Kolsvört sykurskýrsla

„Þorgrímur Þráinsson náði frábærum árangri á sínum tíma þegar hann gekk vasklega fram gegn reykingum landsmanna. Auglýsingar og áróður gegn sígaréttum voru beinskeyttar og kannski þótti mörgum vera alið á hræðsluáróðri en nú vitum við að sígarettureykingar eru alveg jafn hræðilegar og haldið var fram og bara verið að fara með staðreyndir. Sykur er án nokkurs vafa mesta heilsuvá sem við stöndum frammi fyrir í dag og nú er nauðsynlegt að fara að gera eitthvað í okkar málum því staðreyndirnar eru skelfilegar,“ segir Gunnar Már Kamban í sinni nýjustu grein en hann er lesendum Smartlands innan handar í Sykurlausum september á Smartlandi: 

200 TESKEIÐAR AF SYKRI Á VIKU!

Fyrir það fyrsta eru við erum að borða margfalt það magn sem við ættum að vera að borða en meðalsykurneysla Íslendinga yfir árið er yfir 50 kg af sykri eða um 200 tsk á viku. Við erum Norðurlandameistarar í sykuráti.

Neyslan er rosalega og afleiðingarnar í takt við það. Samkvæmt skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) frá 2013 sem birt var í læknablaðinu Lancet eru Íslenskar konur yfir tvítugu þær feitustu í Vestur-Evrópu og Íslenskir karlmenn yfir tvítugu næst feitastir. Fram kemur í Guardian sem fjallaði um þessa skýrslu WHO að samkvæmt rannsókninni séu 73,6% íslenskra karlmanna yfir tvítugu of feitir eða þjáist af offitu.

LEIKSKÓLABÖRN BORÐA UM 19 KG AF SYKRI Á ÁRI

Fjórðungur allrar sykurneyslu Íslendinga er í formi gos- og sykurdrykkja
Íslendingar drekka að meðaltali um 130 lítra af gosdrykkjum á ári. Á þetta hefur Vilhjálmur Ari Arason læknir bent og nefnir auk þess sælgæti, orkudrykki og sykraðar mjólkurvörur. 

Náttúrulækningafélag Íslands hefur bent á að neysluhlutfall barna sé jafnvel enn hærra en hjá fullorðnum en samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum borðar leikskólabarn að meðaltali 54 grömm af sykri á dag eða yfir 19 kíló af hreinum sykri á ári.
  
70-80% LÍKUR Á OFFITU

Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, sagði í viðtali fyrir nokkru að algengustu afleiðingar offitu séu áunnin sykursýki, hár blóðþrýstingur, auk hjarta- og æðasjúkdóma en þeir eru algengasta dánarorsökin hér.

Offita í barnæsku eykur líkur á offitu á fullorðinsaldri og segir Axel rannsóknir sýna að séu börn of feit séu 70-80 prósent líkur á offitu þeirra á fullorðinsaldri. Sé barn í eðlilegum holdum séu ekki nema 7-10 prósent líkur á að það glími við offitu síðar á ævinni.

5 ÞÚSUND MANNS Á ÍSLANDI MEÐ SYKURSÝKI

Hundrað manns fara í offitumeðferð á ári hverju og sjúklingarnir verða sífellt yngri. Tíðni sykursýki 2 hefur aukist um helming hjá körlum og rúmlega tvo þriðju hjá konum. Það eru tæplega 5 þúsund manns með sykursýki á Íslandi og 90% er áunnin sykursýki.

Gunnar Már Kamban er höfundur bókarinnar Hættu að borða sykur …
Gunnar Már Kamban er höfundur bókarinnar Hættu að borða sykur og hveiti.


KOSTNAÐURINN ER HÁR

Tveir þriðju hlutar dauðsfalla og stór hluti örorku orsakast af sjúkdómum sem tengjast lífsstíl. Mataræði er stærsti einstaki áhættuþáttur heilsu Íslendinga að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sem mælir nú með að enn verði hert á takmörkunum á magni af sykri í matvælum. Einnig er stofnunin nú farin að telja með sykur í söfum, þykknum og sýrópum sem ekki hefur verið gert áður. Nýjustu ráðleggingarnar eru að daglegt magn fari ekki yfir 6 tsk af sykri á dag fyrir fullorðinn einstakling eða ekki yfir 42 tsk á viku. Við erum að borða fimmfalt það magn að meðaltali.

SÍBS telur að kostnaður hins opinbera af völdum offitu geti numið kr 5–10 milljörðum á ári hér á landi út frá fyrirliggjandi rannsóknum og alþjóðlegum samanburði.  Langvinnir, lífsstílstengdir sjúkdómar valda 86% allra dauðsfalla í okkar heimshluta.Vandinn er af þeirri stærðargráðu að hann stendur í vegi fyrir hagvexti um allan heim og er að sliga heilbrigðiskerfi samtímans.


Í skýrslu Háskólans á Bifröst sem gerð var fyrir heilbrigðisráðuneytið í nóvember 2008 kemur fram að þjóðhagslegur sparnaður af því að lækka meðalþyngd landsmanna um eitt BMI stig sem gæti samsvarað því að léttast um 3 kg nemi um kr. 1,5 milljarð á ári á verðlagi dagsins í dag.

HVAÐ GETUM VIÐ GERT?

Árið 1980 voru 875 milljónir manns of þungir eða þjáðust af offitu í heiminum. Í dag er þessi tala ríflega 2 milljarðar. Rannsókn sýnir að engin þjóð í heiminum hefur snúið þróuninni við en í sumum ríkjum hefur tekist að koma í veg fyrir að það fjölgi í þessum hópi.
Við Íslendingar erum ótrúleg þjóð þegar við ætlum okkur eitthvað og getum áorkað ótrúlegustu hluti þegar við einbeitum okkur og sameinumst. Ég legg til að við sameinumst núna og gerum þjóðarátak í því að minnka sykurneysluna. Það er auðvitað margt annað sem spilar inn í og við ættum að bæta en einhversstaðar verðum við að byrja og ég legg til að það sé sykurinn sem við einbeitum okkur að og byrjum á að minnka sykurneysluna. Fyrir okkar eigin heilsu, fyrir heilsu barnanna okkar og fyrir heilbrigðiskerfið. Við getum þetta.

Gunnar Már er höfundur rafbókarinnar Hættu að borða sykur og hveiti sem er rafbók og 21 dags prógramm sem er skref-fyrir-skref áætlun til að minnka sykur og hveiti í mataræðinu. Þú getur lesið meira um það hér: www.habs.is

 

Viltu vera með í Sykurlausum september á Smartlandi? Skráðu þig í stuðninghópinn HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál