Leyndarmálið á bak við vaxtarlag Kim Kardashian

Kim Kardashian passar hvað hún borðar.
Kim Kardashian passar hvað hún borðar. mbl.is/AFP

Kim Kardashian er fræg fyrir marga hluti en það sem hjálpaði henni kannski hve mest að komast á kortið var vaxtarlag hennar. Colette Heimowitz er næringarráðgjafi Kardashian og upplýsti hún um leyndarmál sem hún ráðleggur Kardashian í viðtali við Elite Daily

Þrátt fyrir að raunveruleikastjarnan sé þekkt fyrir íturvaxinn afturenda sinn er hún mjög grönn. Sérstaklega er mitti hennar grannt sem ýkir mjaðmalínurnar enn frekar. Henni hefur til að mynda gengið vel að létta sig og segir Heimowitz að Kardashian hafi misst 27 kíló eftir fyrstu meðgöngu sína og 31 eftir seinni. Hún passar því vel upp á hvað hún lætur ofan í sig og eins og fyrr segir þiggur ráð frá Heimowitz sem aðhyllist Atkins-mataræðið. 

Kim Kardashian er þekkt fyrir líkamsvöxt sinn.
Kim Kardashian er þekkt fyrir líkamsvöxt sinn. mbl.is/AFP

Heimowitz ráðleggur fólki að passa upp á sykurinn. Hún vill meina að sykur leynist alls staðar, ekki bara í namminu heldur í brauðinu líka. Hún mælir með fæðu sem hefur lítil áhrif á blóðsykurinn. 

Hún leggur áherslu að fólk borði nógu mikið prótín í hverri máltíð. Þegar kemur að kolvetnum mælir hún með trefjaríkum kolvetnum og mælir með því að fólk borði holla fitu. 

Heimowitz segir að Kardashian sé góð að stjórna kolvetnisinntöku sinni og þar er líka eitthvað sem hún mælir með ef fólk vill missa nokkur kíló fyrir eitthvert tilefni. Hún mælir með að minnka kolvetnisát um helming. 

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál