Þakkar vegan lífstílnum árangurinn

Natalie Matthews þakkar vegan lífstílnum góðan árangur.
Natalie Matthews þakkar vegan lífstílnum góðan árangur. skjáskot/Instagram

Margir telja það ekki fara saman að vera vegan og ganga vel í íþróttum. Það er þó afreksfólk í flestum greinum sem sleppir öllum dýraafurðum. Fitness-keppandinn Natalie Matthews er vegan og í hörkuformi. 

Matthews reynir að brjóta niður þessar staðalímyndir og samkvæmt Women's Health ætlar hún að sýna fólki að það sé hægt að vera sterkur og vera vegan. „Ég er í besta formi lífs mín ekki þrátt fyrir heldur vegna vegan lífstílsins,“ segir Matthews. 

Hún passar að borða vel af prótíni og er uppáhaldsmaturinn hennar meðal annars tófú, réttur úr sojabaunum, linsubaunir og grænmetisborgarar. Matthews er mjög ánægð með það mikla magn af mat sem hún getur innbyrt en hún segir að jurtafæða innihaldi frekar lítið af kaloríum. 

Matthews segir ekki bara mataræðið hjálpa til að byggja upp vöðva en eftir að hún varð vegan hefur hún losnaði við allar bólur auk þess sem hún er orkumeiri með betri einbeitingu. 

Dagur í lífi Matthews

Matthews byrjar á því að drekka stórt glas af vatni á morgnana en svo fær hún sér svart kaffi með stevíu. Áður en hún skellir sér á morgunæfingu borðar hún oftast hafra og ber. Um helgar fær hún sér stundum glútenlausar prótínvöfflur. 

Eftir æfingu fær hún sér skál af næringarríkri fæðu. Í skálina setur hún til dæmis tófú, kartöflur, hrísgrjón eða pasta auk grænmetis. Hún reynir að hafa fæðuna í öllum regnbogans litum. 

Í millimál fær hún sér heimatilbúna orkubita sem búnir eru til meðal annars úr höfrum, döðlum og hnetusmjöri. 

Í kvöldmat blandar hún síðan aftur saman tófú, hrísgrjónum og gufusoðnu grænmeti. 

Matthews er vegan.
Matthews er vegan. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál