Bráðhollt og gott millimál

Telma Mattíasdóttir einkaþjálfari.
Telma Mattíasdóttir einkaþjálfari.

Einkaþjálfarinn Telma Matthíasdóttir, sem heldur úti heimasíðunni Fitubrennsla.is, hefur leiðbeint fólki að bættri heilsu undanfarin 16 ár. Telma er með puttann á púlsinum þegar kemur að hollu mataræði, enda er hún dugleg að galdra fram hollar og góðar kræsingar. Það er því ekki úr vegi að fá Telmu til að deila nokkrum girnilegum uppskriftum með lesendum, en uppskriftirnar eiga það allar sameiginlegt að vera tilvaldar sem nesti í vinnu eða skóla. 

Mataræðið leikur stórt hlutverk þegar kemur að heilbrigðum líkama. Það eru allt of margir í þeim vítahring að sukka alla daga og ætla sér svo bara að taka langa æfingu daginn eftir,“ segir Telma og bætir við að þetta hugarfar sé einstaklega skaðlegt.

„Að æfa nærir ekki frumurnar þínar, frumurnar sem gera þig að því sem þú ert, frumurnar sem halda þér og þínum líffærum starfandi. Að reyna að æfa af sér sukkið breytir litlu hvað varðar heilsuna. Það breytir kannski einhverju í sambandi við holdarfarið, en lífið er bara svo miklu meira en einhver líkamsvöxtur. Heilbrigt og hollt mataræði er lykillinn að heilbrigðu lífi, en það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera grannur og heilbrigður,“ segir Telma. Forvitnir geta fylgst með Telmu á heimasíðu hennar, www.fitubrennsla.is, og á samnefndri Facebook-síðu. Hún heldur einnig út Snapchat-reikningi undir heitinu fitubrennsla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál