Húsgögnin okkar

Borðstofuhúsgögn eftir Sigvalda Thordarson frá um 1960.
Borðstofuhúsgögn eftir Sigvalda Thordarson frá um 1960. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslensk húsgögn frá því um og upp úr miðri síðustu öld skipa stóran sess í sýningunni Hlutirnir okkar, sem stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Sýningin varpar ljósi á íslenska hönnunarsögu, sem hefur enn ekki verið rannsökuð til hlítar.

Sýningin Hlutirnir okkar hefur verið opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Sýningin er á völdum gripum úr eigu safnsins en frá stofnun þess árið 1998 hefur safnið fengið marga góða gripi sem varpa ágætu ljósi á íslenska og erlenda hönnun. Safneignin endurspeglar nú þegar þá miklu fjölbreytni sem hönnunarsagan samanstendur af en að þessu sinni er lögð áhersla á að sýna íslensk húsgögn og prentgripi.

„Íslensk hönnunarsaga er óljós að því leyti að hún hefur ekki enn verið rannsökuð til hlítar og almenningur hefur ekki haft greiðan aðgang að þessari sögu. Þó eigum við auðvelt með að draga upp mynd af mörgu því sem hefur skapað hönnunarvettvanginn á Íslandi, til að mynda af þeirri iðnvæðingu sem hér varð á 20. öldinni við nútímavæðingu íslensks samfélags,“ segir á vef safnsins.

Húsgögnin á meðfylgjandi myndum eiga það sammmerkt að vera frá því um eða eftir miðja síðustu öld.

„Húsgagnaframleiðsla var gríðarlega stór og sinnti heimamarkaði,“ segir Harpa Þórsdóttir safnstjóri. Hún segir íslensku hönnunarsöguna hefjast með fyrstu menntuðu arkitektunum og húsgagnahönnuðunum en Hönnunarsafn Íslands safnar aðeins gripum gerðum eftir aldamótin 1900. „Við þekkum ekki nógu vel þessa sögu,“ segir hún og sér fyrir sér að íslensk hönnunarsaga verði kennd sem hluti af listfræðikennslu í Háskóla Íslands.

Vel væri hægt að hugsa sér að einhver af þessum húsgögnum yrðu framleidd á ný en vinsældir danskrar hönnunar frá svipuðum tíma eru miklar. „Til þess þyrftum við að þekkja þetta betur og segja: Við viljum íslenskt,“ segir Harpa.

Nýrri gripir eru líka á sýningunni og þar eru sýnd verk eftir íslenska hönnuði í alþjóðlegu samhengi, en margir hérlendir hönnuðir hafa starfað í samstarfi við erlend hönnunarfyrirtæki á síðustu árum. Ennfremur eru erlendir gripir á sýningunni til að setja hlutina í alþjóðlegt samhengi.

Sýningin stendur til 16. október næstkomandi.

Gunnar H. Guðmundsson hannaði stólinn Höfðingja. Frumgerð stólsins var gerð …
Gunnar H. Guðmundsson hannaði stólinn Höfðingja. Frumgerð stólsins var gerð árið 1959-1960. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Stóllinn með bláu setunni er hannaður árið 1962 af Sveini …
Stóllinn með bláu setunni er hannaður árið 1962 af Sveini Kjarval fyrir kaffihúsið Tröð. Hinn tréstóllinn er líka eftir Svein og er hann frá 1052. Efsti stóllinn er eftir Árna Jónsson og er frá um 1960. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Þessi svefnherbergishúsgögn eru úr búi hjónanna Vigdísar Reykdal og Einars …
Þessi svefnherbergishúsgögn eru úr búi hjónanna Vigdísar Reykdal og Einars Sveinssonar arkitekts, húsameistara Reykjavíkur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Þessi svefnherbergishúsgögn eru úr búi hjónanna Vigdísar Reykdal og Einars …
Þessi svefnherbergishúsgögn eru úr búi hjónanna Vigdísar Reykdal og Einars Sveinssonar arkitekts, húsameistara Reykjavíkur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Hengilampinn Hekla eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson.
Hengilampinn Hekla eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Spíra, svefnbekkur og sófi eftir Þorkel G. Guðmundsson, frá 1965.
Spíra, svefnbekkur og sófi eftir Þorkel G. Guðmundsson, frá 1965. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Svona lítur sófinn út þegar búið er að lengja hann.
Svona lítur sófinn út þegar búið er að lengja hann. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Kaffistell eftir Benedikt Guðmundsson frá 1950.
Kaffistell eftir Benedikt Guðmundsson frá 1950. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Armstóll eftir Ólaf B. Ólafs.
Armstóll eftir Ólaf B. Ólafs. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Gærustóll frá 1960 eftir Ásgeir Einarsson.
Gærustóll frá 1960 eftir Ásgeir Einarsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál