Hvað gerir þú í svefnherberginu?

Það er vel hægt að hafa það ekstra huggulegt þótt …
Það er vel hægt að hafa það ekstra huggulegt þótt maður sofi í svefnsófa.

Það er ekkert lítið sem undirrituð bíður alltaf spennt á hverju ári eftir nýja IKEA-bæklingnum. Svona innréttinganördar þrá ekkert heitar en að gera aðeins fínna heima hjá sér og þá kemur IKEA náttúrlega eins og himnasending inn í tilveruna. Í ár eru svefnherbergi í forgrunni hjá fyrirtækinu. 

Það er afar snjallt því oft vill þetta mikilvægasta herbergi hússins verða útundan. Hver kannast ekki við það að nenna ekki að búa um og jafnvel loka svefnherberginu þegar gesti ber að garði? Nú þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn þegar kemur að svefnherberginu heldur gera hlýlegt og notalegt í kringum sig. 

Það er aldrei að vita nema það skili sér í betri svefni, hressilegra ástalífi og komi meira jafnvægi á andlega heilsu. 

Rauðlakkaður gluggi er góð hugmynd við rauð gluggatjöld og rauða …
Rauðlakkaður gluggi er góð hugmynd við rauð gluggatjöld og rauða veggi eins og sést hér.
Í svefnherberginu er sniðugt að koma fyrir kommóðu og nota …
Í svefnherberginu er sniðugt að koma fyrir kommóðu og nota svo plássið ofan á henni til að búa til fallega stemningu.
Það er nauðsynlegt að hafa góða lýsingu í svefnherberginu þegar …
Það er nauðsynlegt að hafa góða lýsingu í svefnherberginu þegar jólabókaflóðið skellur á.
Vantar okkur ekki alltaf meira geymslupláss? Hér er sniðug lausn.
Vantar okkur ekki alltaf meira geymslupláss? Hér er sniðug lausn.
Ferlega flottar hillur á fjólubláum panilklæddum vegg.
Ferlega flottar hillur á fjólubláum panilklæddum vegg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál