Ertu að koma í veg fyrir svitalyktina rétt?

Það vill enginn vera með svitalyktareyði.
Það vill enginn vera með svitalyktareyði. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er fastur liður hjá mörgum að setja á sig svitalyktareyði áður en farið er út úr húsi á morgnana. Það er tóm vitleysa ef notaður er svitalyktareyðir sem vinnur að því að koma í veg fyrir svita (e. antiperspirant) ef eitthvað er að marka mál læknisins Dawn Harper í Cosmopolitan. Annað mál gildir ef til vill um svitalyktareyði sem vinnur að því að kaffæra lyktina (e. deodorant). 

Samkvæmt Harper á að nota slíkan svitalyktareyði þegar maður er hreinn undir höndunum. Hins vegar skal varast að setja hann strax eftir sturtu þar sem það skiptir máli að handarkrikinn sé alveg þurr. 

Það er hluti af morgunrútínunni hjá mörgum að setja á sig svitalyktareyði. Harper segir það vera varhugavert. Hún mælir með því að svitalyktareyðir sé notaður á kvöldin rétt áður en farið er að sofa svo að hann nái að fara alveg inn í húðina. „Láttu hann vera yfir nótt og þvoðu síðan leifarnar um morguninn með sápu og vatni,“ segir Harper. 

Ekki nóg með það að Harper segi að ekki eigi að nota svitalyktareyði á morgnana heldur segir hún líka að það sé nóg að nota hann einu sinni til tvisvar í viku, tvær strokur upp og tvær niður. 

Tvær strokur upp, tvær strokur niður einu sinni til tvisvar …
Tvær strokur upp, tvær strokur niður einu sinni til tvisvar í viku er nóg. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál