Svona lítur eitt dýrasta hús landsins út

Svona lítur húsið út að utan.
Svona lítur húsið út að utan.

Við Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi stendur merkilegt einbýli sem býr yfir mikilli sögu. Húsið stendur á 1000 fm sjávarlóð sem er eignarlóð en húsið sjálft er 420 fm að stærð. Í húsinu er aukaíbúð í kjallaranum en á efri hæðinni er mikil lofthæð.

Sagan á bak við húsið er skemmtileg en það var byggt af Jónasi Sveinssyni lækni sem nefndi húsið Árnes. Síðar seldi hann Sigurði Jónassyni húsið en fyrrnefndur Sigurður var forstjóri Áfengis- og tóbakssölu ríkisins. Sigurður tók sig til og seldi Björgúlfi Ólafssyni lækni húsið í skiptum fyrir Bessastaði. Síðar gaf Sigurður ríkinu Bessastaði sem varð í framhaldinu fersetabústaður.

HÉR er hægt að skoða húsið nánar.

Inngangurinn í húsið.
Inngangurinn í húsið.
Garðurinn í kringum húsið er stór.
Garðurinn í kringum húsið er stór.
Magnað útsýni út á sjó.
Magnað útsýni út á sjó.
Lóðin er afar stór.
Lóðin er afar stór.
Svarthvítar flísar setja svip sinn á baðherbergið.
Svarthvítar flísar setja svip sinn á baðherbergið.
Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu.
Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu.
Svefnherbergið er rúmgott.
Svefnherbergið er rúmgott.
Stigi á milli hæða.
Stigi á milli hæða.
Útsýnið úr stofunni er gott.
Útsýnið úr stofunni er gott.
Í stofunni er húsgögnum fallega raðað saman.
Í stofunni er húsgögnum fallega raðað saman.
Borðstofusettið er vandað.
Borðstofusettið er vandað.
Hér sést hvernig stofa og forstofa mætast.
Hér sést hvernig stofa og forstofa mætast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál