Drakk bara vatn í heila viku

Steinþór Helgi Arnsteinsson drakk bara vatn í heila viku.
Steinþór Helgi Arnsteinsson drakk bara vatn í heila viku.

Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðastjóri hjá CCP, fastaði í heila viku í nóvember. Í heila viku borðaði hann ekki neitt heldur drakk eingöngu vatn. Hann segir að áhrifin af föstunni séu stórkostleg þótt þetta hafi verið erfitt á köflum.

„Ég hef alltaf verið hrifinn af alls konar tegundum af föstum og mér finnst gaman að reyna á sjálfan mig. Þetta hefur verið að þróast í gegnum árin og ég hef verið að prófa mig áfram. Ég hef verið á Paleo-mataræði, stundað föstur eins og 16:8 og sleppt því að borða í einn og einn sólarhring,“ segir Steinþór. 

Hann segist hafa áttað sig á því að morgunmatur passaði ekki fyrir hann. Hann segist hafa reynt ítrekað að borða heilsusamlegan morgunmat og fann, að alveg sama hvað hann borðaði, hann var alltaf orðinn svangur aftur eftir klukkutíma. 

„Svengd er eitthvað sem ræðst ekki af því hvort þú þurfir mat eða ekki heldur spila hormón og líkamsstarfsemi þarna inn í. Ég sá heimildamynd um föstur á BBC og hef lesið bækur og greinar sem útskýra þetta betur,“ segir hann. 

Steinþór hafði prófað að fasta í einn og einn dag, fasta í þrjá daga og fimm daga þegar hann ákvað að taka þetta skrefinu lengra og fasta í heila viku. 

„Ég hef líka prófað djúsföstur og fann að þær henta ekki fyrir mig. Þær eru miklu óþægilegri en vatnsföstur því líkami minn er þannig að ef hann fær eitthvað smá að borða þá öskrar hann á meira. Annars er þetta persónubundið. Ég mæli með því að fólk prófi sig áfram því það er ekki neitt lífsstílstengt sem er gott fyrir alla,“ segir hann. 

Hann játar að hafa oft verið svangur en segir jafnframt að fyrstu þrír dagarnir hafi verið erfiðastir. 

„Svengdin kemur í bylgjum. Þegar ég finn fyrir svengd er líkaminn ekki endilega að segja að hann þurfi orku. Þetta kemur í bylgjum og gengur yfir. En það er merkilegt að upplifa líkamsstarfsemina á allt annan hátt. Líkaminn fer að forgangsraða öðruvísi þegar hann fær bara vatn.“

Hvernig þá?

„Mér fannst ég verða rólegri. Maður kynnist meltingarkerfinu betur þegar maður fer að pæla í svengd, í hvað þú ert að nota orku, hvenær dags þú borðar og þar fram eftir götunum. Þú upplifir hvað félagslegi hlutinn að borða, að setjast niður með einhverjum, skipuleggja hádegismat, er sterkur. En svo gerist margt jákvætt eins og það að húðin verður miklu betri, skynfæri verða skarpari, ég fann meiri lykt og heyrði betur,“ segir hann.

Föstur hafa mismunandi áhrif á fólk. Á meðan sumir verða orkumeiri verða aðrir það orkulitlir að þeir komast varla fram úr rúminu. Steinþór segir að hann hafi verið nokkuð sprækur þessa viku sem hann fastaði. 

„Ég var bara að lifa venjulegu lífi. Kíkti alveg í ræktina en var kannski meira að teygja og hanga, fór í heita og kalda pottinn, kíkti í IKEA og skrúfaði saman kommóðu,“ segir hann.

Steinþór játar að hann sé mjög öfgakenndur. 

„Ég hef mjög gaman af þessum öfgum. Ég tel sjálfan mig lifa mjög öfgakenndu lífi. Ég dýrka að reyna mjög mikið á líkamann en þess á milli drekk ég allt of mikinn bjór og borða allt of mikið nammi. Ég vinn of mikið og allt það og þess vegna er svo mikilvægt að núllstilla líkamann alveg.“

Hann segist ekki vera búinn að skipuleggja næstu föstu en segir að hann ætli pottþétt að taka aftur svona vatnsviku.

„Ég og kærastan mín erum að eignast okkar fyrsta barn eftir tvær vikur. Ég mun pottþétt gera þetta aftur. Í janúar ætla ég að vera á Keto-mataræði en ég á eftir að stúdera það aðeins. Vinur minn, Dóri DNA, hefur náð góðum árangri á því mataræði og mig langar að prófa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skúli mætti með Grímu

10:20 Skúli Mogensen forstjóri WOW air var kjörinn Markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Thorarensen. Meira »

Silfrað í lok ársins

09:00 Stjörnurnar mættu í silfruðu á frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Silfraði liturinn hæfir bæði efnistökum myndarinnar sem og árstímanum. Meira »

Elskar kærustuna en langar í trekant

Í gær, 22:20 „Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki.“ Meira »

64 ára með tískublogg ársins

Í gær, 19:20 Lyn Slater er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún er á hátindi fyrirsætuferils síns. Slater sem er háskólaprófessor sló í gegn á árinu 2017 fyrir flottan og töffaralegan stíl. Meira »

Hárskrautið toppar jólahárið

Í gær, 16:20 Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. Meira »

Tveggja hæða penthouse í 101

Í gær, 13:20 Hvern dreymir ekki um tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað í 101 Reykjavík með útsýni út á sjó? Ef þú ert einn af þeim þá er þessi 121 fm íbúð við Klapparstíg 7 tilvalin fyrir þig. Meira »

Þegar lífið var „fullkomið“

í gær „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Hlýlegt og nýmóðins í Kópavogi

í gær Við Ásaþing í Kópavogi stendur ákaflega huggulegt 257 fm raðhús á tveimur hæðum. Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og stendur á fallegum útsýnisstað. Björgvin Sæbjörnsson, arkitekt á arkitektastofunni Apparat, hannaði húsið að utan og innan. Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

í fyrradag Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »

Þráir að komast á hundasleða

í fyrradag Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Pólitísk plott og átök

í fyrradag Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »

Svona bjó Meghan þegar hún kynntist Harry

í fyrradag Áður en að Meghan Markle flutti í lítið hús við Kensington-höll bjó hún í leiguhúsnæði í Toronto. Húsið er kannski ekki mjög stórt en þó feiki nógu stórt fyrir þau Meghan, hundana hennar og Harry þegar hann kíkti í heimsókn. Meira »

Í 140 þúsund króna sokkum

í fyrradag Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

11.12. Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Guðni Már skilinn

10.12. Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »

Viltu skarta þínu fegursta um jólin?

10.12. Þegar einn annasamasti tími ársins er á næsta leiti hættir okkur til að gleyma gleðinni í amstri dagsins. Auk daglegra verka eru flest okkar í óðaönn að skipuleggja hátíðina, skreyta húsið að utan og innan, undirbúa að pakkarnir verði á sínum stað. Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

11.12. Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

11.12. „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »

Stella ofursvöl í Spaksmannsspjörum

10.12. Stella Blómkvist hefur slegið í gegn í Sjónvarpi Símans Premium en hún fer með hlutverk lögfræðings sem blandast inn í æsispennandi mál. Leikkonan Heiða Reed, sem leikið hefur í þáttunum Poldark, leikur Stellu. Meira »

Fimm merki um að rassinn sé of aumur

10.12. Það er ekki nóg að gera bara magaæfingar þar sem það skiptir líka máli að hafa sterka rassvöðva. Þú færð ekki bara kúlurass af því að gera rassæfingar heldur getur líkamsstaðan líka batnað. Meira »
Meira píla