Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar kemur að því að reyna grennast þá virkar ekki endilega sama aðferðin fyrir alla. Stjörnumerkin segja mikið um persónuleika fólks og það gæti verið góð hugmynd að fara eftir því með hverju er mælt fyrir hvert og eitt stjörnumerki. Women's Health fékk stjörnuspeking til þess að fara yfir hvert og eitt merki. 

Hrút­ur (21. mars til 19. apríl)

Hrúturinn vill eitthvað sem er virkilega krefjandi. Stjörnuspekingurinn mælir með spinning-tíma fyrir keppnisskapið. Hún mælir einnig með því að byrja æfa fyrir hálfmaraþon.

Þegar kemur að mataræði telur hún að hrúturinn muni laðast að DASH-mataræðinu eða MIND-mataræðinu. Þessi mataræði innihalda meðal annars mikið af grænmeti og ávöxtum og lítið af mjólkurafurðum. 

Hrúturinn ætti að skella sér í spinning.
Hrúturinn ætti að skella sér í spinning. mbl.is/Thinkstockphotos

Naut (20. apríl til 20. maí)

Stjörnuspekingurinn minnir nautið á að það að grennast sé langhlaup ekki spretthlaup. Hún mælir með að nautið geri æfingar sem leyfir því að tengjast líkama sínum vel eins og jóga.

Hún telur að nautið komist langt á því með að temja sér hófsemi í matarræðinu og hvetur nautið til þess að setja sér lítil markmið og reyna ná þeim. Það er í lagi fyrir nautið að leyfa sér eitthvað af og til. 

Tví­buri (21. maí til 20. júní)

Stjörnuspekingurinn mælir með því að tvíburinn finni sér ræktarfélaga þar sem tvíburinn þrífst best í hópi. Gott er að skipuleggja ferðir í ræktina einu sinni til tvisvar í viku með félaganum. Hina dagana mælir spekingurinn með hóptímum, tvíburinn þarf þó að passa að breyta reglulega til annars byrjar honum að leiðast.

Rétt eins og með hreyfinguna mælir stjörnuspekingurinn með því að tvíburinn borði fjölbreytt. Að borða kjúkling og gufusoðið grænmeti alla daga hentar honum ekki. 

Krabbi (21. júní til 22. júlí)

Stjörnuspekingurinn mælir ekki með því að krabbinn kaupi sér kort í vinsælli líkamsræktarstöð þar sem fólk er að sýna sig. Hún mælir frekar með því að krabbinn finni sér íburðarminni stöð og frábært ef sundlaug er með í pakkanum. Krabbinn ætti að nýta sér ráðgjöf einkaþjálfa til þess að finna út hvaða tæki henta honum. 

Hvað mataræði varðar mælir hún með því fyrir krabbann að fara á mataræði þar sem óhollari matur er leyfður, í litlum skömmtum þó.

mbl.is/Thinkstockphotos

Ljón (23. júlí til 22. ág­úst)

Ljónið elskar að dansa og því ætti það að stunda slíka hreyfingu. Stjörnuspekingurinn mælir með því að það prófi zumba eða aðra danstíma. Ljónið þarf að geta tjáð sig og fengið að vera í sviðsljósinu og því hentar dans vel. 

Það er mikilvægt fyrir ljónið að hafa gaman af mat og því mælir hún með því að ljónið fari á mataræði sem leyfir því að prófa sig áfram með mismunandi rétti. 

Meyja (23. ág­úst til 22. sept­em­ber)

Meyjan þráir rútínu. Aðalvandamálið fyrir hana er bara að finna sér hreyfingu sem hún hefur gaman af. Stjörnuspekingurinn mælir með því að meyjan prófi að hlaupa, eða fara í tíma eins og spinning í hverfisræktinni. 

Í mataræðinu ætti meyjan að íhuga að telja kaloríur. Það getur virkað vel fyrir meyjuna að fylgjast vel með hvað hún lætur ofan í sig. 

Vog­in - 23. sept­em­ber til 22. októ­ber

Vogin er félagslynd og því er gott fyrir hana að finna sér ræktarfélaga. Ef ræktarfélaginn er ekki að gera sig mælir stjörnuspekingurinn með barre-tímum eða zumba. Ef vogin fær pláss til þess að gera eitthvað listrænt í hreyfingunni er hún líklegri til þess að gefast ekki upp. 

Þegar kemur að mataræðinu verður vogin að vera á mataræði sem leyfir henni að borða en það væri samt gott fyrir hana að fylgja ákveðnu matarplani. 

Vogin ætti ekki að reyna að mæta ein í ræktina.
Vogin ætti ekki að reyna að mæta ein í ræktina. mbl.is/Thinkstockphotos

Sporðdreki (23. októ­ber til 21. nóv­em­ber)

Það hentar sporðdrekanum vel að ögra sjálfum sér í stigtækinu eða á hlaupabrettinu. Fyrir þá sporðdreka sem elska útiveru gæti hlaup og hjól hentað vel. Persónuleg bæting veitir sporðdrekanum miklu ánægju og hann fær mikið út úr því að reyna bæta sig. 

Stjörnuspekingurinn mælir með því fyrir sporðdreka að telja kaloríurnar. Þegar sporðdrekinn ákveður eitthvað er ekki aftur snúið. 

Bogmaður (22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber)

Bogmaðurinn er mikið fyrir liðsíþróttir því ætti bogmaðurinn að reyna koma sér í eina slíka. Á milli leikja ætti hann að prófa að að klifra, ganga á fjöll eða hjóla, útiveran er lykillinn. 

Stjörnuspekingurinn mælir með því að bogmaðurinn kynni sér mismunandi mataræði. Þegar hann er kominn með allar upplýsingarnar fyrir framan sig getur hann valið. 

Stein­geit (22. des­em­ber til 19. janú­ar)

Stjörnuspekingurinn mælir með því að steingeitin fái sér kort í líkamsrækt þar sem steingeitin elskar að lyfta lóðum. Steingetin gæti þurft á smá hvatningu að halda til þess að byrja með enda er hún svo upptekin. Hún ætti því að skuldbinda sig að vinna í sjálfri sér og þá sér hún árangur. 

Steingetin er góð í að mæla hluti og vera ábyrg því gæti verið ágætt fyrir hana að telja kaloríur til þess að hámarka árangur. 

Vatns­beri (20. janú­ar til 18. fe­brú­ar)

Stjörnuspekingurinn telur að vatnsberinn finni sig í flottri líkamsræktarstöð. Vatnsberinn mun elska hversu nútímalegt allt er og það mun láta hann mæta reglulega. Ef vatnsberinn hefur ekki efni á því flottasta er gott fyrir hann að finna sér hreyfingu sem er stunduð í hópum, það gæti verið sniðugt fyrir hann að finna sér hlaupahóp. 

Vatnsberinn ætti einnig að kynna sér mataræði sem er vinsælt. Þegar hann veit hvert smáatriði um mataræðið getur hann valið. 

Fisk­ur (19. fe­brú­ar til 20. mars)

Hvatning skiptir öllu máli fyrir fiskinn. Hann gæti því þurft vin til þess að ýta á sig eða eitthvað markmið til þess að koma sér í gang. Vatnsíþróttir gætu hentað fiskinum vel og ætti hann að prófa að synda, ef það er ekki málið ætti hann að skoða aðrar friðsælar íþróttir eins og hlaup eða jóga. Fiskurinn er líklegri til þess að hreyfa sig ef hann finnur að það hefur góð áhrif á andlegu hliðina. 

Fiskurinn ætti að prófa afdráttarlaust mataræði til að byrja með eins og að taka allan sykur út úr mataræðinu eða alla unna matvöru. Eftir það getur hann smám saman fundið jafnvægi. 

mbl.is

Íslensk kona er ósátt eftir lýtaaðgerð

12:00 „Ég fór í dýra augnloka aðgerð hjá lýtalækni fyrir tveimur árum, sem í stuttu máli lagði líf mitt í rúst. Til stóð að fjarlægja slappa og þreytulega húð, bæði yfir og undir augunum. Eftir þá aðgerð sit ég uppi með MJÖG áberandi og ljót ör - skurðirnir eru mjög sýnilegir undir augunum og allt svæðið umhverfis augun er eldrautt - langt út á gagnaugu.“ Meira »

Byggði sitt eigið hús út frá Pinterest

09:00 Diane Keaton kann ekki bara að leika heldur líka að hanna. Keaton er mikil áhugamanneskja um hús og hönnun og notaði hún Pinterest við hönnun á nýja húsinu sínu. Meira »

Kanill hjálpar í baráttunni við aukakílóin

06:00 Kanill á morgumatnum, kanill í kökur, kanill í kaffið. Allt er þetta jákvætt enda hraðar kryddið efnaskiptunum í mannslíkamanum. Meira »

10 atriði sem drepa kynhvötina

Í gær, 23:00 Ef það er lítið að frétta í kynlífinu gæti það verið vegna þess að kynhvötin er ekki eins mikil og hún er vön að vera. Ýmsar ástæður geta minnkað kynhvötina. Meira »

Urðu ástfangin á netinu

Í gær, 20:10 Íris Björk Óskarsdóttir-Veil kynntist eiginmanni sínum, Bandaríkjamanninum Joel Vail, á netinu. Tæp tvö ár eru síðan þau kynntust en þau giftu sig í haust þegar Íris Björk flutti til Bandaríkjanna. Meira »

Klæðist Goat eftir að kúlan fór að stækka

Í gær, 17:10 Katrín hertogaynja hefur sést í bæði nýjum og gömlum fötum frá breska fatamerkinu Goat eftir að óléttukúlan fór að vekja athygli. Fatamerkið er þó ekki sérstakt meðgöngumerki. Meira »

Skvísurnar fjölmenntu í hreingerningarteiti

í gær Það var fullt út úr dyrum á Hverfisbarnum þegar Sólrún Diego fagnaði útkomu bókar sinnar. Í bókinni er að finna bestu hreingerningarráð allra tíma. Meira »

Makinn er fastur í kláminu

Í gær, 14:10 „Hjónabandið er í molum, makinn er á klámsíðum um allan heim og spjallar við konur á einkaskilaboðum og á Facebook. Hann lofar og lofar að láta af þessu en bætir frekar í en að minnka og er fráhrindandi við mig,“ segir íslensk kona. Meira »

Fólk sem skreytir snemma er hamingjusamara

í gær Sífellt fleiri skreyta snemma. Þeir sem eru enn með jólaseríurnar ofan í geymslu ættu að henda þeim upp enda fólk sem skreytir snemma hamingjusamara en aðrir. Meira »

Fimm atriði sem einkenna heimili sem heilla

í gær Það tekur gesti aðeins hálfa mínútu að mynda sér skoðun á heimili. Það skiptir því máli að það fyrsta sem tekur á móti fólki sé til fyrirmyndar. Meira »

Heldur fram hjá með sínum fyrrverandi

í fyrradag „Kynlífið er hins vegar ömurlegt. Ég vil láta stjórna mér en ég þarf alltaf að stíga fyrsta skrefið. Ég þarf alltaf að byrja kynlífið og stjórna hraðanum og koma með hugmyndir.“ Meira »

Svona missti Jackson 30 kíló eftir barnsburðinn

í fyrradag Söngkonan Janet Jackson eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári. Með góðri hjálp er hún búin að léttast um 30 kíló. Þjálfari Jackson leysir frá skjóðunni. Meira »

Ertu að gera út af við þig?

í fyrradag Við vinnum allt of langan vinnudag oft og tíðum og þegar við ljúkum deginum hömumst við í ræktinni (förum jafnvel í hádeginu) hendumst síðan í búðir eftir að hafa náð í börnin í leikskólann – skólann – íþróttirnar – píanótímana eða hvað svo sem tekur við eftir venjulegan vinnudag allra, förum heim og eldum – sjáum um heimalærdóminn og náum svo að draga andann þegar við erum búin að koma öllum í háttinn, eða hvað? Meira »

150 milljóna glæsihöll

21.11. Við Austurkór í Kópavogi stendur glæsilegt einbýli sem byggt var 2012. Húsið er 310 fm að stærð og sérlega vandað. Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar hjá RH-innréttingum og er granít í borðplötunum. Meira »

Verðlaunaðu þig

21.11. Orður, slaufur og nælur eru áberandi í hausttískunni. Ef við fáum ekki hrós eða orður fyrir vel unnin störf eða bara meistaratakta í eigin lífi þá er um að gera að taka málin í sínar hendur og kaupa sér slíkan grip sjálfur. Meira »

Búin að gera sér upp fullnægingu í níu mánuði

20.11. „Það var heimskulegt en ég gerði mér upp fullnægingu frá byrjun þar sem mér finnst ég svo lengi að fá það og skammaðist mín of mikil til þess að vera hreinskilin.“ Meira »

Magnús leigir út á Airbnb

í fyrradag Magnús Ólafur Garðarsson, fyrr­ver­andi for­stjóri United Silicon, býður einbýlishús sitt við Huldubraut 28 í Kópavogi til leigu. Meira »

Að sofa á hliðinni hraðar öldrun húðarinnar

21.11. Hjúkrunarfræðingur stjarnanna veit sitt hvað um þær aðferðir sem virka til þess að halda húðinni unglegri. Hún mælir til dæmis ekki með því að fólk sofi á hliðinni. Meira »

Heillandi verkum Guðrúnar fagnað

21.11. Málverkasýning Guðrúnar Einarsdóttur undir yfirskriftinni „Málverk“ var opnuð með glæsibrag á dögunum í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Hópur af fólki lét sjá sig á opnuninni sem er ekkert skrýtið því verkin eru heillandi. Meira »

Nýtt íslenskt fatamerki fyrir plús-stærðir

20.11. Selma Ragnarsdóttir fatahönnuður kynnti nýtt merki sitt á Oddsson á laugardagskvöldið. Um er að ræða fatamerkið Zelma shapes sem er fyrir konur í plús-stærðum. Boðið var upp á glæsilega tískusýningu þar sem föt úr merkinu voru sýnd. Meira »