Piero Lissoni slær ekki feilnótu

Ítalski hönnuðurinn Piero Lissoni hannaði Conservatorium hótelið í Amsterdam frá A-Ö. Að sjá þessa fegurð festa á filmu kveikir upp löngun til ferðalaga. Í raun þurfa hótelgestir ekkert að fara út úr húsi því hótelherbergin eru sérlega vistleg, veitingastaðurinn glæsilegur og vönduð heilsulind fær mestu vinnualka til þess að langa til að slappa af um stund. Í raun gæti hótelið verið staðsett hvar sem er því hótelgestir ættu einmitt að nota tímann til þess að eyða sem mestum tíma inni á hótelinu, ekki utan þess.

Hollendingar eru ákaflega framarlega þegar kemur að hönnun en það verður að segjast eins og er að það toppar enginn Ítalina og alls ekki Piero Lissoni. Hönnun hans er einhver veginn safaríkari og með meiri fyllingu en gengur og gerist.

Á Conservatorium hótelinu er hvergi slegin feilnóta. Hótelið nær að skarta þessum hlýlega blæ sem fólk sækist eftir á hótelum. Og þótt það sé örlítið farið út af brúninni með húsgagnavali og stíliseringu þá verður heildarmyndin alls ekki sjoppuleg heldur tignarleg og umvefjandi.

Dökkt parket, viðarklæddir veggir, svolítið af mottum, stór ljós, opnar bókahillur og hnausþykkar gardínurnar umvefja gestina og búa til eftirsótta stemningu. Það ætti þó ekkert að koma á óvart því Piero Lissoni er þekktur verðlaunahönnuður og hefur hannað húsgögn og innréttingar fyrir Boffi, Cassina, Cappellini og Kartell svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

„Þau eiga þó ekki að vera köld kvennaráðin“

07:00 „Nafn þáttarins Kvennaráð lýsir kannski aðeins því sem ég ætla að gera, þau eiga þó ekki að vera köld kvennaráðin heldur stefni ég á að taka fyrir spennandi málefni og fá gott fólk til að ræða þau við mig.“ Meira »

Heitasta parið mætti á þorrablótið á Seltjarnarnesi

Í gær, 22:57 Garðar Kjartansson athafnamaður mætti með nýju kærustuna, Laufeyju Birkisdóttur, á þorrablót Gróttu á Seltjarnarnesi. Hann bað hennar á öðru deiti. Meira »

Lífræn og lokkandi

Í gær, 22:00 Elli Egilsson og Sigga Heimisdóttir sameinuðu krafta sína á sýningunni Lífrænt sem opnaði í Hannesarholti í dag. Á sýningunni voru glerlíffæri Siggu Heimis sýnd ásamt teikningum eftir Ella Egilsson. Meira »

Seldi höllina á fjóra milljarða

Í gær, 19:00 Tónlistamaðurinn Dr. Dre seldi nýverið glæsihús sitt og fékk um 3,99 milljarða króna í vasann fyrir eignina. Dr. Dre, sem þarf víst ekki að lepja dauðann úr skel, hefur grætt á tá og fingri bæði með tónlistinni og einnig á heyrnatólunum Beats By Dre sem hann hannaði og setti á markað árið 2008. Meira »

Mexíkóskur kjúklingaréttur sem yljar

Í gær, 16:00 Þetta er ekta svona réttur til þess að borða á laugardögum eða sunnudögum. Sérstaklega þegar það er kalt í veðri því þetta er réttur sem yljar. Meira »

„Við erum með fiðring í maganum“

Í gær, 13:00 Hópurinn SUNDAY mun taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Meðlimir hópsins stefna á að komast alla leið á úrslitakvöldið í Vín í maí með laginu Fjaðrir. „Við setjum markið hátt og stefnum á að standa á sviðinu á úrslitakvöldinu í Vín.“ Meira »

Útdeilir andlegum gjöfum á Íslandi

Í gær, 09:58 Shaman Durek er andlegur læknir sem mun koma til Íslands 11. febrúar til að halda námskeið og bjóða upp á einkatíma. Durek segir námskeið sín hafa mikil áhrif á fólk. „Ég er hérna til að færa ást og innblástur til þeirra sem þurfa á því að halda.“ Meira »

Var valin úr milljón manna hópi

Í gær, 10:00 Unnur Lárusdóttir, 17 ára nemi við Verslunarskólann, var á dögunum valin Alumni of the month hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu en í hverjum mánuði velur ráðuneytið Alumni of the month og geta sendiráð Bandaríkjanna um allan heim sótt um. Í fyrstu gerði Unnur sér ekki grein fyrir hvernig viðurkenning þetta er. Meira »

Svona byggir fólk á sandi

í gær Þeir sem hafa lært biblíusögurnar utan að ættu að vita að það er kannski ekkert voðalega gáfulegt að byggja hús á sandi.   Meira »

Við höfum ekki aðgang að því besta í okkur

í fyrradag „Þó einkennilegt megi virðast þá höfum við ekki aðgang að því besta í okkur, sérstaklega þegar það gengur eitthvað á í persónulegum samböndum, til dæmis,“ segir Matti Osvald. Meira »

Ásmundur Stefánsson selur 110 milljóna hús

í fyrradag Við Mávanes í Arnarnesinu í Garðabæ stendur eitt mest sjarmerandi hús landsins. Það var byggt 1968 og er 582 fm að stærð. Húsið stendur á sjávarlóð og er guðdómlegt útsýni út á haf. Meira »

Velferð kjúklinganna er í fyrirrúmi

í fyrradag Kjúklingabóndinn Elva Björk Barkardóttir segist finna fyrir mikilli vitundarvakningu hjá fólki varðandi velferð dýra. Elva deildi á dögunum með lesendum Sunnudagsmoggans uppskrift af gómsætu kjúklingapasta. Meira »

Hressari í rúminu eftir að hún skrapp saman

í fyrradag Söngkonan Erna Hrönn hefur rýrnað um 22 kg síðan í vor. Hún segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að kílóin fuku.   Meira »

Eignaðist barn og sagði upp vinnunni

í fyrradag Tobba Marinósdóttir er hætt sem markaðsstjóri SkjásEins og segir að móðurhlutverkið hafi breytt áherslunum í lífinu.   Meira »

Heilsusamlegar súkkulaði- og bananakökur

í fyrradag Þeir sem ætla að vinna svolítið með sykurlaust 2015 ættu að baka þessar ljúffengu bananamúffur sem eru án hveitis, sykurs og gers. Meira »

Valdamiklar konur fjölmenntu

30.1. Það var ekki þverfótað fyrir öflugum konum þegar FKA veitti Guðbjörgu Matthíasdóttur viðurkenningu ársins.   Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.