Karl Wernersson flytur í glæsivillu

Fjárfestingarfélag Karls Wernerssonar hefur fest kaup á Blikanesi 9. Hann …
Fjárfestingarfélag Karls Wernerssonar hefur fest kaup á Blikanesi 9. Hann flytur inn á næstunni. mbl.is/Styrmir Kári

Einkahlutafélagið Faxar ehf. hefur fest kaup á glæsivillu í Blikanesi 9 í Arnarnesi. Kaupin fóru fram 4. júlí 2012. Útrásarvíkingurinn Karl Wernersson er að flytja inn í húsið og er verið að „fínisera“ það áður en hann flytur inn. Húsið var áður í eigu Steinunnar Jónsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Hannesar Smárasonar.

Hannes Smárason og Steinunn Jónsdóttir festu kaup á húsinu í desember 1998. Árið 2004 keypti Steinunn Hannes út úr húsinu og seldi Bárði Tryggvasyni, fasteignasala á Valhöll, og eiginkonu hans, Sesselju Tómasdóttur, húsið. 

Blikanes 9 er 421 fm að stærð og því ætti ekki að væsa um Karl í húsinu. Faxar ehf., sem er skráður eigandi hússins, er í eigu SJ-fasteigna. Formaður stjórnar í SJ fasteignum er Eiríkur S. Jóhannsson en meðstjórnendur eru Grímur Sigurðsson og Óskar Garðarsson.

Blikanes 9.
Blikanes 9. mbl.is/Styrmir Kári
Blikanes 9.
Blikanes 9. mbl.is/Styrmir Kári
Blikanes 9.
Blikanes 9. mbl.is/Styrmir Kári
Blikanes 9.
Blikanes 9. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál