Mútur líðast á fasteignamarkaði

Ásdís Olsen háskólakennari.
Ásdís Olsen háskólakennari. mbl.is/Árni Sæberg

Ásdís Olsen háskólakennari og hamingjufyrirlesari er orðin þreytt á íbúðaleit sinni en í fimm mánuði hefur hún setið yfir fasteignavefnum í þeirri von að finna íbúð fyrir sig og dætur sínar. Hún segist alls ekki vera kröfuhörð, leitar að íbúð í notalegu samfélagi miðsvæðis í Reykjavík með svölum eða garði.

„Út úr þessari einstöku neyð er ég orðin sérfræðingur í fasteignaviðskiptum, málkunnug flestum fasteignasölum bæjarins og á góðri leið með að ná tökum á orðræðunni. Vitiði t.d. hvað „seljendamarkaður“ er eða „finders fee“? Ég veit allt um það.

Ég get fullyrt að það er góður tími til að selja núna. Það er slegist um álitlegar eignir, þær seljast áður en sölusýning fer fram og oft langt yfir ásettu verði,“ segir hún. Það er mjög lítið framboð og verðinu er haldið uppi með því að skammta út á markaðinn. En það sem mér finnst verra er að fasteignafélög geta tryggt sér forkaupsrétt af álitlegum íbúðum með ríflegri aukagreiðslu til fasteignasala (finders fee)!“

Ásdís hefur gert tilboð í tvær íbúðir en misst af tveimur sem voru seldar áður en sölusýning fór fram. „Það verður að frelsa markaðinn. Hvar eru allar íbúðirnar sem íbúðalánasjóður og bankarnir eiga? Það þarf líka að koma í veg fyrir að fjárfestingafélög njóti forkaupsréttar. Auðvitað tengist þetta ástand höftum og handstýringu í kerfinu og það vantar fjárfestingakosti fyrir fjármagnseigendur.

Krafan er að stjórnvöld gefi skýr skilaboð - að skuldarar fái vissu sína fyrir því að leiðrétting verður afturvirk og komi líka til þeirra sem búnir eru að selja eignir sínar ef til leiðréttingar kemur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál