Svona kemurðu í veg fyrir pissuslys

Það er ekki gott að vera sífellt mál að pissa.
Það er ekki gott að vera sífellt mál að pissa. mbl.is/Thinkstockphotos

Þrátt fyrir að margir haldi að pissuslys verði ekki nema hjá leikskólabörnum er raunin ekki sú. Fjölmargar konur glíma við pissublöðruvandamál, ekki bara þegar þær eldast heldur glíma konur á þrítugsaldri einnig við þetta. Women's Health fór yfir átta leiðir sem hjálpa konum að komast hjá þessum slysum. 

Grindarbotnsæfingar

Það er gömul saga og ný að konur þurfi að gera grindarbotnsæfingar. Sterkir grindarbotnsvöðvar geta komið í veg fyrir þvagleka. Sérfræðingur mælir með því að konur spenni grindarbotnsvöðvana tíu sinnum á morgnana og tíu sinnum á kvöldin til að þjálfa þá. 

Þyngdin í lagi

Því hærri sem líkamsþyngdarstuðullinn er hjá konum því líklegra er að þær glími við þvagleka en auka þyngd setur meira álag á blöðruna. 

Ofdrykkja

Þrátt fyrir að mælt sé með því að fólk drekki vel yfir daginn er engin þörf á því að drekka of mikið. Ef fólk drekkur of mikið og bíður með að fara á klósettið getur farið svo að blaðran ráði ekki við allan vökvann. 

Kaffi og áfengi

Koffín- og áfengisdrykkir gera það að verkum að þú þarft að pissa oftar. Með þrálátum klósettferðum verða vöðvarnir pirraðir sem leiðir til aukinnar þvaglátsþarfar. 

Sítrusdrykkir og ávextir

Appelsínusafi, trönuberjasafi og blóðappelsínusafi eru ekki sagðir hjálpa til við að halda blöðrunni rólegri. 

Magnesíum

Fullorðna einstaklinga skortir oft magnesíum en það getur meðal annars hjálpað í glímunni við óvelkomna þvaglátsþörf. Rannsókn í Ísrael sýndi að þvagleki minnkaði hjá helmingi þátttakenda eftir að þeir byrjuðu að taka inn magnesíum. Magnesíum finnst meðal annars í spínati, baunum og möndlum. 

Ekki reykja

Það vita það flestir að reykingar eru ekki góðar heilsunni. Skal þá ekki undra að reykingar geta átt þátt í því að pirra pissublöðruna. 

D-vítamín

Lítil D-vítamíninntaka getur hjálpað til að veikja grindarbotninn. Rannsókn sýndi að brestir í grindarbotninum sem orsökuðu meðal annars þvagleka tengdust lágu D-vítamíngildi hjá konum yfir tvítugu. 

Grindarbotnsæfingar er eitthvað sem allar konur ættu að gera.
Grindarbotnsæfingar er eitthvað sem allar konur ættu að gera. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Verðlaunaðu þig

09:00 Orður, slaufur og nælur eru áberandi í hausttískunni. Ef við fáum ekki hrós eða orður fyrir vel unnin störf eða bara meistaratakta í eigin lífi þá er um að gera að taka málin í sínar hendur og kaupa sér slíkan grip sjálfur. Meira »

Heillandi verkum Guðrúnar fagnað

06:00 Málverkasýning Guðrúnar Einarsdóttur undir yfirskriftinni „Málverk“ var opnuð með glæsibrag á dögunum í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Hópur af fólki lét sjá sig á opnuninni sem er ekkert skrýtið því verkin eru heillandi. Meira »

Búin að gera sér upp fullnægingu í níu mánuði

Í gær, 23:59 „Það var heimskulegt en ég gerði mér upp fullnægingu frá byrjun þar sem mér finnst ég svo lengi að fá það og skammaðist mín of mikil til þess að vera hreinskilin.“ Meira »

Nýtt íslenskt fatamerki fyrir plús-stærðir

Í gær, 21:00 Selma Ragnarsdóttir fatahönnuður kynnti nýtt merki sitt á Oddsson á laugardagskvöldið. Um er að ræða fatamerkið Zelma shapes sem er fyrir konur í plús-stærðum. Boðið var upp á glæsilega tískusýningu þar sem föt úr merkinu voru sýnd. Meira »

Glamúr á tískusýningu Victoria's Secret

Í gær, 18:43 Undirfatatískusýning Victoria's Secret er ein umtalaðasta tískusýningu í heiminum. Hver ofurfyrirsætan á fætur annarri kom fram í undirfötum sem hæfa englum. Meira »

Brúnar og stæltar fitness-drottningar

Í gær, 15:43 Köttaðir og brúnir kroppar kepptu á bikarmótinu í fitness í Háskólabíói sem fram fór um helgina. Um 90 keppendur stigu á svið og voru þeir hver öðrum flottari eins og sést á myndunum. Meira »

Klæddist þremur kjólum í brúðkaupinu

Í gær, 13:00 Serena Williams fékk Söruh Burton hjá Alexander McQueen til þess að hanna brúðarkjólinn sinn. Burton hannaði einnig brúðarkjól Katrínar hertogaynju. Meira »

Stuð í sendiherrabústaðnum í Berlín

Í gær, 14:25 Flugfélagið Icelandair og sendiráð Íslands í Berlín efndu til teitis í tilefni af flugi félagsins til Berlínar sem hófst í byrjun nóvember. Einnig var 80 ára afmæli flugfélagsins fagnað. Um það bil 100 manns létu sjá sig í boðinu en á meðal gesta var Stefan Seibert, sem er blaðafulltrúi þýsku ríkisstjórnarinnar og hægri hönd Angelu Merkel kanslara. Meira »

Skvísuveisla á Garðatorgi

í gær Það var glatt á hjalla þegar Baum und Pferdgarten-verslun var opnuð á Garðatorgi. Fötin hafa hingað til fengist í Ilse Jacobsen á Garðatorgi en nú er öll línan fáanleg í versluninni. Helstu skvísur landsins mættu í partíið. Meira »

Dragðu fram ljómann

í gær Það sem einkennir góðar snyrtivörur er að þær nái að draga fram það besta í andliti konunnar. Þetta vita eigendur BECCA sem er splunkunýtt snyrtivörumerki hér á landi. Meira »

Jessica Biel með fimm sekúndna hártrix

í fyrradag Leikkonan Jessica Biel veit að það þarf ekki að vera með stífa hárgreiðslu til þess að líta vel út. Fylgihlutir geta heldur betur bjargað málunum. Meira »

Er gift manni en er ástfangin af konu

í fyrradag „Það endaði með því að við stunduðum kynlíf í bílnum og við höfum verið að hittast síðan þá. Við stundum frábært kynlíf en það er meira en það, við erum ástfangnar.“ Meira »

Níu atriði sem gera þig aðlaðandi

í fyrradag Byrjaðu kvöldið með ljóta fólkinu svo þú lítir betur út þegar þú ert borin saman við hina. Þetta er reyndar bara eitt ráð af mörgum til þess að láta þig líta út fyrir að vera meira aðlaðandi. Meira »

Á allt of mikið af snyrtivörum

í fyrradag Tónlistarkonan Svala Björgvins er þekkt fyrir líflegan stíl og litríka förðun. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um förðunarrútínuna hennar. Meira »

Sambandsráð úr Hollywood

19.11. Þó svo að flest hjónabönd í draumaborginni Hollywood endist illa þá eru sum sambönd sem virðast sterk og innileg. Stjörnurnar gáfu nokkur ráð sem nýtast pörum hvar í heiminum sem er. Meira »

Birkin-töskur í tugatali í töskuherberginu

18.11. Kylie Jenner er bara tvítug en þrátt fyrir það á hún ekki bara fataherbergi heldur líka töskuherbergi. Á meðan margar konur eiga eina uppáhaldstösku getur Jenner skipt oftar um töskur en nærbuxur. Meira »

Fimm á dag ekki nóg fyrir frú Trump

í fyrradag Melania Trump er þekkt fyrir gæsilega framkomu enda fyrrverandi fyrirsæta. Forsetafrúin passar hvað hún setur ofan í sig og er ekki hrifin af tískumegrunarkúrum. Meira »

Baráttan við ellina, hvað er til ráða?

19.11. Það er aldrei of seint að fara hugsa um húðina því hún er jú stærsta líffærið okkar. Húðin þarf umhyggju og rétta meðhöndlun. Þegar við eldumst verða þarfirnar aðrar og taka þarf mið af því þegar húðvörur eru valdar. Meira »

Kate Moss notar engin leynitrix

18.11. Ofurfyrirsætan Kate Moss er byrjuð að hugsa betur um sjálfa sig enda byrjuð að eldast, orðin 43 ára gömul kona. Svo virðist sem Moss hafi ekki beitt neinum galdrabrögðum til að líta vel út þegar hún var á hátindi ferils síns. Meira »

Fagnaði ákaft á Kaffibarnum

18.11. Börkur Gunnarsson var að gefa út bókina Þeir og er hún númer tvö í þríleik. Fyrsta bókin í þessum þríleik heitir Hann.   Meira »
Meira píla