Þrifmamman losar okkur úr snörunni

Þrifmamman er með ráð undir rifi hverju.
Þrifmamman er með ráð undir rifi hverju. Ljósmynd/Clean Mama´s Cleaning

Eitt af helstu þrætueplum hjóna og sambýlisfólks er oft og tíðum hvenær á að þrífa og hver á að gera hvað. Vandamál sem margar konur glíma við er að karlkynseinstaklingurinn í sambandinu sér óreiðu og óþrifnað ekki með sömu augum og kvenpeningurinn. Auðvitað er þetta ekki svona hjá öllum (sem betur fer) en þetta er það alengt að fólk leitar sér jafnvel ráða til að ná betur utan um þrifin og heimilishaldið.

Upptekið nútímafólk getur nefnilega svo hæglega lent í því að heimilið sé bara alltaf eins og eftir styrjöld ef ekki er haldið vel á spöðunum. 

Þá kemur vefsíðan Clean Mama's Cleaning til sögunnar eða þrifmamman eins og við köllum hana. Þrifmamman er með ráð undir rifi hverju og veit nákvæmlega hvernig á að halda sómasamlegt heimili og án þess að þurfa að stöðugt að vera að afsaka draslið ef einhver kemur óvænt í heimsókn. Þessum þrifráðum deilir þrifmamman með lesendum sínum sem brosa hringinn af ánægju með skipulagið. 

Inni á vef sínum leggur hún til að fólk þrífi baðherbergið alltaf á mánudögum og noti svo þriðjudagana til að þurrka af og fægja það sem þarf að fægja og jafnvel olíubera húsgögn. Þetta gerist náttúrlega ekki að sjálfu sér. 

Á miðvikudögum mælir hún með því að öll gólfin séu ryksuguð.  Þeir sem reka stór heimili vita reyndar að yfirleitt þarf að ryksuga nokkrum sinnum í viku og stundum daglega ... Á fimmtudögum mælir hún með því að öll gólf séu þvegin. Persónulega myndi ég setja miðvikudag og fimmtudag á sama daginn enda oftast betra að ryksuga og skúra samtímis en ég er svo sem enginn þrifsérfræðingur þannig að látum ráð þrifmóðurinnar standa. 

Á föstudögum mælir hún með því að fólk taki til. HÉR er hægt að sjá hvernig hún sér þetta fyrir sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál