5 leiðir til að losna við magaspikið

Það reynist oft erfitt að losna við magaspikið.
Það reynist oft erfitt að losna við magaspikið. mbl.is/Thinkstockphotos

Það reynist mörgum sem eru að reyna grenna sig erfitt að losna við magann. „Hvernig fæ ég flatan maga?“ er spurning sem einkaþjálfarinn Sam Woods fær hve oftast eins og hann greinir frá í pistli sínum á Women's Health. Föstur og hlaupabretti eru ekki leiðin að hans mati og mælir með nokkrum góðum ráðum. 

1. Woods segir að ekki sé hægt að skafa fitu af einhverjum einum stað á líkamanum heldur þurfi heildarfituprósentan að minnka. Ásamt réttu mataræði mælir hann með brennsluæfingum eins og HIIT-æfingum. 

2. Svefn skiptir lykilmáli þegar kemur að minni maga. Woods bendir á að fólk sé oft mjög meðvitað um að hreyfa sig og hvað það borðar en gleymir öðrum þáttum eins og svefninum. 

3. Núvitund hjálpar til að takast á við stress og annað áreiti en slíkt getur haft áhrif á holdafar fólks. Ef fólk er undir miklu stressi fer líkaminn í ástand þar sem hann passar upp á fitu og kemur sér upp varabirgðum. Ástand sem kemur sér vel ef fólk er strandaglópar á eyðieyju en annars ekki. 

4. Gæði umfram magn er annað sem fólk ætti að hafa í huga að mati Woods. Á hann þar við að fólki hugsi um hvað það sé að innbyrða í stað þess að telja bara kaloríurnar.

5. Woods leggur mikla áherslu á að fólk vinni með mótstöðu þegar það er að æfa. Þannig brenni fólk ekki bara kaloríum á meðan það æfir heldur líka eftir æfinguna. Fólk þarf ekki að vera í lyftingasal með lóðum til þess að gera æfingar með mótstöðu þar sem teygjur eru til dæmis góðar til að skapa mótstöðu. Einnig er vel hægt að nota sína eigin líkamsþyngd. 

Hægt er að búa til mótstöðu með teygjum.
Hægt er að búa til mótstöðu með teygjum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál