5 leiðir til að koma í veg fyrir andremmu

Andremma er sjaldnast góð.
Andremma er sjaldnast góð. mbl.is/Thinkstockphotos

Það vill enginn vera þekktur fyrir andremmu. Hvað skal þá gera á miðjum degi þegar þú byrjar að anda súrri lykt og tannburstinn er heima? Hægt er að nýta ýmislegt annað en tannkrem til þess að fríska upp á bakteríuflóruna í munninum líkt og Prevention fór yfir. 

1. Tyggjó og mynta

Að vera með myntu eða sykurlaust tyggjó við höndina er alltaf klassískt. Tyggjóið eða myntan er skyndilausn sem dugar skammt en virkar þó kannski þangað til þú kemst heim til að tannbursta. 

Margir tyggja tyggjó til að koma í veg fyrir andremmu.
Margir tyggja tyggjó til að koma í veg fyrir andremmu. mbl.is/Thinkstockphotos

2. Ávextir

Það getur haft jákvæð áhrif á bakteríuflóruna í munninum að borða ávexti eins og jarðarber, appelsínur og greip. 

3. Skeið

Það er gott að hreinsa tunguna en hvað er til ráða þegar tannburstinn eða jafnvel tunguskröpunaráhaldið er á baðherberginu heima og þú í vinnunni? Sérfræðingur Prevention mælir með að nota skeið til þess að skrapa bakteríurnar af tungunni. 

4. Vatn

Í stað þess að fá sér tyggjó er líka bara hægt að drekka eitt glas af vatni. Þurrkur í munni er gott andremmuheimili og því getur verið gott að drekka smá vatn. Vatnið getur líka hjálpað til að skola burt matarleifar sem festast í gómnum. 

Vatn er alltaf gott.
Vatn er alltaf gott. mbl.is/Thinkstockphotos

5. Jógúrt

Jógúrt er þekkt fyrir að vera lausn við ólíklegustu vandamálum og auðvitað er það líka gott við andremmu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál