Forðast það sem fitar og skaðar

Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringaþerapisti og hjúkrunarfræðingur rekur veitingastaðinn Yogafood.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringaþerapisti og hjúkrunarfræðingur rekur veitingastaðinn Yogafood.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringaþerapisti, hjúkrunarfræðingur og eigandi Yogafood segir að það sé fátt sem gleðji hana meira en ilmurinn af nýbökuðu brauði. Í nýjum pistli talar hún um glútein og glúteinóþol sem er mun algengara en við höldum: 

Ástæðan fyrir þessu vali er í fyrsta lagi sú, að mig langar að gefa þeim sem eru með ofnæmi eða óþol, eða sem finna fyrir einhverjum óþægindum vegna glútens, tækifæri á að borða góðan mat án vandræða.

Í öðru lagi er ég að gera mitt til að vera samkvæm sjálfri mér sem næringarþerapisti og jógaiðkandi. Ég stunda yoga og æfi mig ekki bara á mottunni heldur einnig í jógískum siðareglum. Ahimsa, þýðir „do no harm“, ekki skaða, alla vega ekki vísvitandi, hvorki sjálfa þig né aðra. Sem næringarþerapisti með 25 ára starfsreynslu, veit ég hvernig líkaminn og sál virkar sem ein heild og hvernig og hvaða matur getur laðað fram bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð í líkamanum. Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum. Þess vegna er meðal annars ekkert glúten í matnum hjá Yogafood. 

Vort daglega brauð …að meiða þig?

Það er fátt sem getur framkallað eins mikla framleiðslu af gleðihormónum í mér eins og ilmurinn af nýbökuðu brauði! Að bíta í væna sneið af góðu mjúku brauði með brakandi skorpu smurða með fullt af alvöru íslensku smjöri. Namminamm! En Eva var ekki lengi í Paradís og ég ekki heldur. Gleðin varir því miður allt of stutt og er oftast dýrkeypt, sem er megin ástæðan fyrir því, að ég leyfi mér sjaldan þann munað að borða þannig brauð. Ástæðan er glúten. Gleðigjafarnir, sem vöknuðu við ilm og bragð af glúteninu, verða að víkja fyrir reiðum streituhormónum og ónæmiskerfið bregst við með mótefnum og bólgum sem leiða af sér óþægindi og verki, fyrst í meltingarvegi og síðar, í mínu tilfelli, í liðum.

Ég er með glútenóþol. Ég er ekki ein í þessum hópi. Persónulega hef ég, á mínum starfsferli, hitt mjög marga sem finna fyrir meira eða minna óþægilegum og alvarlegum einkennum sem tengjast glúteni.

Meltingarkerfi;

Loft í maga og vanlíðan.
Uppblásinn kviður og verkir.
Hægðartrega.
Lausar hægðir og niðurgangur.

Stoðkerfi;

Verkir og bólgur í liðum, liðamótum í t.d. hnjám, mjaðmagrind, hálsi og herðum. 
Bólga, spenna og verkir í vöðvum, festingum og bandvef t.d. í öxlum, herðum, lærum og baki.
Höfuðverkur.

Tauga-, innkirtla- og hormónakerfi;

Þreyta, bjúgur, vökvasöfnun, þyngdaraukning, „heila þoka“, höfuðverkur, óróleiki, sljóleiki og einbeitingarskortur, kvíði, ADD (athyglisbrestur), ADHD (athyglisbrestur og ofvirkni).

Ónæmiskerfi:

Bólgur, ofnæmi og sjálfsónæmi sem getur haft áhrif á t.d. skjaldkirtilinn.

Húð:

Kláði og útbrot.

Það er alls ekki gefið að öll þessi einkenni séu endilega út af glúteni. En glúten gæti verið partur af stóru myndinni í mörgum af þeim og ætti ekki að hunsa að skoða það.

Mín reynsla, bæði persónulega en einnig frá nokkrum af skjólstæðingum mínum, er sú, að gamaldags ekta súrdeigsbrauð er þolanlegra heldur en gerbrauð. Sennilega vegna þess, að súrdeigið og mjólkursýrugerlarnir sem myndast í ferlinu, brjóta glútenið að hluta til niður. En bara að hluta! Þess vegna mun ég ekki ráðleggja þér ef þú ert með glútenofnæmi að láta það eftir þér að borða nokkurt brauð sem inniheldur glúten. Ef þú ert með glútenóþol þá getur verið að þú einstaka sinnum gætir látið það eftir þér, ef þú vilt, en ekki 3 daga í beit þar sem óþols viðbrögð geta verið frá 2 klst. og allt að 72 klst. að gera vart við sig í líkamanum. Ef um ofnæmi er að ræða eins og í selíak er ónæmiskerfið venjulega mun fljótar að bregðast við eftir neyslu á glúteni.

Hvað er glúten ?

Glúten er prótein í hveiti, spelti, byggi og rúgi og smávegis magn er af því í höfrum. Glúten lyftir deiginu og brauð verður mjúkt og loftkennt. Glúten er í öllu brauðmeti þar sem áðurnefndar korntegundir eru notaðar í baksturinn; í brauði, kexi, flatkökum, hrökkbrauði, kökum og sætabrauði, í pylsu- og hamborgarabrauðum, reyndar í pylsunum líka, í pizzu botnum og í alls konar tilbúnum réttum, sósum og drykkjum.

 Glútenóþol og glútenofnæmi. Ekki það sama.

Það er ekki alveg ljóst hvað glútenóþol er í raun og veru. Um er að ræða svokallað „non celiac condition“ til að aðskilja óþol frá Celiac disease/ selíak sjúkdómi eða glútenofnæmi eins og það er oftast kallað. Áætlað er að um 1% vesturlandabúa þjáist af glútenofnæmi sem er sjálfsónæmis sjúkdómur og skilgreindur sem viðbrögð ónæmiskerfisins gegn hveiti, glúteni, rúgi og byggi. Það veldur bólgu í slímhúð þarmanna og skaðar hana og kemur í veg fyrir uppsog af mikilvægum næringarefnum. Viðbrögð líkamans er meðal annars loftmyndun, verkir og niðurgangur og fleiri tugir af einkennum svipuð þeim sem glútenóþol veldur. Fólk með glútenofnæmi er með hærra en eðlilegt magn af sérstökum mótefnum í blóði. Ónæmiskerfið framkallar þessi mótefni af því að það álítur glúten vera ógn við líkamann. Selíak sjúkdómurinn hefur sætt allmörgum rannsóknum í fleiri áratugi og er vel greindur sjúkdómur.

Hins vegar er glútenóþol enn á byrjunarreit og menn skilja ekki enn til hlítar hvað gerist í líkamanum. Margir, hefðbundir læknar neita tilvist glútenóþols og vilja meina að það sé ekki til. Glútenóþol er þess vegna algjörlega hunsað og vanmetinn möguleiki þegar kemur að því að leita að ástæðum og hugsanlegu samhengi í líkamlegum, andlegum og geðrænum einkennum og ójafnvægi til dæmis þegar um er að ræða liðsjúkdóma, meltingarvandamál og þunglyndi.

Á minni 25 ára starfsreynslu hef ég verið í persónulegu sambandi við fjöldann allan af fólki á öllum aldri sem líður betur og jafnvel mun betur þegar það útilokar glúten frá fæðunni. Það er ekki sanngjarnt að stimpla allt þetta fólk sem ímyndunarveikt. Það er þegar búið að sýna fram á, að það eiga sér stað ónæmisviðbrögð og frumuskaðar í slímhúðinni í smáþörmunum. Hópur vísindamanna við Columbia University Medical Center greindi frá því í rannsókn frá 2016. Í fræðum Functional Medicine er þetta kallað Leaky Gut Syndrome eða Lekur þarmur og læknar sem aðhyllast hagnýta læknisfræði þykir ekkert dularfullt við á hvern hátt glúten tengist fjölmörgum sjúkdómum og ójafnvægi. Þarmaflóran gegnir að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki fyrir vellíðan og heilsu og ég mæli eindregið með daglegum skammti af góðum gerlum til dæmis Lactobacillus plantarium V299 sem ég er mjög ánægð með.

Síðastliðin ár hef ég haldið vinsæl 4. vikna næringar – og heilsu námskeið hér á landi. Markmiðið með LJÓMANDI er lífsstílsbreyting gegnum bætt mataræði og betri og heilbrigðari nálgun og heildarsýn í heilsu. Líkami, sál og hugur er ein heild og tengist og maturinn sem við borðum er grundvöllurinn fyrir því hvað þetta samband felur í sér og hvað kemur út úr því. Allir sem eru á mínum snærum fara meðal annars á glútenlaust fæði. Flestir velja að halda áfram á glútenlausu fæði því að þeim líður einfaldlega miklu betur. Það er alveg nægileg ástæða. Trefjarnar er hægt að fá annars staðar til dæmis úr alls komar grænmeti og glútenlausum fræjum og korni.

Ef þig grunar, að þú sért með glútenóþol prufaðu þá að að taka það alveg út í 2 vikur og athugaðu hvort þú finnir mun á þér.

Glútenlaus lífsstíll er ekki eins flókinn eða erfiður eins og þú kannski heldur. Fyrst og fremst þarf að passa sig að velja rétta hráefnið. Ég mæli eindregið á móti glútenlausum iðnaðarvörum sem eru glútenlaust hveiti þar sem glútenið er fjærlægt úr hveitinu og eftir er bara hrein sterkjan sem virkar í líkamanum svo að eins og sykur. Þessi innfluttu oft næpu hvítu brauð og brauðmeti eru laus við trefja, sem eru okkur svo mikilvæg. Það er líka hægt að fá alls konar tilbúnar blöndur til að skella í súkkulaðikökur, vöfflur og annað. Áreiðanlega þægilegt en ekki velja það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál