10 óþolandi hlutir sem fólk gerir í ræktinni

Það er um að gera að þurrka svitann af tækjunum …
Það er um að gera að þurrka svitann af tækjunum eftir notkun. mbl.is/Thinkstockphotos

Það kannast allir við pirrandi týpuna í ræktinni. Þetta er þó ekki alltaf sama manneskjan, það fer eftir hvað fer í taugarnar á hverjum og einum. Reebook spurði konur og karla á aldrinum 16 til 44 ára hvað færi mest í taugarnar á þeim í fari annars fólks í ræktinni. 

Hér kemur listinn: 

1. Þegar ekki er gengið frá lóðunum. 

2. Þegar ekki er þurrkað af tækjum eftir notkun.

3. Þegar einhver situr á tæki og er ekki að nota það. 

4. Þegar einhver tekur allan bekkinn í búningsklefanum fyrir dótið sitt. 

5. Þegar hlustað er á tónlist án heyrnartóla. 

6. Þegar drollað er við drykkjarkranann. 

7. Að tala í símann í ræktinni. 

8. Þegar einhver gengur um búningsklefann nakinn. 

9. Ef einhver er að senda SMS í hóptíma. 

10. þegar hlustað er á tónlist of hátt. 

Nú er spurning hvort einhverjir þurfi að líta í eigin barm og endurhugsa hvernig þeir haga sér í ræktinni. 

Ferð þú í taugarnar á næsta manni í ræktinni?
Ferð þú í taugarnar á næsta manni í ræktinni? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál