Piero Lissoni slær ekki feilnótu

Ítalski hönnuðurinn Piero Lissoni hannaði Conservatorium hótelið í Amsterdam frá A-Ö. Að sjá þessa fegurð festa á filmu kveikir upp löngun til ferðalaga. Í raun þurfa hótelgestir ekkert að fara út úr húsi því hótelherbergin eru sérlega vistleg, veitingastaðurinn glæsilegur og vönduð heilsulind fær mestu vinnualka til þess að langa til að slappa af um stund. Í raun gæti hótelið verið staðsett hvar sem er því hótelgestir ættu einmitt að nota tímann til þess að eyða sem mestum tíma inni á hótelinu, ekki utan þess.

Hollendingar eru ákaflega framarlega þegar kemur að hönnun en það verður að segjast eins og er að það toppar enginn Ítalina og alls ekki Piero Lissoni. Hönnun hans er einhver veginn safaríkari og með meiri fyllingu en gengur og gerist.

Á Conservatorium hótelinu er hvergi slegin feilnóta. Hótelið nær að skarta þessum hlýlega blæ sem fólk sækist eftir á hótelum. Og þótt það sé örlítið farið út af brúninni með húsgagnavali og stíliseringu þá verður heildarmyndin alls ekki sjoppuleg heldur tignarleg og umvefjandi.

Dökkt parket, viðarklæddir veggir, svolítið af mottum, stór ljós, opnar bókahillur og hnausþykkar gardínurnar umvefja gestina og búa til eftirsótta stemningu. Það ætti þó ekkert að koma á óvart því Piero Lissoni er þekktur verðlaunahönnuður og hefur hannað húsgögn og innréttingar fyrir Boffi, Cassina, Cappellini og Kartell svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Er komin með leið á Kylie Jenner-„trendinu“

13:00 Vala Fanney Ívarsdóttir er 21 árs gömul og heldur úti lífstíls- og förðunarblogginu Vala Fanney. „Það hafði lengi blundað í mér einhver þörf fyrir að deila hugmyndum mínum og hugsunum með fólki og ég ákvað því að byrja með bloggið mitt í fyrra,“ segir Vala Fanney. Meira »

Vöruframboðið aldrei verið meira hjá Sveinbjörgu

10:00 Myndlistakonan og hönnuðurinn Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, konan á bakvið hönnunarfyrirtækið Sveinbjörg, er þessa dagana að kynna spennandi nýjungar sem voru að bætast við vörulínu fyrirtækisins. Sveinbjörg stofnaði fyrirtækið árið 2007 og hefur reksturinn gengið vonum framar þrátt fyrir efnahagsáfallið sem reið yfir árið 2008 og hefði auðveldlega getað lamað reksturinn. Þess í stað tóku Íslendingar ástfóstri við þrestina hennar og hrafna og í dag starfa fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu. Meira »

Kim Kardashian sem Marie Antoinette

07:00 Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West fer með aðalhlutverk í nýjustu herferð orkudrykkjarins Hype Energy. Þar stígur Kardashian á svið sem frægar persónur úr fortíðinni eins og Marie Antoinette og Audrey Hepburn. Meira »

7 fæðutegundir sem auka kynhvötina

Í gær, 22:00 Kynlífsfræðingurinn Psalm Isadora segir að til að stunda frábært kynlíf þurfi fólk einnig að huga að heilbrigðum lífsstíl. Hún tók því saman lista yfir nokkur óvænt hráefni sem að koma þér í stuð fyrir svefnherbergið. Meira »

Lady Gaga í 40 milljóna króna stígvélum

Í gær, 20:00 Tískudívan Lady Gaga deildi fyrr í vikunni ljósmyndum af sér á Instagram sem sýna hana máta stígvél frá tískuhúsi Alexander McQueen. Stígvélin keypti hún á uppboði og borgaði allt að 39,8 milljónir króna fyrir parið. Meira »

40 ára afmæli Epal fagnað

Í gær, 18:00 Hönnunarverslunin Epal varð 40 ára fyrr í mánuðinum. Í tilefni þess var haldin glæsileg afmælisveisla í Skeifunni. Stórafmælinu verður fagnað í heilt ár. Meira »

Sirrý fagnaði fimmtugsafmælinu í gær

í gær Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir hélt upp á fimmtugsafmælið sitt í gær. Sirrý bauð góðum gestum að fagna með sér og stemningin var mikil. Sigmundur Ernir var veislustjóri í afmælinu. Hann greindi viðstöddum frá að í dag yrði maður ekki miðaldra fyrr en þegar maður verður 54 ára. Meira »

Gulla er á leiðinni til Eyja í draumajakkanum

Í gær, 16:00 Guðlaugu Sigríði Tryggvadóttur, sigurvegara heimakeppninnar í Biggest Loser Ísland, hafði lengið langað í Cintamani-jakka en henni fannst hann ekki fara sér vel. „Mér fannst ég ekki vera nógu flott til að hann færi mér vel,“ segir Guðlaug sem ákvað um jólin seinustu að hún myndi verðlauna sig með Cintamani-jakka ef hún myndi ná ákveðnum árangri. Guðlaug náði settum árangri og er á leiðinni á Þjóðhátíð í Eyjum í nýja jakkanum. Meira »

Fatahönnuðurinn Helga Ólafs selur íbúðina

í gær Helga Ólafsdóttir fatahönnuður er að selja íbúðina sína sem stendur við Strandveg 21 í Garðabæ. Íbúðin er 134,8 fermetrar og ásett verð er 53,9 milljónir króna. Meira »

Barnabarn Grace Kelly komið í sviðsljósið

í gær Líf Jazminar Grace Grimaldi er ævintýri líkast en hún er barnabarn Grace Kelly og dóttir Alberts II prins af Mónakó. Grimaldi er fædd árið 1992 og var haldið frá öllu sviðsljósi þangað til árið 2006. Hún ólst upp í Bandaríkjunum en er nú í góðu sambandi við föður sinn Albert í Mónakó. Meira »

Próteindrykkir- Þetta ber að varast

í fyrradag Næringarfræðingurinn og einkaþjálfarinn JJ Virgin er afar hrifin af prótíndrykkjum. Hún segir að þeir henti vel þeim sem að vilji ná skjótum árangri og grennast hratt. Til þess að próteindrykkur hafi alla bestu eiginleika sem völ er á þarf að velja af kostgæfni hvað sett er ofan í hann. Meira »

Heimagert tannhvíttunarkrem

í fyrradag Flestir vilja hafa perluhvítar og fallegar tennur en margt getur orðið til þess að tennurnar gulna með tímanum. En það þarf ekki að vera flókið eða dýrt að halda tönnunum hvítum. Hérna kemur uppskrift af hræódýru heimatilbúnu tannhvíttunarkremi. Meira »

Chablis-kjúklingur og 40 hvítlauksrif

í fyrradag Fjórði þáttur af Lækninum í eldhúsinu frá Ragnari Ingvarssyni er kominn í loftið. Í þessum þætti sýnir hann okkur hvernig má matreiða kjúkling á tvo vegu. Dásamlega girnilegt. Meira »

Elísabet Gunnars og Gunnar Steinn eiga von á barni

30.7. Elísabet Gunnarsdóttir, tískubloggari og eigandi vefsíðunnar Trendnet, og unnusti hennar, handboltakappinn Gunnar Steinn Jónsson, eiga von á barni. Meira »

„Must have“ fyrir útileguna

í fyrradag Nú þegar verslunarmannahelgin er á næsta leiti tók Smartland Mörtu Maríu saman lista yfir hluti sem gott er að hafa með sér í útileguna. Meira »

Ída Páls fyrirlítur „disco pants“

30.7. Ída Pálsdóttir er 22 ára gömul og kemur úr Garðabænum. Hún stundar nám við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en í haust er hún á leið í skiptinám til Lundar í Svíþjóð. Smartland Mörtu Maríu fékk að fræðast um stíl Ídu sem hún lýsir sem streewear meets vintage. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.