Alltaf átt í erfiðleikum með þyngdina

Miranda Lambert er ánægð með sig eins og hún er.
Miranda Lambert er ánægð með sig eins og hún er. AFP

Sveitasöngkonan Miranda Lambert hefur ekki alltaf verið ánægð með sjálfa sig. Hún segist hafa átt í erfiðleikum með að taka líkama sinn í sátt. Með árunum hefur það hins vegar breyst. Í viðtali við Health segist hún hafa reynt ýmsa megrunarkúra og er ekki með neina reglu þegar kemur að mataræði og hreyfingu. 

„Ég hef prófað alla megrunarkúra. Í hvert skipti sem ég fer á lágkolvetna þyngist ég aftur mjög fljótt,“ segir Lambert sem viðurkennir að borða ostborgara og drekka bara bjór sumar vikur. Þegar hún kemst að því að að fötin passa ekki tekur hún sig á og er dugleg að stunda pilates í mánuð eða hlaupa. 

„Ég hef verið í öllum stærðum. Allt mitt líf hef ég átt í erfiðleikum með þyngdina. Ég er aðeins 162 sentímetrar þannig að þyngdin sést fljótlega á mér. Ég er komin á góðan stað núna, þetta er nokkurn veginn mín stærð. Ég er í stærð sex, tvö kíló til eða frá það fer eftir dögum. Það er gott að finna sinn stað. Ég vil ekki vera á sviði með áhyggjur af líkama mínum. Það er það síðasta sem ég vil hugsa um. Ég stend mig ekki eins vel og ég get ef óöryggi mitt truflar mig.“ 

Miranda Lambert vill líða vel á sviði.
Miranda Lambert vill líða vel á sviði. AFP

Lambert segir að hún hafi verið ánægð með feril sinn en ekki útlit sitt. Það breyttist hins vegar þegar kona á svipuðum aldri og svipað stór og Lambert sagði henni hversu mikil fyrirmynd hún væri. 

„Ég vil að þú vitir að ég henti vigtinni minni vegna þín, af því að þú ert með svo mikið sjálfstraust,“ sagði konan við Lambert sem áttaði sig á að vigt hennar væri ekki mæld í kílóum. 

Lambert sem skildi við eiginmann sinni Blake Shelton er nú gift lögreglumanninum Brendan McLoughlin sem er afar duglegur að æfa og tekur Lambert með sér. „Stundum vil ég drepa hann og stundum er ég þakklát fyrir það,“ segir hún um æfingarnar þeirra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál