Draumaíbúð í alvöruhöll

Svona lítur höllin út að utan.
Svona lítur höllin út að utan.

Það eru eflaust einhverjir sem eiga þann draum heitastan að búa í höll. Hér getur þú látið drauminn rætast því þessir 50 fm í höll í Suður-Frakklandi kosta ekki nema 3,5 milljónir. 

Höllin er upprunalega byggð af greifa Monbrison árið 1826 og var gerð upp 1987. Í höllinni eru 17 mismunandi stórar íbúðir. Franskur húsvörður býr í hliðarhúsi á hallareigninni og sér um höllina og garðinn. Íbúðin er útbúin að fullu fyrir 4 manneskjur með húsgögnum, sjónvarpi og öllu sem til þarf í eldhúsi ásamt ísskáp og eldavél.

Þvottvél, þurrkari, frystir, vínflöskurekkar og stór salur er í sameign með borðum, bekkjum og inni tennisborði. Stór sameiginleg geymsla þar sem hver getur haft sinn stað til að geyma m.a. sængurfatnað, handklæði og aðra persónulega hluti.

HÉR er hægt að skoða höllina nánar. 

Það er huggulegt innandyra í höllinni.
Það er huggulegt innandyra í höllinni.
Svefnherbergið er huggulegt.
Svefnherbergið er huggulegt.
Eldhúsið er opið og bjart.
Eldhúsið er opið og bjart.
Gangarnir eru eins og í sannri höll.
Gangarnir eru eins og í sannri höll.
Stofan er falleg.
Stofan er falleg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál