breyttist hjá Katie Dunlop eftir að hún fór að hugsa um mat sem eldnseyti fyrir líkamann. skjáskot/Instagram

Líkamsræktarþjálfarinn Katie Dunlop byrjaði ekki að grennast fyrr en hún sagði skilið við hefðbundna megrunarkúra. Dunlop sem er í fanta fínu formi núna var 20 kílóum þyngri ekki alls fyrir löngu. 

Í samtalið við Shape segist hún hafa átt erfitt með að halda sér í réttri þyngd. „Ég prófaði tískumegrunarkúra og nokkur æfingaprógrömm en einhvern veginn endaði ég í mínu þyngsta. Á þeim tíma fannst mér ég ekki lengur vera ég sjálf. 

Þegar Dunlop áttaði sig á því að þetta snerist ekki um þyngdina og útlitið heldur hvernig henni leið breyttist margt. Hún fór að hugsa út í hvað hún var að borða. Í stað þess að fara á ákveðin megrunarkúr setti reyndi hún að gera það að lífstíl að borða heilsusamlegan mat. 

Sú hugsun að matur sé eldsneyti fyrir líkamann hjálpaði Dunlop mikið. Hún sætti sig við það að breytingarnar á líkamanum yrðu hægar eða engar svo lengi sem að henni liði betur. 

Þar sem Dunlop er mikill matgæðingur vissi hún að hún gæti aðeins náð árangri ef hún héldi áfram að njóta þess að borða. Hún segir að lykillinn hafi verið að læra nýjar girnilegar uppskriftir með hollu hráefni. Það hjálpaði henni mikið að minnka salt, olíu og ost. 

Það tók hana sex mánuði að ná tökum á matarræðinu. Það besta var að hún sá ekki einungis árangur á líkamanum heldur leið henni einnig betur. Í dag borðar hún fimm máltíðir á dag og reynir að borða grænmeti, ávexti, kjúkling, fisk og hnetur. 

Hún mælir með því fyrir þá sem eru að byrja að breyta til hjá sér að taka eitt skref í einu. „Finndu hvað þú átt í erfiðleikum með, hvort sem það er nammi eða kvöldsnarl og reyndu rólega gera hollar breytingar,“ sagði Dunlop. 

Dunlop líður betur líkamlega og andlega eftir að hún fór …
Dunlop líður betur líkamlega og andlega eftir að hún fór að borða hollari mat. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál