Megrunaraðferðir sem rugla í hægðunum

Það þarf að hugsa vel út í það sem maður …
Það þarf að hugsa vel út í það sem maður lætur ofan í sig ef maður ætlar að ná af sér aukakílóunum með breyttu mataræði. mbl.is/Thinkstockphotos

Góðar hægðir eru merki um heilbrigða líkamsstarfsemi. Heilbrigt og gott matarræði skilar sér í flestum tilvikum í klósettið. Sumir megrunarkúrar bjóða upp á ýktar áherslur í mataræði og getur það haft slæm áhrif á hægðirnar. Women's Health fór yfir nokkur atriði sem gætu verið að hafa áhrif á hægðirnar. 

Að minnka kolvetna- (og trefja-) inntöku of mikið

Það getur skilað heilmiklum árangri á vigtinni að minnka kolvetna inntöku með því að innbyrða til dæmis minna af kartöflum, pasta og brauði. Vandamálið er hins vegar að þegar fólk sleppir kolvetnum minnkar það trefjainntökuna líka. Þetta getur haft slæm áhrif á hægðirnar.

Hér er ráðlagt að borða mikið af trefjaríkum ávöxtum og grænmeti en einnig er mælt með höfrum og heilkorna brauði. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Of mikið af trefjum

Eins og fram kemur að ofan eru trefjar mikilvægar fyrir hægðirnar. Of mikið af trefjum í einu getur þó verið slæmt. Það getur verið erfitt að melta trefjaríka fæðu og gætirðu lent í því að leysa vind í sífellu, verið með uppþembu yfir í það að fá niðurgang. 

Mælt er með því að ef fólk er að auka trefjaneyslu sína að það geri það hægt og rólega og fylgist með hvaða áhrif það hefur á það. 

Mikil neysla á sykurlausum vörum

Þegar fólk er að reyna að grennast leitar það oft í sykurlausar matvörur eins og sykurlausan ís og nammi. Eins vel og þetta hljómar eru margar af þessum sykurlausu vörum uppfullar af sætuefnum sem koma í staðinn fyrir sykurinn. Vörurnar geta oft og tíðum valdið vindgangi, uppþembu og niðurgangi. 

Mælt er með því að fólk fylgist með hvernig líkaminn tekur við þessum unnu sykurlausu vörum. Í rauninni ef markmiðið er að hætta að borða sykur er ekki vitlaust að sneiða einnig fram hjá vörum sem eru markaðssettar sem sykurlausar vörur. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Íþrótta- og orkudrykkir

Það getur verið freistandi að skella í sig einum orkudrykk eftir æfingu en þeir geta verið góðir til þess að fá aukaorku. Þessir drykkir eru hins vegar í fæstum tilfellum hollir og ef þeir eru drukknir of hratt þá er ekki langt í magakrampa og niðurgang. 

Það er því mælt með því að drekka íþrótta- og orkudrykki hægt. Það þarf ekki endilega stóran skammt af drykknum til þess að fá smá orkuskot. 

Of mikil fituneysla

Sumir megrunarkúrar innihalda mikla fitu. Það tekur líkamann hins vegar lengri tíma að melta fituríkan mat, sérstaklega mettaða fitu. Þetta getur valdið meltingartruflunum sérstaklega ef borðað er stuttu fyrir svefn. 

Ef fólk kýs fituríkan mat er mælt með því að borða duglega af ómettaðri fitu eins og finnst í  ólífuolíu, valhnetum og lárperu. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál