Ofurfyrirsæta leitar að húsnæði

Cara Delevingne.
Cara Delevingne. mbl.is/AFP

Cara Delevingne hefur verið rekin að heiman, að því er dagblaðið The Sun greinir frá.

Fyrirsætan hefur búið með foreldrum sínum, Charles og Pandóru, á 10 milljón punda, eða um tveggja milljarða íslenskra króna, heimili þeirra, Belgravía glæsihýsinu, í London. Þau hafi hins vegar rekið hana að heiman eftir að þau ákváðu að flytja í minna húsnæði.

Ástæðuna segja foreldrarnir að Delevingne eigi einfaldlega of mikið af fötum til  að þau komist fyrir á nýja heimilinu.

Talið er að Delevingne sé að leita sér að rúmgóðu húsnæði í Chelsea- eða Kensington-hverfinu í Lundúnum og sé til í eð eyða um 245 milljónum íslenskra króna í húsnæðið.

Eldri systir fyrirsætunnar, Poppy, hjálpar systur sinni að finna húsnæði en Delevingne ætlaði að flytja inn með vinkonu sinni, fyrirsætunni Georgíu May Jagger, á síðasta ári en hún byrjaði svo  með rokkaranum Josh McLellan og þá breyttust hlutirnir.

Fyrirsætan Cara Delevingne.
Fyrirsætan Cara Delevingne. mbl.is/EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál