Engin vandamál, aðeins lausnir

Sesselja Thorberg.
Sesselja Thorberg. mbl.is/Kristinn

„Ég stofnaði ráðgjafafyrirtækið Fröken Fix fyrir ári og síðan þá hefur leiðin aðeins verið upp á við. Ég undirbjó mig mjög vel, kannaði markaðinn og gerði áætlanir. Ég vissi upp á hár að það var pláss fyrir þessa þjónustu, einskonar millistig á milli arkitekts og stílista. Ég var auðvitað stressuð og byrjaði smátt en mig óraði aldrei fyrir viðbrögðunum sem ég hef fengið,“ segir Sesselja Thorberg.

„Íslendingar hafa hingað til kannski verið með þá hugmynd að þessi þjónusta sé mjög dýr og kannski eilítið ópersónuleg. Það stafar fyrst og fremst af því hvernig ljósmyndir fjölmiðlar birta af innanhússhönnun, sem vill oft vera eins og í sýningarbás. En auðvitað á innanhússhönnun að vera persónuleg og endurspegla viðskiptavininn. Þetta er allt að koma.“

Fyrirtækið stækkar hratt en Sesselja ætlar að flytja með fyrirtækið í nýtt húsnæði í miðbænum nú í september. En eru verkefnin eins og hún bjóst við í upphafi?

„Nei, ég bjóst við því að ég myndi vera mestmegnis með „quick fix“-ráðgjöf og svo myndu stærri verk detta inn þess á milli. Eins og er hafa stærri verkin tekið dálítið yfir en þó tek ég einn fastan dag í viku þar sem ég sinni nokkrum „quick fix“-erindum. Ég bjóst líka við því að lægðir myndu koma inn á milli en ég hef ekki enn orðið vör við það. Ég hef allavega ekki enn komist í sumarfrí!“ segir Sesselja.

Hvert verkefni sérstakt

Verkefnin eru mörg og fjölbreytt.

„Ég er mjög mikið bókuð núna og sinni mikið stærri langtímaverkefnum bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hvert og eitt verkefni er spes en þó eiga þau öll það sameiginlegt að ég byrja að hanna út frá einhverri ákveðinni stemningu sem ákveðin er fyrirfram. Svo er ég reglulega með smærri ráðgjafartíma líka.“

En hvert skyldi vera algengasta vandamálið sem viðskiptavinir leita til Sesselju með?

„Litaráðgjöf, skipulag, uppröðun, hönnun innréttinga eða að skapa stemningu. Það er í raun ekkert eitt atriði sem er algengast. Vandamál eru ekki til, aðeins atriði sem bíða lausna, segi ég alltaf.“

Þrifaleg forstofa í vetur

Það er freistandi að spyrja sérfróðan viðmælandann hvað verði ofan á í haust, hvaða litir verði til dæmis í aðalhlutverki.

„Turkis, gulur og grár hafa verið dálítið mikið inni og ég hugsa að gráu tónarnir haldi áfram. Antíkbleikur hefur einnig verið að koma mikið inn ásamt orange og hlýjum grábrúnum tónum. Ekki má gleyma fallegasta hvíta litum, kiddahvítum frá Slippfélaginu. Veggfóður er líka að verða æ algengara, bæði rómantísk kvenlæg mynstur og karllæg strúktúrmynstur,“ segir Sesselja og gefur svo góð ráð fyrir heimakæra fyrir veturinn.

„Það er þjóðráð að setja fallegan hlýan lit inn í þau rými sem mest eru notuð yfir veturinn. Grábrúnir eða blágráir tónar koma vel út í kertaljósabirtunni. Í Ilvu og Ikea fást falleg prónateppi ef þú ert ekki handlaginn sjálfur og slík teppi er gott að grípa í fyrir kaldar tær. En vel skipulögð og þrifaleg forstofa er nauðsynleg fyrir veturinn, allir treflar á sinn stað og engir blautir skór út um öll gólf.“

Allar nánari upplýsingar má nálgast HÉR.

Sesselja Thorberg.
Sesselja Thorberg. Kristinn Ingvarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál