Níu ráð til þess að koma inn morgunæfingu

Sara Barðdal einkaþjálfari gerir sínar æfingar á dýnunni heima.
Sara Barðdal einkaþjálfari gerir sínar æfingar á dýnunni heima.

Það er tilvalið að byrja daginn á góðri æfingu. Einkaþjálfaranum Söru Barðdal þykir gott að æfa á morgnanna. „Þegar maður æfir þá kallar líkaminn á hollari næringu og er miklu orkumeiri fyrir vikið,“ segir Sara í pistli þar sem hún fer yfir góð ráð til þess koma inn morgunæfingu. 

1. Sjáðu fyrir þér morguninn fyrirfram!

Ímyndaðu þér sjálfa þig vakna fulla af orku, taka æfingu og upplifðu ánægjuna og stoltið sem þú finnur þegar þú ert búin. Fókusaðu á að upplifa þig sem manneskju sem nýtur þess að æfa á morgnanna og gerðu það síðan að veruleika.

2. Undirbúðu morguninn svo að hlutirnir gangi vel upp

Vertu búin að setja æfingafötin fram, vertu búin að ákveða hvað þú ætlar að fá þér í morgunmat, hvaða æfingu þú ætlar að taka og gerðu allt tilbúið eins vel og þú getur. Það auðveldar mér alveg helling að þurfa ekki að fara út úr húsi, heldur bara skella dýnu á stofugólfið og hefjast handa.

3. Gerðu það sem þú þarft til þess að vakna!

Settu símann eða vekjaraklukkuna hinu megin í herbergið þannig þú þarft að standa upp til þess að slökkva á henni. Kveiktu síðan ljósið og jafnvel á tónlist til þess að koma þér í gírinn.

4. Skrifaðu þér skilaboð!

Skrifaðu niður setningar á miða sem þú setur á spegilinn, vegginn eða þar sem þú sérð hann strax á morgnanna sem gefa þér hvatningu til þess að standa við heilsumarkmiðin þín.

5. Settu bensín á tankinn

Fáðu þér smá að borða og stórt vatnglas og lofaðu sjálfri þér góðum morgunmat þegar þú ert búin. Það er ekki gott að borða of mikið fyrir æfingu, en mér finnst gott að fá mér hálfan banana (sumir nota smá hnetusmjör með fyrir auka orku), eða lítinn skammt af höfrum eða chia graut sem gefur mér orkuna til þess að keyra mig vel áfram. 

6. Ekki sætta þig við misheppnaða tilraun

Ekki leyfa neinu rugli að koma í veg fyrir æfinguna þína. Segðu sjálfri þér að snúsa sé ekki í boði lengur og vertu ákveðin þegar vekjaraklukkan hringir.

7. Farðu snemma að sofa

Það þýðir ekki að hanga yfir sjónvarpinu langt fram eftir kvöldi ef þú ætlar að vakna klukkan sex daginn eftir. Ekki skemma fyrir sjálfri þér fyrirfram og kvarta yfir þreytu ef þú ert síðan að hanga yfir þáttum fram að miðnætti. Farðu að sofa um klukkan tíu á kvöldin þannig að þú náir þínum átta tímum.

8. Finndu hreyfingu sem þér þykir skemmtileg

Það er ekki skrítið að það sé erfitt að vakna ef maður er að fara gera eitthvað sem manni þykir leiðinlegt. Mikilvægt er að finna hreyfingu sem þú nýtur og hlakkar til þess að gera.

9. Mundu að berja þig ekki niður

Það er í raun engin „besti“ tími til þess að æfa. Það sem skiptir máli er að þú finnir það sem hentar þér best og þú heldur þig við. Morgnarnir henta mér best því þá er ég orkumest, en það þýðir ekki að það henti þér endilega.

Þeir sem vilja taka vel á því fyrir jólin geta skráð sig í ókeypis jólaáskorun hjá Söru á heimasíðu hennar. 

Það sniðugt að fara inn í stofu á morgnanna með …
Það sniðugt að fara inn í stofu á morgnanna með eina leikfimisdýnu og gera æfingar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál