Drakk bara vatn í heila viku

Steinþór Helgi Arnsteinsson drakk bara vatn í heila viku.
Steinþór Helgi Arnsteinsson drakk bara vatn í heila viku.

Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðastjóri hjá CCP, fastaði í heila viku í nóvember. Í heila viku borðaði hann ekki neitt heldur drakk eingöngu vatn. Hann segir að áhrifin af föstunni séu stórkostleg þótt þetta hafi verið erfitt á köflum.

„Ég hef alltaf verið hrifinn af alls konar tegundum af föstum og mér finnst gaman að reyna á sjálfan mig. Þetta hefur verið að þróast í gegnum árin og ég hef verið að prófa mig áfram. Ég hef verið á Paleo-mataræði, stundað föstur eins og 16:8 og sleppt því að borða í einn og einn sólarhring,“ segir Steinþór. 

Hann segist hafa áttað sig á því að morgunmatur passaði ekki fyrir hann. Hann segist hafa reynt ítrekað að borða heilsusamlegan morgunmat og fann, að alveg sama hvað hann borðaði, hann var alltaf orðinn svangur aftur eftir klukkutíma. 

„Svengd er eitthvað sem ræðst ekki af því hvort þú þurfir mat eða ekki heldur spila hormón og líkamsstarfsemi þarna inn í. Ég sá heimildamynd um föstur á BBC og hef lesið bækur og greinar sem útskýra þetta betur,“ segir hann. 

Steinþór hafði prófað að fasta í einn og einn dag, fasta í þrjá daga og fimm daga þegar hann ákvað að taka þetta skrefinu lengra og fasta í heila viku. 

„Ég hef líka prófað djúsföstur og fann að þær henta ekki fyrir mig. Þær eru miklu óþægilegri en vatnsföstur því líkami minn er þannig að ef hann fær eitthvað smá að borða þá öskrar hann á meira. Annars er þetta persónubundið. Ég mæli með því að fólk prófi sig áfram því það er ekki neitt lífsstílstengt sem er gott fyrir alla,“ segir hann. 

Hann játar að hafa oft verið svangur en segir jafnframt að fyrstu þrír dagarnir hafi verið erfiðastir. 

„Svengdin kemur í bylgjum. Þegar ég finn fyrir svengd er líkaminn ekki endilega að segja að hann þurfi orku. Þetta kemur í bylgjum og gengur yfir. En það er merkilegt að upplifa líkamsstarfsemina á allt annan hátt. Líkaminn fer að forgangsraða öðruvísi þegar hann fær bara vatn.“

Hvernig þá?

„Mér fannst ég verða rólegri. Maður kynnist meltingarkerfinu betur þegar maður fer að pæla í svengd, í hvað þú ert að nota orku, hvenær dags þú borðar og þar fram eftir götunum. Þú upplifir hvað félagslegi hlutinn að borða, að setjast niður með einhverjum, skipuleggja hádegismat, er sterkur. En svo gerist margt jákvætt eins og það að húðin verður miklu betri, skynfæri verða skarpari, ég fann meiri lykt og heyrði betur,“ segir hann.

Föstur hafa mismunandi áhrif á fólk. Á meðan sumir verða orkumeiri verða aðrir það orkulitlir að þeir komast varla fram úr rúminu. Steinþór segir að hann hafi verið nokkuð sprækur þessa viku sem hann fastaði. 

„Ég var bara að lifa venjulegu lífi. Kíkti alveg í ræktina en var kannski meira að teygja og hanga, fór í heita og kalda pottinn, kíkti í IKEA og skrúfaði saman kommóðu,“ segir hann.

Steinþór játar að hann sé mjög öfgakenndur. 

„Ég hef mjög gaman af þessum öfgum. Ég tel sjálfan mig lifa mjög öfgakenndu lífi. Ég dýrka að reyna mjög mikið á líkamann en þess á milli drekk ég allt of mikinn bjór og borða allt of mikið nammi. Ég vinn of mikið og allt það og þess vegna er svo mikilvægt að núllstilla líkamann alveg.“

Hann segist ekki vera búinn að skipuleggja næstu föstu en segir að hann ætli pottþétt að taka aftur svona vatnsviku.

„Ég og kærastan mín erum að eignast okkar fyrsta barn eftir tvær vikur. Ég mun pottþétt gera þetta aftur. Í janúar ætla ég að vera á Keto-mataræði en ég á eftir að stúdera það aðeins. Vinur minn, Dóri DNA, hefur náð góðum árangri á því mataræði og mig langar að prófa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

78 ára og saknar sjálfsfróunar

Í gær, 23:59 „Ég er 78 ára og hef notið þess að stunda kynlíf með sjálfri mér. Að undanförnu hef ég stundað mjög æsandi kynlíf en get ekki fróað mér.“ Meira »

Vill hafa hlýlegt í kringum sig

Í gær, 21:00 Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur virðist vera lítið fyrir svart leður, stál, gler og spegla ef marka má heimaskrifstofur hans á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann kýs hlýleika, listaverk, þægilega skrifborðsstóla og fallega lampa. Meira »

Ævintýrafólk í mikilli stemningu

Í gær, 18:00 Það var glatt á hjalla þegar Fjallakofinn og Holmland buðu í bíó á magnaða ævintýramynd sem heitir Drop Everything.   Meira »

170 milljóna einbýli við Skildinganes

Í gær, 15:00 Húseignirnar gerast ekki mikið fallegri en þetta 284 fm hús sem Davíð Pitt arkitekt hannaði. Það stendur við Skildinganes í 101 Reykjavík, er opið og bjart og skemmtilegt. Hjartað slær í eldhúsinu sem er opið inn í borðstofu og stofu. Meira »

Sigríður Halldórsdóttir selur retró-slotið

Í gær, 12:00 Sigríður Halldórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, hefur sett íbúð fjölskyldunnar á sölu. Hreinræktaður retró-stíll einkennir íbúðina og er nostrað við hvert horn í íbúðinni. Meira »

Svona færðu „stærra“ hár

Í gær, 09:00 Hvern dreymir ekki um að hafa góða lyftingu í hárinu og að hárið verði þannig að það geisli af heilbrigði. Baldur Rafn Gylfason ætlar að kenna okkur gott trix til að fá „stærra“ hár. Meira »

Lofar að hætta að reykja 2018

Í gær, 06:00 Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst er bahá'íi og segist því vera rólegur um jólin en tekur þó þátt með vinum og vandamönnum. Hann lofaði syni sínum að hætta reykja og hyggst standa við það árið 2018. Meira »

G-EAZY og H&M búa til fatalínu

Í gær, 08:34 G-Eazy x H&M er ný herralína unnin í samstarfi við einn þekktasta tónlistarmann og pródúsent í dag, G-Eazy. Línan markar einnig útgáfu nýjustu plötu G-Eazy, The Beautiful & Damned, sem fer í sölu um allan heim í dag. H&M og G-Eazy unnu saman að línunni og endurspeglar þannig línan stíl hans og útlit. Línan verður fáanleg í útvöldum verslunum H&M frá og með 1. mars næstkomandi. Meira »

Svaf óvart hjá tengdamömmu sinni

í fyrradag „Við drukkum mikið og til að gera langa sögu stuttu þá stunduðum við kynlíf á meðan kærastan mín var sofandi á efri hæðinni. Morguninn eftir fór ég til mömmu hennar og bað hana um að segja ekki neitt. „Ekki orð,“ sagði mamma hennar og blikkaði mig.“ Meira »

Skallar Harrys og Vilhjálms stækka

í fyrradag Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry eru ekki nema 35 ára og 33 ára. Hár þeirra er þó farið að þynnast töluvert og stefnir ekki í að þeir verði hárprúð gamalmenni. Meira »

Himnasending fyrir fólk með sokkablæti

í fyrradag Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson hafa ekki gengið í einlitum sokkum í mörg ár og ákváðu að taka sokkblæti sitt skrefinu lengra. Fyrr á þessu ári stofnuðu þeir fyrirtækið Smartsock sem gengur út á að selja litríka sokka í áskrift. Meira að segja forsetinn kaupir sokka af þeim. Meira »

Hið fullkomna dagskipulag

í fyrradag Er aldrei tími til að fara í ræktina eftir vinnu? Ertu að háma í þig vont kremkex rétt áður en vinnutíminn er búinn? Það má læra ýmislegt af vísindamönnum sem rannsakað hafa hvernig best er að haga lífinu og þar með dagskipulaginu. Meira »

Heimilislíf: „Hér slær hjartað“

í fyrradag Brynhildur Guðjónsdóttir er gestur í þættinum Heimilislífi. Hún býr í sögufrægri íbúð í vesturbæ Reykjavíkur. Listaverk eftir íslenska samtímamenn eru áberandi í íbúðinni og hugsað er út í hvert smáatriði. Meira »

Hætt að fækka fötum fyrir hvað sem er

13.12. Ofurfyrirsætan Adriana Lima er loksins búin að átta sig á því, eftir 20 ár í bransanum, að sú ímynd sem hún stendur fyrir hefur skaðleg áhrif á margar konur. Meira »

Stal hárstílnum frá Leonardo DiCaprio

13.12. Kate Hudson er glæsileg með stuttklippt hárið og fer ótroðnar leiðir í leit að innblæstri. Það er ekki svo slæm hugmynd að leita eftir drengjakollsinnblæstri frá drengslegum Leonardo DiCaprio. Meira »

Skúli mætti með Grímu

13.12. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Thorarensen. Meira »

Frá Tiffany og Co. yfir á Skólavörðustíginn

í fyrradag Orri Finnbogason byrjaði feril sinn í New York sem demantahlaupari og fékk síðar starf við demantaísetningar hjá Rolex og Tiffany & Co. Nú hafa hann og eiginkona hans hannað viðhafnarlínu sem frumsýnd verður á fimmtudaginn. Meira »

Dregur Birgitta fram Írafárs-fötin?

13.12. Beðið er eftir því með eftirvæntingu hvort Birgitta Haukdal dragi fram netagrifflurnar, hattana, loðstígvéin og skelli sér í ljós og strípur fyrir afmælistónleika Írafárs næsta sumar. Eins sjá má á myndum Morgunblaðsins var Birgitta með einstakan fatastíl. Meira »

Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

13.12. Camilla Rut er ekki bara hress á Snapchat heldur líka hæfileikarík söngkona. Camilla, sem er mikið jólabarn og finnst ómissandi að eiga góð náttföt á jólunum, ætlar að halda jólatónleika með eiginmanni sínum. Meira »

Silfrað í lok ársins

13.12. Stjörnurnar mættu í silfruðu á frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Silfraði liturinn hæfir bæði efnistökum myndarinnar sem og árstímanum. Meira »