Það sem vinnur best á þynnkunni

Þynnkan er stundum óbærileg. En þessi ráð ættu að hjálpa …
Þynnkan er stundum óbærileg. En þessi ráð ættu að hjálpa þér. mbl.is/alt.dk

Eflaust skemmtu margir sér vel í gærkvöldi og sumir kannski of vel. Það er því ekki ólíklegt að einhverjir hafi vaknað með dúndrandi höfuðverk eða hálfómögulegir í maganum í morgun. 

Það er ekki hægt að lækna þynnku eða koma í veg fyrir hana nema með því að sleppa áfengisneyslu algjörlega. En fyrir þá sem fengu sér í tána og finna vel fyrir því er ýmislegt hægt að gera til að gera lífið aðeins bærilegra á fyrsta degi ársins. 

Engifer

Engifer hefur lengi verið notað sem meðal við ógleði. Rjúkandi heitur bolli af engifertei stuttu eftir að þú vaknar á nýju ári slær tvær flugur í einu höggi; það slær á ógleðina og hjálpar þér að vökva líkamann eftir átök kvöldsins. Þar að auki hefur engifer bólgueyðandi áhrif svo þú ættir kannski að koma því inn í þína daglegu rútínu, ekki bara þegar timburmenn banka á dyrnar. 

Góður morgunmatur

Þótt matarlystin sé kannksi ekki mikil daginn eftir gott partí er mikilvægt að borða og næra sig. Það er klisja að vel sveittur „enskur“ morgunmatur sé besta lausnin. Betra er að fá sér holla og vel samsetta máltíð. Góð hugmynd er að einblína á kalíumríka fæðu eins og banana og lárperur. 

Vatn

Gömul vísa er aldrei of oft kveðin. Það er gríðarlega mikilvægt að drekka mikið af vatni til að sigrast á þynnkunni. Það er einnig mjög góð regla að skella einu stóru vatnsglasi í sig áður en maður fer í háttinn eftir langt drykkjukvöld.

Svefn

Svefn er eitt besta meðalið við þynnku. Þynnkan verður jafnvel enn verri ef þú nærð ekki að sofa nóg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál