Fimm merki um að rassinn sé of aumur

Rassvöðvarnir eru stór og mikilvægur vöðvahópur.
Rassvöðvarnir eru stór og mikilvægur vöðvahópur. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki nóg að styrkja magavöðvana til þess að ná fram góðri líkamsstellingu, rassvöðvarnir skipta líka miklu máli. Veikir rassvöðvar geta haft slæm áhrif á hreyfigetu líkamans. 

Hvernig er hægt að komast að því að maður sé með of veika rassvöðva? Men's Health fékk sérfræðinga til þess að fara yfir helstu viðvörunarbjöllur. Í ljós kom að gott er að fylgjast með nokkrum merkjum en það að hnéð beygist 90 gráður er merki um að rassvöðvarnir eru í góðu standi. 

Það borgar sig að styrkja rassvöðvana.
Það borgar sig að styrkja rassvöðvana. mbl.is/Thinkstockphotos

Verkir í mjöðmum eða hnjám

Ef fólk fær verki í hné eða mjaðmir þegar það er að æfa getur vandamálið átt rætur að rekja upp í rass. Að fá verki í mjaðmirnar eða verk framan á hnén þegar hlaupið er getur verið merki um of veika rassvöðva.

Slæm líkamsstaða

Að vera boginn í baki getur verið merki um veika rassvöðva. Ef fólk situr álútt allan daginn er það merki um að fólk þurfi að styrkja rassvöðvana. Fólk fær einnig oft og tíðum verki í mjóbakið. 

Skrítið göngulag

Skrítið göngulag eða hlaupastíll getur verið vegna veikra rassvöðva. Vegna þess að rassvöðvarnir eru ekki nógu sterkir verður fólk stíft í mjöðmunum og stífar mjaðmir hafa áhrif á göngulag.

Verkir í hælum

Hlauparar með veika rassvöðva eiga það til að fá verki í hæla. 

Blöðrur

Blöðrur og önnur fótavandamál má rekja til veikra rassvöðva. 

Er hlaupastíllinn eðlilegur?
Er hlaupastíllinn eðlilegur? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál