Gerðu heimilið fallegra

Ljósmynd/Pixabay

Heimilið er okkar griðastaður og viljum við þess vegna hafa það sem notalegast. Heimilið endurspeglar það hver og hvernig við erum og þess vegna er mikilvægt að hafa nokkur atriði á hreinu svo að heimilið okkar geti verið upp á sitt besta.

Margir kannast til dæmis við það að hafa þrifið allt húsið en einhverra hluta vegna virðist það ekki fullkomlega hreint. Hér eru nokkrir leynd sannleikskorn um það hvers vegna heimilið virðist ekki fullkomlega hreint. 

Opnir skápar. Ef þú ert með opna skápa í eldhúsinu eiga ryk eða óhreinindi til að setjast á skálar, diska, glös eða annan eldhúsbúnað sem þú geymir í skápunum. Ef eldhússkáparnir eru nálægt eldavélinni og eru opnir er mikilvægt að hreinsa það msem er í skápunum oft svo að fita setjist ekki á þá. Hreinsið skápana sjálfa einnig með reglulegu millibili.

Lýsingin á heimilinu. Ef þú finnur ekki ástæðuna fyrir því hvers vega borðstofan lítur alltaf út eins og hún sé skítug eða rykug gæti ástæðan verið röng lýsing. LED perur verða sívinsælli en þær gefa bjarta en þó hlýja birtu og hægt er að fá þær í mörgun litatónum. Prufaðu þig áfram í hvaða litatónar passa í herbergin á heimilinu, hvort sem þú vilt hlýjan tón eða kaldan. Björt og vel lýst rými virka mun hreinni en þau sem eru illa lýst.

Eldhúsinnréttingarnar. Ef þú ert með marmara á borðunum í eldhúsinu hefurðu hugsanlega orðið var/vör við það að erfitt getur verið að þrífa bletti eða annað sem festist. Blandið sótthreinsiefni saman við hveiti og smá hnetusmjör eða uppþvottalög og hveiti og berið á blettina og látið liggja í sólarhring. Skrapið hveitið svo af næsta dag og bletturinn ætti að vera horfinn.

Handklæðin á baðherberginu. Þrátt fyrir að hafa hreinsað allt inni á baðherberginu, allt frá sturtunni til baðmottunnar, virðist baðherbergið samt óhreint en það gæti verið vegna handklæðisins sem notað er fyrir hendurnar við vaskinn. Rakinn á baðherberginu lætur þessi litlu handklæði verða rök og óhrein á stuttum tíma og þess vegna er mikilvægt að skipta oft um handklæði. Hafðu baðherbergisdyrnar opnar eftir að þú ferð í sturtu til að lofta út svo að rakinn setjist ekki í öll handklæðin.

Hrein föt. Margir kannast við það að óhrein föt eiga það til að hrúgast upp fyrir framan þvottavélina en einnig er mjög algengt að hrein föt safnist upp ef þið notið þurrkarann á heimilinu mikið. Brjótið saman reglulega og þá losnið þið við vandamálið að fötin hrúgist upp.

Heimild: Huffington Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál