Svona yfirstígurðu minnimáttarkenndina í ræktinni

Gott er að skipuleggja tímann í ræktinni áður en maður …
Gott er að skipuleggja tímann í ræktinni áður en maður mætir. mbl.is/Thinkstockphotos

Það fá margir hálfgerða minnimáttarkennd þegar þeir skrá sig í líkamsræktarstöð. Einhvern veginn virðast allir hinir vera að taka á honum stóra sínum og eru sjálfstraustið uppmálað. 

Einkaþjálfari veitti Business Insider nokkur góð ráð til að líða betur í ræktinni og þar með forða sér frá því að gefast frekar upp. 

Farðu í skoðunarferð

Það borgar sig að fá leiðbeiningar hjá fagmanneskju þegar maður byrjar í nýrri líkamsrækt og þekkir tækin ekki nógu vel. Þér líður betur þegar þú þekkir umhverfið. Flestar líkamsræktarstöðvar bjóða upp á tíma með þjálfara þegar nýtt kort er keypt. 

Ekki fara á háannatíma

Þegar maður er nýbyrjaður og það vottar kannski fyrir óöryggi hjálpar það til að fara í ræktina þegar fáir eru á ferli. 

Fáðu vin með þér

Það er skemmtilegra að hreyfa sig í góðum félagsskap. Þjálfarinn segir að það geti hjálpað að koma í veg fyrir óþægilegar tilfinningar í ræktinni ef maður hefur einhvern til þess að tala við. Það hefur einnig sýnt sig að fólk fær meira út úr æfingum þegar það er með æfingafélaga. 

Skipuleggðu æfinguna

Til að koma í veg fyrir að þú ráfir bara á milli tækja og gerir ekki neitt getur verið sniðugt að skipuleggja æfinguna áður en maður mætir. 

Prófaðu að æfa með þjálfara

Það hafa ekki allir efni á að fá sér einkaþjálfara en ef fólk hefur efni á því mælir þjálfarinn með að gera það. Einkaþjálfari getur hjálpað fólki að koma sér af stað og látið því líða betur þar sem hann fylgist með að fólk geri æfingarnar rétt. 

Góð tónlist

Það hjálpar mörgum að hlusta á góða tónlist í ræktinni. Rannsóknir hafa sýnt að tónlist hvetur fólk áfram og það tekur betur á því, sérstaklega ef tónlistin er á hröðu tempói. Það er einnig mikilvægt að velja lögin sjálf/ur þannig að þetta séu lög sem hvetja þig áfram. 

Góð tónlist gæti hjálpað þessum á hlaupabrettinu.
Góð tónlist gæti hjálpað þessum á hlaupabrettinu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál