Nótt í lúxussvítu fyrir 353.000 krónur

Hótelið er vægast sagt glæsilegt.
Hótelið er vægast sagt glæsilegt. KasbahTamadot.virgin.com

Kaupsýslumaðurinn og milljarðamæringurinn Richard Branson er með mörg járn í eldinum en hann á ótal fyrirtæki um allan heim. Eitt fyrirtæki hans er þetta glæsilega gistiheimili sem er í Marokkó. Gistiheimilið heitir Kasbah Tamadot og er ofarlega á lista yfir bestu hótel heims.

Gistiheimilið inniheldur 27 herbergi en Branson heimsækir það tvisvar á ári og lætur þá loka gistiheimilinu svo að hann geti haft það út af fyrir sig. Þessu er greint frá á heimasíðu DailyMail.

Nótt á KasbahTamadot kostar frá 67.000 krónum. Nótt í lúxussvítu hótelsins kostar þá 353.000 krónur en henni fylgir einkasundlaug og þrjú baðherbergi.

Gestir gistiheimilisins þurfa sko ekki að sitja auðum höndum í fríinu því þeir hafa aðgang að heitum pottum, sundlaug, tennisvelli, borðtennis-borði, líkamsrækt og útibíó svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar og fleiri myndir má nálgast á heimasíðu hótelsins, KasbahTamadot.virgin.com

Útibíó og geggjað útsýni.
Útibíó og geggjað útsýni. KasbahTamadot.virgin.com
Það getur farið vel um gesti hótelsins hérna.
Það getur farið vel um gesti hótelsins hérna. KasbahTamadot.virgin.com
Richard Branson er eigandi hótelsins Kasbah Tamadot.
Richard Branson er eigandi hótelsins Kasbah Tamadot. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál