Sumarbústaður Ottós lýtalæknis í erlendu pressunni

Stofan í sumarhúsi Ottós Guðjónssonar og fjölskyldu prýðir forsíðu sænska …
Stofan í sumarhúsi Ottós Guðjónssonar og fjölskyldu prýðir forsíðu sænska RUM. Ljósmynd/Torfi Agnarsson

Sumarhús lýtalæknisins Ottós Guðjónssonar og fjölskyldu hans prýðir forsíðu sænska húsbúnaðarblaðsins RUM. RUM er eitt vinsælasta húsbúnaðarblaðið í Svíþjóð og fæst um öll Norðurlöndin. Auk þess hafa birst greinar um sumarhúsið á ítölskum og spænskum hönnunarsíðum.

Það er ekki skrýtið að húsið hafi vaktið athygli því það er ekki bara fallegt, með dásamlegu útsýni, heldur er það byggt á umhverfisvænan hátt.

Sumarhúsið, sem er heilsárshús, er teiknað af arkitektunum Erlu og Tryggva sem reka arkitektastofuna MINARC. Erla og Tryggvi eru þekkt fyrir hönnun sína og hafa hlotið mörg hönnunarverðlaun. Þau eru búsett í Los Angeles og hafa verið tíðir gestir í erlendum hönnunarblöðum enda þykja vinnubrögð þeirra framúrskarandi.

HÉR er hægt að skoða sumarhúsið nánar.

Forsíða sænska tímaritsins RUM er tekin í sumarhúsi Ottós Guðjónssonar …
Forsíða sænska tímaritsins RUM er tekin í sumarhúsi Ottós Guðjónssonar lýtalæknis.
Ottó Guðjónsson lýtalæknir.
Ottó Guðjónsson lýtalæknir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál