Fær mikið út úr því að rífa í lóðin

Hildur Kristín Stefánsdóttir hugsar vel um heilsuna.
Hildur Kristín Stefánsdóttir hugsar vel um heilsuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir er dugleg að lyfta lóðum. Eins og svo margir er hún með það markmið þessa dagana að koma meiri reglu á hreyfinguna sína. 

Hvað ger­ir þú til að halda þér í formi?

Ég stunda aðallega lyftingar. Að lyfta lóðum hefur verið í uppáhaldi lengi og ég verð eiginlega að fá einhverja þannig útrás. Þótt að jóga sé gott inn á milli þá finnst mér róleg líkamsrækt ekki gefa mér sama „kick“ og góð lyftingaræfing. Svo fer ég líka í sund nokkrum sinnum í viku, syndi ekki en sit í pottunum og gufunni. Það er ótrúlega góð og mikilvæg slökun.

Færð þú spark í rass­inn á haust­in og dríf­ur þig í leik­fimi?

Ekki sérstaklega á haustin. Ég var til dæmis miklu duglegri í ræktinni í sumar en í vetur. Ég tek oft tarnir þar sem ég er mjög dugleg í ræktinni í einhvern tíma og svo kemur kannski vinnutörn eða útlandaferð og þá dett ég út í smá tíma. Mitt markmið þessa dagana er að koma meiri reglu á þetta yfir allt árið.

Hvað færðu út úr hreyf­ingu?

Aðallega andlega vellíðan. Ég finn rosalega mikinn mun á jákvæðni og orku þegar ég er dugleg að mæta í ræktina. Þá kem ég oft meiru í verk líka.

Hugs­ar þú vel um mataræðið?

Já en ég er hætt í öfgum. Ég hef prófað alls konar kúra og mataræði en ég fæ alltaf leið á því að hugsa svona mikið um mat. Ég var á paleo-matarræði mikinn part á síðasta ári en svo fannst mér leiðinlegt að láta matarræði stjórna lífinu. Ég held að langbesta jafnvægið sé fólgið í að finna út hvað lætur manni líða vel án svakalegrar fyrirhafnar. Matarræði sem fellur vel að daglega lífinu. Svo á maður líka að hafa gaman af því að borða og leyfa sér mat sem gleður mann reglulega!

Hvað borðar þú til að láta þér líða bet­ur?

Vel samsettan mat. Finnst frábært að fara á Bergsson eða Gló eða svona veitingastaði þar sem maður fær kúfaðan disk af allskonar hollum mat sem lætur manni líða vel.

Ertu með ein­hverja ósiði sem þú þarft að venja þig af?

Ég á það til að borða mjög óreglulega ef ég er stressuð og mikið er að gera. Það er um það bil versta hugmyndin því á þannig dögum þarf maður akkúrat mikið á næringu og orku að halda.

Hvað kem­ur þér í gott skap?

Góð tónlist og góður matur helst í góðum félagsskap. Klikkar seint!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál