Piero Lissoni slær ekki feilnótu

Ítalski hönnuðurinn Piero Lissoni hannaði Conservatorium hótelið í Amsterdam frá A-Ö. Að sjá þessa fegurð festa á filmu kveikir upp löngun til ferðalaga. Í raun þurfa hótelgestir ekkert að fara út úr húsi því hótelherbergin eru sérlega vistleg, veitingastaðurinn glæsilegur og vönduð heilsulind fær mestu vinnualka til þess að langa til að slappa af um stund. Í raun gæti hótelið verið staðsett hvar sem er því hótelgestir ættu einmitt að nota tímann til þess að eyða sem mestum tíma inni á hótelinu, ekki utan þess.

Hollendingar eru ákaflega framarlega þegar kemur að hönnun en það verður að segjast eins og er að það toppar enginn Ítalina og alls ekki Piero Lissoni. Hönnun hans er einhver veginn safaríkari og með meiri fyllingu en gengur og gerist.

Á Conservatorium hótelinu er hvergi slegin feilnóta. Hótelið nær að skarta þessum hlýlega blæ sem fólk sækist eftir á hótelum. Og þótt það sé örlítið farið út af brúninni með húsgagnavali og stíliseringu þá verður heildarmyndin alls ekki sjoppuleg heldur tignarleg og umvefjandi.

Dökkt parket, viðarklæddir veggir, svolítið af mottum, stór ljós, opnar bókahillur og hnausþykkar gardínurnar umvefja gestina og búa til eftirsótta stemningu. Það ætti þó ekkert að koma á óvart því Piero Lissoni er þekktur verðlaunahönnuður og hefur hannað húsgögn og innréttingar fyrir Boffi, Cassina, Cappellini og Kartell svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Svona er heima hjá arkitektinum

10:00 Það er alltaf jafngaman að sjá hvernig arkitektar innrétta heimili sín. Þegar arkitektinn fær fullkomlega frjálsar hendur og þarf bara að berjast við eigið sjálf, ekki að uppfylla kröfur annarra, þá gerast kraftaverkin eins og sést í þessu húsi sem Pitsou Kedem arkitekt hannaði fyrir sig og fjölskyldu sína. Meira »

Af skeggi og skurði

07:00 Eigi er örgrannt um að skeggsöfnun karla sé í móð og hafi verið síðustu misseri. Fúlskegg er hið nýja þriggja daga og jafnvel þeir sem hafa snoðrakað hvert strá frá því þeir fengu fermingarsköfuna hafa unnið bug á annarrar viku kláðanum og hafa hulið húðþekjuna með myndarlegu og þéttu skeggi. Meira »

Brynja Dan tekur Kardashian á þetta

Í gær, 22:00 Brynja Dan ákvað að fórna sér og prófa sömu hárliti og Kim Kardashian notaði þegar hún varð ljóshærð á dögunum. Smartland Mörtu Maríu fékk að fylgjast með. Meira »

„Einhver af elskhugum þínum hefur „feikað“ það“

Í gær, 19:00 Í nýjasti pistli kynlífssérfræðingsins Tracey Cox bendir hún öllum gagnkynhneigðum karlmönnum á að kærustur þeirra eða konur hafa mjög líklega gert sér upp fullnægingu. Meira »

Fallegt úr er stöðutákn

Í gær, 16:00 „Það er jafnan sótt að armbandsúrinu og margir hafa spáð því úreldingu gegnum tíðina. Samt eiga þau alltaf við og munu ávallt halda velli, segir Magnús Michelsen, úrsmiður hjá Michelsen við Laugaveg. Meira »

Geyma ösku látinna ástvina í gervilim

Í gær, 13:00 Gætir þú ímyndað þér að enda sem aska í gervigetnaðarlim ástvinar þíns? „21 Grams er minningar-box sem gerir ekkjum kleift að leita til persónulegra minninga um látinn ástvin.“ Meira »

Þú gætir leigt þessa villu í Mexíkó

í gær Í Tulum í Mexíkó stendur glæsilegt hús við ströndina. Húsið er smekklega hannað af Specht Harpman Architects-arkitektastofunni. Húsið er hannað fyrir ferðamenn og er hægt að leigja það en húsið er kallað Casa Xixim. Meira »

Hönnunaríbúð við Grænuhlíð

í gær Við Grænuhlíð í Reykjavík stendur glæsileg 168 fm íbúð í húsi sem byggt var 1967. Eigendur íbúðarinnar eru mikið smekkfólk sem kann aldeilis að gera fallegt í kringum sig. Eldhúsið er nýlegt en þar er hvít sprautulökkuð innrétting í forgrunni með viðarborðplötum. Meira »

Röbb á Porterhouse og T-Bone

í gær Sumar grillsteikur eru gott að marinera. Aðrar þurfa ekkert slíkt svo sem góðar T-Bone og Portherhouse-steikur. Þær þarf einungis að krydda, þess vegna einungis með salti og pipar. Til að auka bragðið enn frekar má líka þyrrkrydda Meira »

Þetta eru nýjustu Victoria's Secret-englarnir

í fyrradag Victoria's Secret-teymið er að stækka því tíu nýjar fyrirsætur hafa nú fengið VS-englavængina sína. Hérna eru þær kynntar til leiks. Meira »

Zooey Deschanel er að selja krúttlega húsið sitt

í fyrradag Leikkonan Zooey Deschanel hefur sett krúttlega húsið sitt á sölu. Húsið fallega er í Hollywood Hills og ásett verð er 288 milljónir króna. Meira »

Þetta eru bestu ódýru maskararnir

í fyrradag Margir förðunarfræðingar vilja meina að ódýrir maskarar sem fást úti í apóteki séu alveg jafn góðir eða jafnvel betri heldur en rándýrir maskarar frá dýrum merkjum. En hvaða ódýru maskarar eru bestir? Meira »

Alltaf eins og 29 ára

í fyrradag Svanhildur Jakobsdóttir virðist ekki eldast á sama hraða og hinir. Hún segist alltaf vera eins og hún sé 29 ára.   Meira »

Drekasvæðið sló í gegn

1.5. Fyrstu tveir þættirnir af Drekasvæðinu voru forsýndir í gærkvöldi í Bíó Paradís. Leikarar þáttanna fjölmenntu ásamt aðstandendum. Meira »

Gáfu hvor annarri Kolaportsferð

1.5. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Edda Hermannsdóttir kunna að gleðja hvor aðra. Þær gáfu hvor annarri Kolaportsferð í afmælisgjöf. Meira »

Mannorð morðingjum fagnað

1.5. Mannorðs morðingjar eftir Björn Þorláksson kom út hjá Sölku í vikunni. Bókinni var fagnað vel og innilega í Eymundsson að Laugavegi 77. Eins og sjá má á myndunum voru allir hressir. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.