Of mikil jólatónlist skaðleg

Eins skemmtileg og jólalög eru þá geta þau líka verið …
Eins skemmtileg og jólalög eru þá geta þau líka verið þreytandi. mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru ófáir sem segjast vera með ofnæmi fyrir jólalaginu Jólahjól með Sniglabandinu eftir að hafa heyrt það hljóma oft og mörgum sinnum í útvarpinu fyrir jólin. Sálfræðingur segir að jólalög geti í raun haft neikvæð áhrif á þá sem hlusta mikið á þau. 

Þetta á kannski sérstaklega við verslunarstarfsmenn sem hlusta á sama jólalagalistann frá því kannski í nóvember.  

Buisness Insider greinir frá því að sálfræðingurinn Linda Blair segi að jólatónar geti verið andlega þreytandi. Hún segir að verslunarstarfsfólk sem hlusti á jólatónlist allan daginn hætti að geta einbeitt sér þar sem öll orkan fari í jólalögin. „Þú einfaldlega eyðir allri orkunni í að reyna að heyra ekki það sem þú heyrir,“ sagði Blair. 



Mariah Carey gerði jólalagið All I Want For Christmas Is …
Mariah Carey gerði jólalagið All I Want For Christmas Is You eftirminnilegt. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál