Fær mikið út úr því að rífa í lóðin

Hildur Kristín Stefánsdóttir hugsar vel um heilsuna.
Hildur Kristín Stefánsdóttir hugsar vel um heilsuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir er dugleg að lyfta lóðum. Eins og svo margir er hún með það markmið þessa dagana að koma meiri reglu á hreyfinguna sína. 

Hvað ger­ir þú til að halda þér í formi?

Ég stunda aðallega lyftingar. Að lyfta lóðum hefur verið í uppáhaldi lengi og ég verð eiginlega að fá einhverja þannig útrás. Þótt að jóga sé gott inn á milli þá finnst mér róleg líkamsrækt ekki gefa mér sama „kick“ og góð lyftingaræfing. Svo fer ég líka í sund nokkrum sinnum í viku, syndi ekki en sit í pottunum og gufunni. Það er ótrúlega góð og mikilvæg slökun.

Færð þú spark í rass­inn á haust­in og dríf­ur þig í leik­fimi?

Ekki sérstaklega á haustin. Ég var til dæmis miklu duglegri í ræktinni í sumar en í vetur. Ég tek oft tarnir þar sem ég er mjög dugleg í ræktinni í einhvern tíma og svo kemur kannski vinnutörn eða útlandaferð og þá dett ég út í smá tíma. Mitt markmið þessa dagana er að koma meiri reglu á þetta yfir allt árið.

Hvað færðu út úr hreyf­ingu?

Aðallega andlega vellíðan. Ég finn rosalega mikinn mun á jákvæðni og orku þegar ég er dugleg að mæta í ræktina. Þá kem ég oft meiru í verk líka.

Hugs­ar þú vel um mataræðið?

Já en ég er hætt í öfgum. Ég hef prófað alls konar kúra og mataræði en ég fæ alltaf leið á því að hugsa svona mikið um mat. Ég var á paleo-matarræði mikinn part á síðasta ári en svo fannst mér leiðinlegt að láta matarræði stjórna lífinu. Ég held að langbesta jafnvægið sé fólgið í að finna út hvað lætur manni líða vel án svakalegrar fyrirhafnar. Matarræði sem fellur vel að daglega lífinu. Svo á maður líka að hafa gaman af því að borða og leyfa sér mat sem gleður mann reglulega!

Hvað borðar þú til að láta þér líða bet­ur?

Vel samsettan mat. Finnst frábært að fara á Bergsson eða Gló eða svona veitingastaði þar sem maður fær kúfaðan disk af allskonar hollum mat sem lætur manni líða vel.

Ertu með ein­hverja ósiði sem þú þarft að venja þig af?

Ég á það til að borða mjög óreglulega ef ég er stressuð og mikið er að gera. Það er um það bil versta hugmyndin því á þannig dögum þarf maður akkúrat mikið á næringu og orku að halda.

Hvað kem­ur þér í gott skap?

Góð tónlist og góður matur helst í góðum félagsskap. Klikkar seint!

mbl.is

Er hægt að stækka brjóst með fituflutningi?

08:30 Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, er spurð að því hvort hægt sé að stækka brjóst með því að sjúga fitu af öðrum líkamshlutum. Meira »

„Ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu“

Í gær, 23:59 „Í hvert skipti sem ég hitti konu, ég veit ekki, ég þjáist af mjög sérstökum félagslegum klaufaskap. Það er erfitt fyrir mig að virka á allan hátt, þar á meðal að anda. Afleiðingin: ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu.“ Meira »

Vann sig í gegnum erfiða lífsreynslu

Í gær, 21:00 „Á þessum tíma var ég að vinna mig frá erfiðum tímabilum sem höfðu bankað upp á í mínu lífi og ég bara verð að viðurkenna að það opnaðist nýr heimur fyrir mér þegar ég lærði markþjálfunina og í framhaldinu einnig NLP-markþjálfun.“ Meira »

Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Í gær, 18:00 „Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lærir á lífið. Það er yndisleg tilfinning að fá svona litla mannveru í hendurnar og takast á við þau verkefni sem fylgja því,“ segir Olga Helena Ólafsdóttir. Meira »

Tíu plastlausir andlitsskrúbbar

Í gær, 15:00 „Almenningur er farinn að átta sig á áhrifum plastnotkunar en örplast í snyrti- og hreinsivörum, sérstaklega í skrúbbum og tannkremum, er byrjað að valda mikilli umhverfismengun í hafinu. Örplast er eins og svampur og drekkur í sig eiturefni umhverfis það, fiskarnir gleypa örplastið, við borðum fiskinn og þannig veldur þessi hringrás því að við erum að innbyrða þessi hættulegu efni.“ Meira »

Spikið burt með einum plástri

Í gær, 12:17 Vísindamenn eru að þróa plástra sem geta minnkað fitu um 20 prósent. Bráðum getum við sleppt því að fara í ræktina og plástrað á okkur líkamann. Meira »

Áföllin komu Thelmu áfram

í gær Thelma Dögg Guðmundsen opnaði sinn eigin vef á dögunum, Guðmundsen.is. Sjálf kynntist ég Thelmu örlítið þegar hún keppti í Ísland Got Talent í fyrra en hún syngur ákaflega vel og heillaði áhorfendur upp úr skónum. Thelma segir að áföll í lífinu hafi komið henni á þann stað sem hún er núna á. Meira »

Korter í áttrætt með hárlengingar

Í gær, 11:00 Jane Fonda mætti mætti í bleikum kjól með hárlengingar og sléttað hár á Emmy-verðlaunahátíðina. Hárgreiðslan var ágætis tilbreyting frá annars fallega liðaða hárinu sem hún hefur skartað að undanförnu. Meira »

Baðkarið var í eldhúsinu

í gær Hollywood-stjörnur á borð við Susan Sarandon búa yfirleitt í glæsihýsum en það er ekki þar með sagt að þær hafi alltaf gengið um á marmara. Meira »

Trúboðastellingin sú næsthættulegasta

í fyrradag Nú er það komið í ljós að gamla góða rólega trúboðastellingin er alls ekki eins einföld og fólk heldur.   Meira »

Fallegt hönnunarhús í Hafnarfirði

í fyrradag Við Miðholt í Hafnarfirði stendur glæsilegt 199 fm einbýli sem byggt var 1992. Hugsað er út í hvert smáatriði í húsinu.   Meira »

Brjóstastækkun eftir barnsburð

í fyrradag Íslensk kona spyr Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni hvað hún þurfi að bíða lengi eftir barnsburð til að láta laga á sér brjóstin. Meira »

Þessar tóku feilspor á rauða dreglinum

í fyrradag Það er ekki alltaf hægt að mæta best klæddur á rauða dregilinn. Reese Witherspoon og Modern Family-stjörnurnar Ariel Winter og Sarah Hyland fengu að finna fyrir því á Emmy-verðlaunahátíðinni. Meira »

Bergur Þór Ingólfsson stjarna kvöldsins

18.9. 1984 í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Ekki varð þverfótað fyrir þekktu fólki á frumsýningunni. Meira »

Réttar æfingar fyrir hvern líkamsvöxt

17.9. Það gæti verið að uppáhaldslíkamsræktaræfingin þín sé ekki að gera mikið fyrir þig. Hvort er þú þéttvaxinn, grannvaxinn eða kraftmikill? Meira »

Grindarbotnsvöðvarnir láta þig planka rétt

17.9. Það eru ekki bara nýbakaðar mæður sem eiga gera grindarbotnsvöðvaæfingar. Ef þú nærð til dæmis ekki að virkja grindarbotnsvöðvana í planka er staðan ekki rétt. Meira »

Einkabörn halda oftar framhjá

í fyrradag Slæmar fréttir fyrir þá sem eru í sambandi með einkabarni en samkvæmt nýjustu tölum eru þau mun líklegri til þess að halda framhjá maka sínum. Meira »

„Hrein bilun að gefa ómálga barni ís“

18.9. Sigrún Þorsteinsdóttir, klínískur sálfræðingur og umsjónarmaður vefsíðunnar Café Sigrún, hefur ekki borðað sykur í fjöldamörg ár. Meira »

Fjórar ferskar munnmakastellingar

17.9. Það liggur beinast við fyrir konur að liggja á bakinu þegar þeim eru veitt munnmök. Hins vegar er ekki bara gott að breyta aðeins til öðru hverju heldur bráðnauðsynlegt. Meira »

Elskar fellingarnar vegna nektar-jóga

17.9. Fyrir tveimur árum uppgötvaði hin 28 ára Jessa O'Brien nektar-jóga og lærði þannig að elska sjálfa sig.   Meira »