Betra að þrífa en að hlaupa 5 kílómetra

Það getur margborgað sig að skrúbba heimilið sitt vel.
Það getur margborgað sig að skrúbba heimilið sitt vel. mbl.is/Thinkstockphotos

Það þarf ekki alltaf að reima á sig hlaupaskóna til þess að brenna nokkrum kaloríum. Samkvæmt könnun sem Good Housekeeping greindi frá nær fólk að brenna allt að 600 kaloríum við tveggja tíma haustþrif. 

Þátttakendurnir brenndu 602 kaloríum við það að þrífa heima hjá sér í tvo klukkutíma á meðan þeir brenndu aðeins 374 kaloríum við það að hlaupa fimm kílómetra. 

Þátttakendurnir þurrkuðu af, sópuðu, þrifu baðherbergið, ryksuguðu og þrifu glugga. Gluggaþvotturinn virtist hafa reynt mest á en fólk brenndi 115 kaloríum við það eitt að þrífa glugga í 20 mínútur. Af þeim heimilsstörfum sem leyst voru af hendi kom það að ryksuga verst út en fólk brenndi 86 kaloríum við það að ryksuga í 20 mínútur. 

Notuð voru FitBit-úr til þess að telja kaloríubrunann og má því ef til vill deila um hversu vísindaleg könnunin var. Það má þó örugglega slá því föstu að það sé ágætislíkamsrækt að taka vel til heima hjá sér. 

Hlaupabrettið er ekki alltaf eina leiðin til þess að brenna …
Hlaupabrettið er ekki alltaf eina leiðin til þess að brenna nokkrum kaloríum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál