Megrunarhlé besta megrunin

Líkaminn bregst ekki alltaf vel við löngum og ströngum megrunarkúr.
Líkaminn bregst ekki alltaf vel við löngum og ströngum megrunarkúr. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir grípa til þess ráðs að fara í megrun til þess að grennast. Ný rannsókn sem Women's Health greinir frá bendir til þess að það getur skilað betri árangri að taka hlé á megruninni. 

Vísindamenn skiptu of feitu fólki í tvo hópa sem átti að vera í megrun í 16 vikur. Kaloríuinntaka fólksins átti að minnka um einn þriðja. Á meðan annar hópurinn var í megruninni samfellt í 16 vikur byrjaði hinn hópurinn í megrun fyrstu tvær vikurnar. Næstu tvær vikur hætti það í megruninni og hugsaði bara um að borða hollara. Það byrjaði svo aftur á megruninni í tvær vikur og þannig hélt það áfram í 30 vikur. 

Í ljós kom að fólk sem tók pásu í megruninni missti fleiri kíló en þeir sem voru í megrun samfellt í 16 vikur. Sex mánuðum eftir að það hætti í megruninni höfðu einstaklingarnir í seinni hópnum misst að meðaltali fleiri kíló en þau í 16 vikna samfelldu megruninni. 

Vísindamennirnir vilja meina að ákveðið líffræðilegt ferli fari af stað í líkamanum þegar fólk fer í megrun sem gerir það að verkum að það léttist hægar og í sumum tilfellum þyngist. 

Langir megrunarkúrar eru ekki alltaf svarið.
Langir megrunarkúrar eru ekki alltaf svarið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál