Sinnti undirfataáhuganum á meðgöngunni

Arna Sigrún sat ekki aðgerðarlaus á meðgöngunni.
Arna Sigrún sat ekki aðgerðarlaus á meðgöngunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arna Sigrún Har­alds­dótt­ir sat heima hjá sér ólétt í sum­ar þar sem hún setti sig í sam­band við fram­leiðanda Modi­bodi og ákvað að byrja flytja inn blæðinga­nær­bux­ur. Á meðgöngunni dundaði Arna Sigrún sér við það undirbúa vefverslun fyrir Modibodi vörur. 

Hug­mynd­ina fékk Arna Sigrún eft­ir að hún tók eft­ir því að nær­bux­urn­ar voru orðnar vin­sæl­ar er­lend­is en hún fylg­ist vel með und­irfata­brans­an­um. Und­ir­föt eru sér­stakt áhuga­mál hjá Örnu Sigrúnu enda er hún fata­hönnuður að mennt auk þess að vera með MBA-gráðu. Hún seg­ir nær­bux­urn­ar bæði gerðar til að vera til ör­ygg­is þegar blæðir mikið og svo bara ein­ar og sér þegar það blæðir minna.

„Ég þekki konu sem sem fór í full­orðins­fim­leika eft­ir að hún átti börn og upp­götvaði sér til mik­ill­ar skelf­ing­ar að hún gæti ekki hoppað neitt mikið án þess að pissa á sig,“ seg­ir Arna Sigrún. Nær­bux­urn­ar nýt­ast því líka þeim kon­um sem eiga í erfiðleik­um með þvag­blöðruna enda gerðar úr há­tækni­legu efni sem dreg­ur í sig vökva.

Þegar viðtalið er tekið er Arna Sigrún kom­in rúm­ar 39 vik­ur á leið og sjálf í þeirri ðstöðu að geta nýtt sér nær­bux­urn­ar. „Það eru líka til óléttu­nær­bux­ur af því að ólétt­ar kon­ur eiga stund­um erfitt með að halda þvagi. Það er svo­lítið mik­ill þrýst­ing­ur og svo hnerr­ar maður og þá bara úpsí,“ seg­ir Arna Sigrún sem sér fram á að geta ekki bara nýtt sér nærbuxurnar heldur líka brjóstagjafabol sem er á leiðinni frá merkinu en bolurinn kemur í veg fyrir að mjólkin leki í gegn en það fer að líða að brjóstagjöf hjá Örnu Sigrúnu.  

Blæðing­ar geta oft verið vand­ræðal­eg­ar og óþægi­leg­ar á unglings­ár­un­um og veit Arna Sigrún til þess að ung­lings­stelp­ur nýti sér nær­bux­urn­ar. „Ég veit að það er nokkr­ar ung­lings­stelp­ur sem eru voða spennt­ar að geta prófað. Þær vita kannski ekki hvenær þær byrja á blæðing­um. Svo hef ég líka heyrt af mömm­um sem kaupa þetta fyr­ir stelp­urn­ar sín­ar af því þær grun­ar að þær geti verið farið að byrja,“ seg­ir Arna Sigrún og bend­ir á að það sé hægt að nota þess­ar nær­bux­ur rétt eins og venju­leg­ar nær­bux­ur.

Blæðinga­nær­bux­ur hafa ekki bara öðlast vin­sældir vegna þæg­ind­anna held­ur líka vegna þess að þær eru um­hverf­i­s­væn­ar. Sam­kvæmt Women‘s Eni­viromental Network henda kon­ur gíf­ur­lega miklu magni af túr­töpp­um og dömu­bind­um. Töl­ur frá Bretlandi sýna að hin venju­lega kona not­ar um 11 þúsund einnota vör­ur vegna blæðinga. Það er því ekki beint hægt að segja að þær hefðbundnu aðferðir sem vest­ræn­ar kon­ur nota séu um­hverf­i­s­væn­ar. Talið er að á hverju ári skilji kon­ur í Bretlandi eft­ir sig 200 þúsund tonn af dömu­bind­um og túr­töpp­um.

Nærbuxurnar líta út fyrir að vera ósköp venjulegar nærbuxur.
Nærbuxurnar líta út fyrir að vera ósköp venjulegar nærbuxur. ljósmynd/Modibodi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál