Engin vandamál, aðeins lausnir

„Ég stofnaði ráðgjafafyrirtækið Fröken Fix fyrir ári og síðan þá hefur leiðin aðeins verið upp á við. Ég undirbjó mig mjög vel, kannaði markaðinn og gerði áætlanir. Ég vissi upp á hár að það var pláss fyrir þessa þjónustu, einskonar millistig á milli arkitekts og stílista. Ég var auðvitað stressuð og byrjaði smátt en mig óraði aldrei fyrir viðbrögðunum sem ég hef fengið,“ segir Sesselja Thorberg.

„Íslendingar hafa hingað til kannski verið með þá hugmynd að þessi þjónusta sé mjög dýr og kannski eilítið ópersónuleg. Það stafar fyrst og fremst af því hvernig ljósmyndir fjölmiðlar birta af innanhússhönnun, sem vill oft vera eins og í sýningarbás. En auðvitað á innanhússhönnun að vera persónuleg og endurspegla viðskiptavininn. Þetta er allt að koma.“

Fyrirtækið stækkar hratt en Sesselja ætlar að flytja með fyrirtækið í nýtt húsnæði í miðbænum nú í september. En eru verkefnin eins og hún bjóst við í upphafi?

„Nei, ég bjóst við því að ég myndi vera mestmegnis með „quick fix“-ráðgjöf og svo myndu stærri verk detta inn þess á milli. Eins og er hafa stærri verkin tekið dálítið yfir en þó tek ég einn fastan dag í viku þar sem ég sinni nokkrum „quick fix“-erindum. Ég bjóst líka við því að lægðir myndu koma inn á milli en ég hef ekki enn orðið vör við það. Ég hef allavega ekki enn komist í sumarfrí!“ segir Sesselja.

Hvert verkefni sérstakt

Verkefnin eru mörg og fjölbreytt.

„Ég er mjög mikið bókuð núna og sinni mikið stærri langtímaverkefnum bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hvert og eitt verkefni er spes en þó eiga þau öll það sameiginlegt að ég byrja að hanna út frá einhverri ákveðinni stemningu sem ákveðin er fyrirfram. Svo er ég reglulega með smærri ráðgjafartíma líka.“

En hvert skyldi vera algengasta vandamálið sem viðskiptavinir leita til Sesselju með?

„Litaráðgjöf, skipulag, uppröðun, hönnun innréttinga eða að skapa stemningu. Það er í raun ekkert eitt atriði sem er algengast. Vandamál eru ekki til, aðeins atriði sem bíða lausna, segi ég alltaf.“

Þrifaleg forstofa í vetur

Það er freistandi að spyrja sérfróðan viðmælandann hvað verði ofan á í haust, hvaða litir verði til dæmis í aðalhlutverki.

„Turkis, gulur og grár hafa verið dálítið mikið inni og ég hugsa að gráu tónarnir haldi áfram. Antíkbleikur hefur einnig verið að koma mikið inn ásamt orange og hlýjum grábrúnum tónum. Ekki má gleyma fallegasta hvíta litum, kiddahvítum frá Slippfélaginu. Veggfóður er líka að verða æ algengara, bæði rómantísk kvenlæg mynstur og karllæg strúktúrmynstur,“ segir Sesselja og gefur svo góð ráð fyrir heimakæra fyrir veturinn.

„Það er þjóðráð að setja fallegan hlýan lit inn í þau rými sem mest eru notuð yfir veturinn. Grábrúnir eða blágráir tónar koma vel út í kertaljósabirtunni. Í Ilvu og Ikea fást falleg prónateppi ef þú ert ekki handlaginn sjálfur og slík teppi er gott að grípa í fyrir kaldar tær. En vel skipulögð og þrifaleg forstofa er nauðsynleg fyrir veturinn, allir treflar á sinn stað og engir blautir skór út um öll gólf.“

Allar nánari upplýsingar má nálgast HÉR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Var lögð í einelti á Stöð 2

10:08 Þórunn Antonía Magnúsdóttir segist hafa verið lögð í einelti þegar hún starfaði sem dómari í Ísland Got Talent.   Meira »

OLD BESSASTAÐIR slógu í gegn

10:00 Gleðin var við völd í Tjarnarbíói þegar glænýtt leikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur, OLD BESSASTAÐIR, var frumsýnt. Marta Nordal leikstýrir verkinu en Leikhópurinn Sokkabandið stendur að sýningunni. Meira »

Er lestur lykillinn að betra lífi?

07:00 Nýleg rannsókn, sem gerð var við Háskólann í Liverpool, bendir til þess að yndislestur sé bráðhollur. Að lesa sér til skemmtunar er ekki einungis ánægjulegt, heldur getur það einnig aukið þolinmæði, samkennd og sjálfstraust fólks. Meira »

Gerði hráfæði fyrir einn virtasta sjónvarpskokk Bretlands

Í gær, 22:23 Solla Eiríksdóttir tók á móti sjónvarpskokkinum Rick Stein í dag. Solla eldaði hráfæðilasagna fyrir þáttinn hans og segir Stein hafa verið yfir sig hrifinn og áhugasaman um hráfæði. „Það hefur enginn gert hráfæði fyrir hann áður,“ segir Solla. Meira »

„Hjásvæfan vill mína hjálp“

Í gær, 19:00 „Fyrir nokkrum árum slitnaði upp úr sambandi mínu þegar ég komst að því að kærastinn minn hélt framhjá með samstarfskonu sinni. Í gær fékk ég tölvupóst frá hinni konunni, nú er minn fyrrverandi farinn að halda framhjá henni og hún vill mína hjálp.“ Meira »

Leifur Welding endurhannaði Strikið

Í gær, 16:00 Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri var endurhannaður á dögunum. Mjúkir litir ráða nú ríkjum á staðnum. Hönnunin er töluvert skandinavísk og er mikið lagt upp úr góðri lýsingu. Leifur Welding sá um endurhönnunina á Strikinu. Staðnum var lokað þann 2. janúar og hann opnaður aftur 16. janúar. Það þykir mikið afrek að það hafi tekist. Meira »

Beckham-sonur gerir allt vitlaust í tískuheimi

í gær Margir af helstu ljósmyndurum heims eru pirraðir þessa dagana þar sem forsvarsmenn Burberry-tískuhússins ákváðu að fá son Victoriu og Davids Beckhams til að mynda nýjustu ilmvatnslínu fyrirtækisins. Brooklyn Beckham er elsti sonur ofurparsins og aðeins 16 ára gamall. Meira »

Á ég að láta það eftir mér?

Í gær, 13:00 „Þetta getur verið erfið spurning sem ég velti ansi oft fyrir mér, sérstaklega þegar útsölurnar byrja. Það hljóta allir að sjá mikilvægi þess að fá sér nýjar skyrtur og jafnvel jakkaföt þegar herlegheitin hefjast,“ segir Elmar Hallgríms Hallgrímsson. Meira »

Hún er fáránlega lík Kim Kardashian

í gær Bloggarinn Sonia Ali hefur vakið töluverð athygli undanfarið fyrir það að vera nauðalík sjálfri Kim Kadashian. Það er nánast ómögulegt að þekkja þær í sundur. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi fyrirtækjum

í fyrradag Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu í síðdegis í gær fyrir rekstrarárið 2014, að viðstöddum Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. 682 fyrirtæki teljast framúrskarandi eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á Íslandi. Meira »

Dundrandi afmælisveisla á Strikinu

í fyrradag Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri fagnaði 10 ára afmæli á dögunum og af því tilefni var efnt til teitis á staðnum. Boðið var upp á glæsilegar veitingar og var mikið fjör á gestunum. Meira »

Cruz í kjól upp á 1,6 milljónir króna

í fyrradag Leikkonan Penelope Cruz leit vel úr á frumsýningu Zoolander í Berlín fyrr í vikunni. Cruz klæddist kjól frá Balmain sem kostar hvorki meira né minna er 1,6 milljónir króna. Meira »

Mikilvægt er að kunna að stjórna reiðinni

í fyrradag „Of oft fara þá líka sögusagnir á kreik sem enginn veit í raun hvort fótur sé fyrir. Það er nefnilega í eðli fólks að fylla inn í eyður til að fá rökræna útkomu. Talaðu beint við hann sem þú ert ósáttur við. Ekki við konuna hans eða frænda hans, þeir hafa ekkert með þetta að gera,“ segir Hildur Jakobína. Meira »

Svíaprinsessa geislaði í lánskjól

4.2. Sofia Svíaprinsessa er kasólétt þessi dægrin og hefur hún sjaldan litið betur út. Í gær kom sænska konungsfjölskyldan saman í hátíðarkvöldverði þar sem Sofia stal senunni í gulllituðum kjól. Meira »

Tryllt útsýni í Kópavogi

í fyrradag Við Þinghólsbraut í Kópavogi stendur sjarmerandi hæð með trylltu útsýni út á haf. Í stofunni eru stórir gluggar, nokkuð hátt til lofts og vítt til veggja. Hæðin sjálf er 177 fm að stærð en húsið var byggt 1962. Búið er að endurnýja hæðina mikið. Meira »

Hversdagsmatur eða sunnudagssteik?

4.2. Í þætti dagsins af Korter í kvöldmat töfrar Óskar fram ofnbakað grænmeti með engifersósu og kjúklingi, eða til að smella réttinum í hátíðarlegri búning, önd. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.