Var laumað inn í boð í Hvíta húsinu

Hér sést hringlaga spegillinn hennar Auðar Gná.
Hér sést hringlaga spegillinn hennar Auðar Gná.

Svana Lovísa Kristjánsdóttir vöruhönnuður frá Design Academy Eindhoven og Listaháskóla Íslands og bloggari á Svart á hvítu sér um nýjan hönnunarkafla í tímaritinu Nude Magazine sem kom út í gær. Auður Gná innanhússhönnuður er heimsótt í blaðinu en hún rekur einnig verslunina Insula Islandia. Auður Gná frumsýndi spegla á HönnunarMars sem vakið hafa mikla athygli. Speglarnir eru með leðuról, korktöflu og bretti úr íslensku líparíti.  

Stíllinn á heimilinu þínu er mjög einstakur, er einhver viss stíll sem þú aðhyllist meira en annan?  Ég er mikill grúskari í eðli mínu og ef hér væri hægt að finna góða flóamarkaði, þá væri ég mætt þangað í hverri viku. Ég hef mikið dálæti á hlutum sem bera með sér fallegt handbragð og sögu. Þetta í bland við klassíska hönnun er nokkurn veginn minn stíll.

Segðu okkur eitt leyndarmál… Mér var einu sinni laumað inn í veislu Hvíta Húsið hjá Clinton hjónunum. Það var rosa upplifun, boðið sjálft, með öllum þeim veisluföngum, sem þar voru og svo auðvitað að fá að hitta þau hjónin, en þau tóku á móti gestum inni í Græna herberginu sem Jackie Kennedy hafði látið gera í Hvíta húsinu. Hún fór í það þegar Kennedy var kosinn forseti að breyta Hvíta Húsinu eins og eiginkonur allra forseta hafa gert og lét útbúa ásamt Græna herberginu, Rauða og Hvíta herbergið. Mér fannst það dálítið magnað að standa þarna allt í einu og átta mig á því, að þegar maður er Jackie Kennedy, þá býr maður til litaþemu á herbergi, kannski ég nái þeim hæðum einhvern daginn.

Nýjasta hefti Nude.
Nýjasta hefti Nude.
Auður Gná í stofunni heima hjá sér.
Auður Gná í stofunni heima hjá sér.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál