„Mér að kenna að ég var feit“

Gemma Glover er búin að rokka mikið í þyngd.
Gemma Glover er búin að rokka mikið í þyngd. skjáskot/Daily Mail

Hin breska Gemma Glover var orðin 143 kíló þegar hún ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Glover eyddi ævisparnaðnum í þrjár aðgerðir með misjöfnum árangri. 

Samkvæmt Express ákvað Glover sjálf að borga fyrir aðgerðirnar. „Ég vissi að þyngdin myndi drepa mig einn daginn og ég þyrfti að taka ábyrgð á gjörðum mínum. Ég hámaði í mig of mikinn mat,“ sagði Glover.

„Ég gerði sjálfri mér þetta svo ég ákvað að fara á einkastofu. Það var mér að kenna að ég var feit,“ sagði Glover sem eyddi ævisparnaðnum í aðgerðirnar og borgaði fyrir þær rúmar fjórar milljónir. 

Þegar Glover var aðeins tvítug var hún komin yfir 100 kílóa múrinn. Læknir sagði hana vera of feita og við það að fá sykursýki. Hann lét hana fá grenningartöflur sem hjálpuðu töluvert. Eftir ár hafði hún lést mikið en vegna þess var hún komin með lafandi maga og vildi láta laga það. Glover gekkst því undir svuntuaðgerð sem hún greiddi fyrir sjálf. Í svuntuaðgerðinni voru fjögur kíló af húð tekin og einn og hálfur lítri af fitu. 

Þrátt fyrir þetta fitnaði Glover aftur og árið 2008 var hún orðin 143 kíló og enn þyngri en hún var fyrir aðgerðina. Á þessum tíma var Glover að innbyrða um 5.000 kaloríur á dag. Hún fór því í aðra aðgerð sem gerði henni kleift að missa 45 kíló. 

Það dugði þó ekki til og aftur fitnaði hún. Árið 2015 breyttist hins vegar margt þar sem hún fór í magahjáveituaðgerð. Aðgerðin gerði það að verkum að magi Glover er nú á stærð við borðtennisbolta. Hún borðar samkvæmt því og er loksins komin í kjörþyngd.  

„Ég er mjög meðvituð um líkama minn. Svona mikið þyngdartap hefur tekið sinn toll og nú er ég með sex kíló af lausri húð á maganum sem ég gyrði ofan í nærbuxurnar,“ sagði Glover. 

Gemma Glover borðaði of mikið.
Gemma Glover borðaði of mikið. skjáskot/Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál