Á hvaða tíma dags er besta að hreyfa sig?

Gott er að taka styrktaræfingu síðdegis.
Gott er að taka styrktaræfingu síðdegis. mbl.is/Thinkstockphotos

Women's Health fékk líkamsræktarþjálfarann Kate Allott til þess að svara því á hvaða tíma dags væri best að hreyfa sig. Spurningin er einföld en svarið er aðeins flóknara. Það fer nefnilega eftir því hvaða árangri þú vilt ná hvenær þú átt að hreyfa þig. 

Á morgnana fyrir þá sem vilja grennast og hvíla sig á kvöldin

Alott segir að það sé betra að æfa á morgnana ef markmiðið er að grennast. Auk þess sem fólk sem æfir á morgnana mætir betur þar sem það sem dagurinn ber í skauti sér hefur ekki áhrif á hvort að fólk komist í ræktina eða hafi orku í það. 

Hún segir einnig að þeir sem æfa á morgnana eru líklegri til þess að standa við markmiðið sem það hefur sett sér hvað varðar mataræði. Auk þess sem að fólk er búið að vekja vöðvana og er því líklega til þess að hreyfa sig yfir daginn og halda áfram að brenna kaloríum. 

Styrktarþjálfun á kvöldin

Það getur verið kostur að æfa á kvöldin ef þú vilt þjálfa upp styrk. Maturinn sem þú hefur borðað yfir daginn gefur þér orku. Auk þess sem testósterón er virkara á kvöldin, bæði hjá körlum og konum. Líkaminn er að framleiða testósterónið og er klár í að framleiða enn meira þegar æfingin byrjar. 

Þegar æft er síðdegis er líkamshitinn kominn upp og lungun eru í toppástandi. Þú hefur meiri liðleika og hreyfigetu til þess að framkvæma æfingar. 

Það er afbragð að byrja á góðum spinningtíma á morgnana.
Það er afbragð að byrja á góðum spinningtíma á morgnana. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál